Innlent

Lovestar Andra Snæs tilnefnd

Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason
Bókin Lovestar eftir Andra Snæ Magnason hefur verið tilnefnd í Bandaríkjunum til verðlauna sem kennd eru við Philip K. Dick. Þetta kemur fram á vefsíðu Forlagsins. Um ein helstu vísindaskáldsagnaverðlaunin þar í landi er að ræða, en Dick er einn þekktasti og áhrifamesti höfundur vísindaskáldsagna í heiminum.

Lovestar kom út í enskri þýðingu í fyrra, en hún er ein sjö sagna sem tilnefndar eru að þessu sinni.

Tilkynnt verður um úrslitin 29. mars í Washington. Bókin kom út árið 2002 hér á landi og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×