Innlent

Kjötlím er ekki notað hérlendis

Í Bandaríkjunum dró úr notkun „bleiks slíms“ til að drýgja kjöthakk eftir umfjöllun Jamies Oliver. Beef Products Inc. lokaði í fyrra þremur verksmiðjum.
Í Bandaríkjunum dró úr notkun „bleiks slíms“ til að drýgja kjöthakk eftir umfjöllun Jamies Oliver. Beef Products Inc. lokaði í fyrra þremur verksmiðjum. nordicphotos/AfP
Kjötlím er ekki notað í matvælaframleiðslu hér á landi að því er Kjartan Hreinsson, sérgreinadýralæknir á sviði matvælaöryggis og neytendamála hjá Matvælastofnun, best veit.

„Ég hef eftirlit með flestum kjötvinnslum landsins og hef ekki séð þetta í notkun,“ segir Kjartan en bætir við að þó hafi ekki verið spurt sérstaklega um notkunina.

Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver á þessa dagana í vök að verjast fyrir dómi vegna þess að hafa talað illa um kjötlím í einum þátta sinna og kallað það „bleikt slím“. Kjötiðnaðarmaður segir umfjöllunina hafa kostað sig starfið vegna samdráttar sem varð í kjölfar umfjöllunarinnar hjá fyrirtækinu þar sem hann starfaði.

Neytendasamtökin greindu frá því árið 2010 að notkun kjötlíms yrði heimiluð á evrópska efnahagssvæðinu frá 2011. Kjötlím er búið til úr ensíminu þrombíni og notað til að líma saman kjötbita þannig að úr verði heil stykki.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×