Innlent

Eldur laus í dráttarvél á Rangárvöllum

Eldur kom upp í dráttarvél, sem stóð við útihús á sveitabæ á Rangárvöllunum, í grennd við Hvolsvöll í nótt.

Heimafólk varð vart við eldinn um klukkan hálf tvö og í fyrstu var óttast að eldur hefði kviknað í útihúsum, og var kallað á slökkvilið. Töluverður eldur logaði í vélinni þegar liðið kom á vettvang en hann var slökktur á skammri stundu. Hún er þó töluvert skemmd.

Dráttarvélin var ekki í gangi þegar eldurinn kviknaði þannig að einhverskonar sjálfsíkveikja virðist hafa orðið í henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×