Innlent

Reyna að koma í veg fyrir umhverfisslys

GS skrifar
Dauð síld í Kolgrafarfirði.
Dauð síld í Kolgrafarfirði. Mynd/ Bjarni Sigurbjörnsson.
Fulltrúar frá Umhverfisstofnun og Hafrannsóknastofnun fara nú um Kolgrafarfjörðinn á Snæfellsnesi, til að kanna möguleika á að koma þar í veg fyrir umhverfisslys, í kjölfar síldardauðans þar nýverið.

Frumniðurstöður þessara athugana eiga að liggja fyrir eftir helgi, en óttast er að umhverfisslys geti verið í uppsiglingu, með fiska- og fugladauða og mikilli mengun við og á firðinum um óljósa framtíð eftir að 30 þúsund tonn af síld drápust á firðinum og eru nú að fara að rotna á botninum. Svipaður síldardauði varð í Eidfirði í Noregi snemma á síðustu öld og fljótlega eftir dauðann fór að gerja í síldarmassanum. Gasmyndun varð í rotnandi síldinni og hún lyfti sér eins og brauðdeig, sem hefast. Loks sprengdi gasið upp síldarkekkina og rotnandi síldin flaut upp eins og grautur og rak í stjórum felkkjum um fjörðinn og allar fjörur þöktust af úldnandi drullu. smám saman breyttist grúturinn eða fitan í einskonar vaxklumpa, sem fólk safnaði saman til kertagerðar.

Nú þegar er orðinn megn óþefur í Kolgrafarfirði og nær ólíft að bæjunum við hann, þegar vindur stendur af friðinum á þá. Á bæjarstjórnarfundi í Grundarfirði í gær, en fjörðurinn tilheyrir því bæjarfélagi, voru bókaðar áhyggjur af seinagangi í aðgerðum vegna málsins og kallað eftir viðbragðsáætlun sem fyrst.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×