Innlent

Brotist inn í apótek í Vesturborginni

Tilkynnt var um innbrot í apótek í Vesturborginni á þriðja tímanum í nótt. Þjófurinn hafði brotið upp hurð og komist þannig inn.

Ekki er enn vitað hverju hann stal, en líklegt þykir að hann hafi verið á höttunum eftir lyfjum, sem eru vinsæl af fíklum til misnotkunar.

Þjófurinn var á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang og er ófundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×