Fleiri fréttir Nýr Suzuki Grand Vitara Suzuki Grand Vitara hefur lengi verið einn af eftirsóttari jeppunum í sínum stærðarflokki á Íslandi og af honum seldust 140 bílar í fyrra. Um helgina verður hann frumsýndur í nýrri gerð hjá Suzuki bílum í Skeifunni. 18.1.2013 09:00 Hitamet í Sydney, hitinn mælist nær 46 gráður Borgarbúar í Sydney í Ástralíu upplifa nú heitasta daginn frá því að mælingar hófust. Hitinn í borginni í dag mælist rétt tæplega 46 gráður á celsíus. 18.1.2013 07:49 Neytendastofa segir vatnsvélar frá Champ Design stórhættulegar Neytendastofa brýnir fyrir almenningi að aftengja og fjarlægja nú þegar vatnsvélar frá Champ Design CO, sem seldar vour í Byko fyrir nokkrum árum þar sem alvarleg hætta getur stafað af vélunum. 18.1.2013 07:12 Lögregla greip dópsala í miðjum viðskiptum Lögregla greip dópsala og viðskiptavin hans glóðvolga í gærkvöldi. Sölumaðurinn hafði lagt bíl sínum við hraðbanka og var viðskiptavinurinn að taka þar út peninga til kaupanna, þegar lögreglu bar að. 18.1.2013 06:44 Björgunarsveit kölluð út til að hemja fjúkandi hluti í Breiðholtinu Björgunarsveit var kölluð út um eitt leitið í nótt til að hemja fok úr vinnupalli við fjölbýlishús í Breiðholti. 18.1.2013 06:35 Tvö norsk skip komin á loðnumiðin Tvö norsk loðnuskip komu in í íslensku landhelgina undir morgun og stefna á loðnumiðin norðaustur af landinu. Norðmenn mega veiða 45 þúsund tonn af loðnu í íslensku lögsögunni. 18.1.2013 06:32 Mýflug fór í sex sjúkraflug Sjúkraflugvélar Mýflugs fóru í sex sjúkraflug í gær, sem er óvenju mikið. Um tíma þurfti að nota tvær flugvélar til að sinna beiðnum um flug. 18.1.2013 06:30 Enn ríkir fullkomin óvissa um afdrif gíslanna í Alsír Enn ríkir fullkomin óvissa um afdrif margra af þeim vestrænu gíslum sem voru í haldi herskárra íslamista í Almenas gasvinnslustöðinni í Alsír þegar alsírski herinn réðist á stöðina í gærdag. 18.1.2013 06:28 Kjötvinnslustöð á Írlandi lokað vegna hamborgarahneykslisins Búið er að loka kjötvinnslustöð á Írlandi í kjölfar hamborgarahneykslisins sem kom upp þar í landi og á Bretlandseyjum í vikunni. 18.1.2013 06:26 Armstrong notaði ólögleg lyf í öllum Tour de France sigrum sínum Bandaríski reiðhjólakappinn Lance Armstrong hefur játað að hafa notað ólögleg lyf í öllum þeim sjö Tour de France reiðhjólakeppnum sem hann vann á árunum 1999 til 2005. 18.1.2013 06:21 Sjö ára drengur kom með hlaðna skammbyssu í skólann sinn Nemendum og kennurum við grunnskóla í Queens hverfinu í New York brá verulega í brún þegar sjö ára gamall drengur mætti í skólann í gær með skammbyssu í skólatöskunni. 18.1.2013 06:19 Nærri helmingur vill ljúka aðildarviðræðum við ESB Um 36 prósent landsmanna vilja draga aðildarumsókn að ESB til baka og 49 prósent vilja að viðræðunum verði lokið. Rúm 15 prósent vilja gera hlé á viðræðum eins og Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur leggja til. 18.1.2013 06:00 Ólíklegt að bannið nái fram að ganga Mögulegt er að öldungadeild Bandaríkjaþings skipti tillögum Obama Bandaríkjaforseta niður svo hægt verði að kjósa um hvora í sínu lagi. Meiri stuðningur er talinn vera við sumar tillögur hans en aðrar. NRA til í meiri bakgrunnsskoðun. 18.1.2013 06:00 Skúlptúr Skúla í Wow lánaður á Höfðatorg Setja á listaverk í eigu athafnamannsins Skúla Mogensen upp við Höfðatorg. Skúli lánar borginni verkið sem er eftir Rafael Barrios. Fulltrúi VG segir óþarft og óheppilegt að koma listaverkinu fyrir í almannarými nærri fyrirtæki eigandans. 18.1.2013 06:00 Síldargrúturinn ógn við þúsundir fugla Fjöldi fugla við Breiðafjörð er með ólíkindum. Þúsundir fugla hafast við í firðinum og graðga í sig síld, lifandi og dauða. Fugli er hætta búin vegna mengunar í Kolgrafafirði á næstu vikum og mánuðum. Sérfræðingar funda um aðgerðir. 18.1.2013 06:00 Rufu kvótaþakið án aflakaupa í mörg ár HB Grandi er kominn yfir 12% lögbundna hámarks aflahlutdeild eins fyrirtækis án þess að hafa keypt kvóta árum saman. Forstjóri setur spurningarmerki við að karfi sé verðmætari en þorskur í þorskígildum sem eru ástæða hækkunarinnar. 18.1.2013 06:00 Vilja bæta makríl og hval við ályktun Frekari áhersla á makríldeiluna og hvalveiðar eru meðal þess sem Evrópuþingmenn hafa lagt fram í breytingartillögu við ályktunartillögu um aðildarviðræður Íslands við ESB. 18.1.2013 06:00 Óttast að á fjórða tug gísla hafi látist í Alsír Óttast er að allt að 34 erlendir gíslar og 14 mannræningjar hafi látið lífið í tilraun alsírska hersins til að frelsa hundruð gísla úr gasvinnslustöð Statoil og BP í gær. Alsírska fréttastofan APS greindi frá þessu í gærkvöld, en aðrir fjölmiðlar sögðu tölu látinna á reiki. 18.1.2013 06:00 Engin sátt um stjórnarskrána Engar viðræður eru í gangi um breytingar á einstökum köflum stjórnarskrárinnar gegn því að beðið verði með önnur atriði fram yfir kosningar. Þetta segir Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 18.1.2013 06:00 Eldey skartar sínu fegursta Myndir sem Egill Aðalsteinsson kvikmyndatökumaður á Stöð 2 og ljósmyndari tók í Eldey. 18.1.2013 00:10 37 ferðatöskur af ostum Bandaríski fjölmiðillinn New York Times fjallar um feðgana Dieter og Björn Roth í tengslum við sýninguna "Dieter Roth. Björn Roth," sem verður opnuð í næstu viku í New York. 18.1.2013 00:01 Tesla mælist 386 hestöfl á Dyno-mæli Áreiðanlegasta aðferðin við að finna út raunverulegt afl bíla er ekki að lesa sölubæklinginn heldur skella bílnum á Dyno-mæli sem mælir nákvæmlega það afl sem hjólin skila á rúllurnar sem hann stendur á. Vitað var að rafmagnsbíllinn Tesla Model S væri ansi öflugur bíll, en það var staðfest með þessari aðferð Mældist mesta afl hans 386 hestöfl við um 90 km hraða. Það sem vekur enn meiri athygli að rétt eftir kyrrstöðu skilar rafmótorarnir 300 hestöflum til hjólanna. Það þarf því ekki að bíða lengi eftir aflinu. Við 210 km hraða eru hestöflin komin niður í 220. Tesla fyrirtækið fullyrðir í sölulista að Model S sé 416 hestöfl, en mælingin sýnir að það skortir 30 hestöfl á. Rétt skal vera rétt. Á myndbandinu sést Model S við Dyno mælingu. 18.1.2013 00:01 Flippað á fimleikaæfingu Fimleikafólk úr Ármanni hefur birt myndband af ótrúlegum tilþrifum eins liðsmanna sinna, Jóns Sigurðar Gunnarssonar. Jón Sigurður sveiflar sér þá í hringi á slá og spyrnir knetti langa vegalengd ofan í körfu, fjórum sinnum í röð. 17.1.2013 23:42 Fann gullmola að verðmæti 40 milljóna króna Ástralskur gullgrafari datt í lukkupottinn þegar málmleitartæki hans kom honum á slóðir 5,5 kg þungs gullmola. 17.1.2013 22:42 Sækja í frítt uppihald á Íslandi Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir Ísland aðlaðandi áfangastað fyrir fólk sem ætli að vinna ólöglega. 17.1.2013 21:33 Fyrrverandi skólameistari fór að vinna í leikskóla Hörður Helgason gegndi starfi skólameistara í Fjölbrautaskóla Vesturlands í áratug og flestir reiknuðu með að hann myndi setjast í helgan stein eftir að hann hætti rúmlega sextugur. En honum bauðst staða í afleysingum á leikskóla og hefur nú verið ráðinn í fast starf. 17.1.2013 21:08 26 létu lífið í Írak í dag Að minnsta kosti 26 létu lífið í sprengjuárásum uppreisnarmanna súnníta í Írak í dag. Árásirnar beinast fyrst og fremst að sítum. Talið er að í kringum 60 manns hafi látið lífið undanfarna tvo sólarhringa. 17.1.2013 20:59 Beðið eftir Vilborgu Engar fréttir hafa enn borist af gönguskíðakonunni Vilborgu Örnu Gissurardóttur á lokadegi göngu hennar á Suðurpólinn. 17.1.2013 20:51 Vilborg komin á Suðurpólinn Vilborg Arna Gissurardóttir varð í kvöld fyrsti Íslendingurinn til þess að ganga einn síns liðs á Suðurpólinn. Ganga Vilbogar hefur staðið yfir undanfarna tvo mánuði og eru um 1140 kílómetrar að baki. 17.1.2013 20:37 Framboðslisti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi klár Kjördæmaráð Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi samþykkti í kvöld einróma framboðsliðsta flokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Kjördæmaþing flokksins stendur yfir í húsi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 17.1.2013 19:43 36 félagasamtök hlutu styrk frá Reykjavíkurborg Velferðarráð samþykkti samhljóða á fundi sínum í dag að veita á þessu ári styrki til 36 félagasamtaka, sem starfa á sviði velferðarmála, vegna ársins 2013. Styrkir eru m.a. veittir til þeirra sem starfa að málefnum geðfatlaðra, fatlaðra barna, eldri borgara og utangarðsfólks. 17.1.2013 19:16 Frumvarp um Happdrættisstofu vegur að friðhelgi einkalífs Frumvarp innanríkisráðherra um Happdrættisstofu vegur að viðskiptafrelsi og friðhelgi einkalífsins. Þetta er mat alþjóðlegrar stofnunar um tjáningar- og upplýsingafrelsi. Þá telur þingmaður frumvarpið geta takmarkað starfsemi hlutabréfasjóða á netinu, og jafnvel netleikja með sitt eigið hagkerfi. 17.1.2013 18:41 Breytingar á tóbakslögum sérsniðnar að þörfum ÁTVR Lögmaður neftóbaksinnflytjanda segir að frumvarp velferðarráðherra um breytingar á tóbakslögum sé sérsniðið að þörfum ÁTVR. Frumvarpið banni sölu á öllu neftóbaki nema því sem ÁTVR framleiðir. 17.1.2013 18:36 Reykjavíkurborg styrkir menningarlífið Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, tilkynnti í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi í dag um styrkveitingar ráðsins árið 2013. Um leið var Tríó Sunnu Gunnlaugs útnefnt Tónlistarhópur Reykjavíkur 2013 og lék það við athöfnina sem styrkþegum var boðið til. 17.1.2013 17:44 Volkswagen og BMW spáð mestum vexti Könnun KMPG sem gerð var meðal hátt settra stjórnenda bílaframleiðslufyrirtækjanna bendir til að Volkswagen og BMW sé líklegust til að auka hlutdeild sína á bílamarkaðnum í heiminum næstu 5 árin. Þetta er fjórtánda árið í röð sem KPMG spyr um 200 stjórnendur í bílafyrirtækjunum að því hvaða fyrirtæki eru líklega til að auka eða tapa hlutdeild á næstu 5 árum. Efst á listanum trónir Volkswagen, en 81% þeirra hafa trú á vexti þess, 3% að hún muni minnka og 16% að hún muni standi í stað. Í öðru sæti er BMW með 70% trú á vexti og 5% trú á minnkun. Er þetta fyrsta skiptið sem BMW nær svo hátt á listanum. Athygli vekur að neðstu fyrirtækin á listanum er japönsku framleiðendurnir Suzuki, Mazda, Mitsubishi og Subaru. Allt aðra sögu er að segja af Toyota, en það er í fjórða sæti. 17.1.2013 17:06 Vatnsvél orsök eldsvoða í Glerárskóla Neytendastofa vill brýna fyrir almenningi að fjarlægja og taka strax úr umferð vatnsvélar frá Champ Design CO., Ltd. sem seldar voru í Byko frá mars 2006 til 2010. Rannsókn á bruna sem varð í Glerárskóla á Akureyri 14. janúar síðastliðinn leiddi í ljós að eldsupptök voru út frá vatnsvél frá Byko. 17.1.2013 16:55 Hótaði saksóknara: "Bíddu bara, eftir sjö daga þegar ég losna“ Hæstiréttur Íslands þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni, fæddum 1979, sem var dæmdur fyrir brot gegn valdstjórn, en hann hótaði meðal annars aðstoðarsaksóknara ofbeldi í mars árið 2011 með því að benda á hana og segja: 17.1.2013 16:50 Hlífar Vatnar í sextán ára fangelsi fyrir morð Hæstiréttur staðfesti í dag sextán ára fangelsisdóm yfir Hlífari Vatnari Stefánssyni sem varð Þóru Eyjalín Gísladóttur að bana í heimahúsi í Hafnarfirði í byrjun febrúar, á síðasta ári. 17.1.2013 16:22 Staðfesti fjórtán ára fangelsisdóm yfir Guðgeiri Hæstiréttur staðfesti í dag fjórtán ára fangelsisdóm yfir Guðgeiri Guðmundssyni, sem dæmdur var fyrir morðtilraun, sem átti sér stað á lögmannsstofu í mars síðastliðnum. Guðgeir réðst þá á Skúla Sigurz, framkvæmdastjóra lögmannsstofunnar, og stakk hann ítrekað. Þá stakk hann Guðna Bergsson lögmann í lærið þegar hann ætlaði að koma Skúla til bjargar. Auk fjórtán ára fangelsis var Guðni dæmdur til að greiða Skúla þrjár milljónir í miskabætur og Guðna 800 þúsund. 17.1.2013 16:14 Gíslar og ódæðismenn féllu í aðgerðum Alsírshers Alls létust 34 gíslar í áhlaupi alsírska hersins á gasvinnslustöðina þar sem herskáir íslamistar hafa haldið tugum manns frá því í gær. Alsírskir fjölmiðla fullyrða að 15 íslamistar hafi fallið í aðgerðunum og að hermenn hafi frelsað fjóra gísla úr haldi. 17.1.2013 14:38 Björguðu 600 köttum frá því að verða étnir Dýraverndunarsinnar björguðu hátt í sex hundruð köttum frá því að lenda á matardiskum í suðurhluta Kína fyrr í vikunni. 17.1.2013 14:18 Úlpuþjófurinn gómaður - reyndist búa á höfuðborgarsvæðinu Úlpunum, sem stolið var úr fatahengi í anddyri Fjölbrautaskóla Suðurlands síðastliðinn föstudagsmorgun, eru komnar í leitirnar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi. 17.1.2013 13:42 Kauptu þér kærustu á Facebook Einhleypir notendur Facebook geta nú eignast kærustur á Facebook með lítilli fyrirhöfn. Þannig geta þeir látið líta út fyrir að þeir séu í sambandi og forðast nærgöngular spurningar vina og ættingja um það hvers vegna þeir séu ekki gengnir út. 17.1.2013 13:38 Æfa viðbrögð við sjóslysi í Landeyjahöfn Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og aðrir samstarfsaðilar æfa í dag viðbrögð við miklu sjóslysi á suðvesturströnd Íslands. Á æfingunni er tekist á við þá sviðsmynd að ferjan Herjólfur hlekkist á við innsiglinguna í Landeyjahöfn með nokkur hundruð farþega um borð. 17.1.2013 13:33 Spáð stormi í kvöld Í kvöld er spáð er Suðaustan stormi um landið sunnan- og suðvestanvert. 17.1.2013 13:27 Sjá næstu 50 fréttir
Nýr Suzuki Grand Vitara Suzuki Grand Vitara hefur lengi verið einn af eftirsóttari jeppunum í sínum stærðarflokki á Íslandi og af honum seldust 140 bílar í fyrra. Um helgina verður hann frumsýndur í nýrri gerð hjá Suzuki bílum í Skeifunni. 18.1.2013 09:00
Hitamet í Sydney, hitinn mælist nær 46 gráður Borgarbúar í Sydney í Ástralíu upplifa nú heitasta daginn frá því að mælingar hófust. Hitinn í borginni í dag mælist rétt tæplega 46 gráður á celsíus. 18.1.2013 07:49
Neytendastofa segir vatnsvélar frá Champ Design stórhættulegar Neytendastofa brýnir fyrir almenningi að aftengja og fjarlægja nú þegar vatnsvélar frá Champ Design CO, sem seldar vour í Byko fyrir nokkrum árum þar sem alvarleg hætta getur stafað af vélunum. 18.1.2013 07:12
Lögregla greip dópsala í miðjum viðskiptum Lögregla greip dópsala og viðskiptavin hans glóðvolga í gærkvöldi. Sölumaðurinn hafði lagt bíl sínum við hraðbanka og var viðskiptavinurinn að taka þar út peninga til kaupanna, þegar lögreglu bar að. 18.1.2013 06:44
Björgunarsveit kölluð út til að hemja fjúkandi hluti í Breiðholtinu Björgunarsveit var kölluð út um eitt leitið í nótt til að hemja fok úr vinnupalli við fjölbýlishús í Breiðholti. 18.1.2013 06:35
Tvö norsk skip komin á loðnumiðin Tvö norsk loðnuskip komu in í íslensku landhelgina undir morgun og stefna á loðnumiðin norðaustur af landinu. Norðmenn mega veiða 45 þúsund tonn af loðnu í íslensku lögsögunni. 18.1.2013 06:32
Mýflug fór í sex sjúkraflug Sjúkraflugvélar Mýflugs fóru í sex sjúkraflug í gær, sem er óvenju mikið. Um tíma þurfti að nota tvær flugvélar til að sinna beiðnum um flug. 18.1.2013 06:30
Enn ríkir fullkomin óvissa um afdrif gíslanna í Alsír Enn ríkir fullkomin óvissa um afdrif margra af þeim vestrænu gíslum sem voru í haldi herskárra íslamista í Almenas gasvinnslustöðinni í Alsír þegar alsírski herinn réðist á stöðina í gærdag. 18.1.2013 06:28
Kjötvinnslustöð á Írlandi lokað vegna hamborgarahneykslisins Búið er að loka kjötvinnslustöð á Írlandi í kjölfar hamborgarahneykslisins sem kom upp þar í landi og á Bretlandseyjum í vikunni. 18.1.2013 06:26
Armstrong notaði ólögleg lyf í öllum Tour de France sigrum sínum Bandaríski reiðhjólakappinn Lance Armstrong hefur játað að hafa notað ólögleg lyf í öllum þeim sjö Tour de France reiðhjólakeppnum sem hann vann á árunum 1999 til 2005. 18.1.2013 06:21
Sjö ára drengur kom með hlaðna skammbyssu í skólann sinn Nemendum og kennurum við grunnskóla í Queens hverfinu í New York brá verulega í brún þegar sjö ára gamall drengur mætti í skólann í gær með skammbyssu í skólatöskunni. 18.1.2013 06:19
Nærri helmingur vill ljúka aðildarviðræðum við ESB Um 36 prósent landsmanna vilja draga aðildarumsókn að ESB til baka og 49 prósent vilja að viðræðunum verði lokið. Rúm 15 prósent vilja gera hlé á viðræðum eins og Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur leggja til. 18.1.2013 06:00
Ólíklegt að bannið nái fram að ganga Mögulegt er að öldungadeild Bandaríkjaþings skipti tillögum Obama Bandaríkjaforseta niður svo hægt verði að kjósa um hvora í sínu lagi. Meiri stuðningur er talinn vera við sumar tillögur hans en aðrar. NRA til í meiri bakgrunnsskoðun. 18.1.2013 06:00
Skúlptúr Skúla í Wow lánaður á Höfðatorg Setja á listaverk í eigu athafnamannsins Skúla Mogensen upp við Höfðatorg. Skúli lánar borginni verkið sem er eftir Rafael Barrios. Fulltrúi VG segir óþarft og óheppilegt að koma listaverkinu fyrir í almannarými nærri fyrirtæki eigandans. 18.1.2013 06:00
Síldargrúturinn ógn við þúsundir fugla Fjöldi fugla við Breiðafjörð er með ólíkindum. Þúsundir fugla hafast við í firðinum og graðga í sig síld, lifandi og dauða. Fugli er hætta búin vegna mengunar í Kolgrafafirði á næstu vikum og mánuðum. Sérfræðingar funda um aðgerðir. 18.1.2013 06:00
Rufu kvótaþakið án aflakaupa í mörg ár HB Grandi er kominn yfir 12% lögbundna hámarks aflahlutdeild eins fyrirtækis án þess að hafa keypt kvóta árum saman. Forstjóri setur spurningarmerki við að karfi sé verðmætari en þorskur í þorskígildum sem eru ástæða hækkunarinnar. 18.1.2013 06:00
Vilja bæta makríl og hval við ályktun Frekari áhersla á makríldeiluna og hvalveiðar eru meðal þess sem Evrópuþingmenn hafa lagt fram í breytingartillögu við ályktunartillögu um aðildarviðræður Íslands við ESB. 18.1.2013 06:00
Óttast að á fjórða tug gísla hafi látist í Alsír Óttast er að allt að 34 erlendir gíslar og 14 mannræningjar hafi látið lífið í tilraun alsírska hersins til að frelsa hundruð gísla úr gasvinnslustöð Statoil og BP í gær. Alsírska fréttastofan APS greindi frá þessu í gærkvöld, en aðrir fjölmiðlar sögðu tölu látinna á reiki. 18.1.2013 06:00
Engin sátt um stjórnarskrána Engar viðræður eru í gangi um breytingar á einstökum köflum stjórnarskrárinnar gegn því að beðið verði með önnur atriði fram yfir kosningar. Þetta segir Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 18.1.2013 06:00
Eldey skartar sínu fegursta Myndir sem Egill Aðalsteinsson kvikmyndatökumaður á Stöð 2 og ljósmyndari tók í Eldey. 18.1.2013 00:10
37 ferðatöskur af ostum Bandaríski fjölmiðillinn New York Times fjallar um feðgana Dieter og Björn Roth í tengslum við sýninguna "Dieter Roth. Björn Roth," sem verður opnuð í næstu viku í New York. 18.1.2013 00:01
Tesla mælist 386 hestöfl á Dyno-mæli Áreiðanlegasta aðferðin við að finna út raunverulegt afl bíla er ekki að lesa sölubæklinginn heldur skella bílnum á Dyno-mæli sem mælir nákvæmlega það afl sem hjólin skila á rúllurnar sem hann stendur á. Vitað var að rafmagnsbíllinn Tesla Model S væri ansi öflugur bíll, en það var staðfest með þessari aðferð Mældist mesta afl hans 386 hestöfl við um 90 km hraða. Það sem vekur enn meiri athygli að rétt eftir kyrrstöðu skilar rafmótorarnir 300 hestöflum til hjólanna. Það þarf því ekki að bíða lengi eftir aflinu. Við 210 km hraða eru hestöflin komin niður í 220. Tesla fyrirtækið fullyrðir í sölulista að Model S sé 416 hestöfl, en mælingin sýnir að það skortir 30 hestöfl á. Rétt skal vera rétt. Á myndbandinu sést Model S við Dyno mælingu. 18.1.2013 00:01
Flippað á fimleikaæfingu Fimleikafólk úr Ármanni hefur birt myndband af ótrúlegum tilþrifum eins liðsmanna sinna, Jóns Sigurðar Gunnarssonar. Jón Sigurður sveiflar sér þá í hringi á slá og spyrnir knetti langa vegalengd ofan í körfu, fjórum sinnum í röð. 17.1.2013 23:42
Fann gullmola að verðmæti 40 milljóna króna Ástralskur gullgrafari datt í lukkupottinn þegar málmleitartæki hans kom honum á slóðir 5,5 kg þungs gullmola. 17.1.2013 22:42
Sækja í frítt uppihald á Íslandi Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir Ísland aðlaðandi áfangastað fyrir fólk sem ætli að vinna ólöglega. 17.1.2013 21:33
Fyrrverandi skólameistari fór að vinna í leikskóla Hörður Helgason gegndi starfi skólameistara í Fjölbrautaskóla Vesturlands í áratug og flestir reiknuðu með að hann myndi setjast í helgan stein eftir að hann hætti rúmlega sextugur. En honum bauðst staða í afleysingum á leikskóla og hefur nú verið ráðinn í fast starf. 17.1.2013 21:08
26 létu lífið í Írak í dag Að minnsta kosti 26 létu lífið í sprengjuárásum uppreisnarmanna súnníta í Írak í dag. Árásirnar beinast fyrst og fremst að sítum. Talið er að í kringum 60 manns hafi látið lífið undanfarna tvo sólarhringa. 17.1.2013 20:59
Beðið eftir Vilborgu Engar fréttir hafa enn borist af gönguskíðakonunni Vilborgu Örnu Gissurardóttur á lokadegi göngu hennar á Suðurpólinn. 17.1.2013 20:51
Vilborg komin á Suðurpólinn Vilborg Arna Gissurardóttir varð í kvöld fyrsti Íslendingurinn til þess að ganga einn síns liðs á Suðurpólinn. Ganga Vilbogar hefur staðið yfir undanfarna tvo mánuði og eru um 1140 kílómetrar að baki. 17.1.2013 20:37
Framboðslisti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi klár Kjördæmaráð Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi samþykkti í kvöld einróma framboðsliðsta flokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Kjördæmaþing flokksins stendur yfir í húsi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 17.1.2013 19:43
36 félagasamtök hlutu styrk frá Reykjavíkurborg Velferðarráð samþykkti samhljóða á fundi sínum í dag að veita á þessu ári styrki til 36 félagasamtaka, sem starfa á sviði velferðarmála, vegna ársins 2013. Styrkir eru m.a. veittir til þeirra sem starfa að málefnum geðfatlaðra, fatlaðra barna, eldri borgara og utangarðsfólks. 17.1.2013 19:16
Frumvarp um Happdrættisstofu vegur að friðhelgi einkalífs Frumvarp innanríkisráðherra um Happdrættisstofu vegur að viðskiptafrelsi og friðhelgi einkalífsins. Þetta er mat alþjóðlegrar stofnunar um tjáningar- og upplýsingafrelsi. Þá telur þingmaður frumvarpið geta takmarkað starfsemi hlutabréfasjóða á netinu, og jafnvel netleikja með sitt eigið hagkerfi. 17.1.2013 18:41
Breytingar á tóbakslögum sérsniðnar að þörfum ÁTVR Lögmaður neftóbaksinnflytjanda segir að frumvarp velferðarráðherra um breytingar á tóbakslögum sé sérsniðið að þörfum ÁTVR. Frumvarpið banni sölu á öllu neftóbaki nema því sem ÁTVR framleiðir. 17.1.2013 18:36
Reykjavíkurborg styrkir menningarlífið Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, tilkynnti í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi í dag um styrkveitingar ráðsins árið 2013. Um leið var Tríó Sunnu Gunnlaugs útnefnt Tónlistarhópur Reykjavíkur 2013 og lék það við athöfnina sem styrkþegum var boðið til. 17.1.2013 17:44
Volkswagen og BMW spáð mestum vexti Könnun KMPG sem gerð var meðal hátt settra stjórnenda bílaframleiðslufyrirtækjanna bendir til að Volkswagen og BMW sé líklegust til að auka hlutdeild sína á bílamarkaðnum í heiminum næstu 5 árin. Þetta er fjórtánda árið í röð sem KPMG spyr um 200 stjórnendur í bílafyrirtækjunum að því hvaða fyrirtæki eru líklega til að auka eða tapa hlutdeild á næstu 5 árum. Efst á listanum trónir Volkswagen, en 81% þeirra hafa trú á vexti þess, 3% að hún muni minnka og 16% að hún muni standi í stað. Í öðru sæti er BMW með 70% trú á vexti og 5% trú á minnkun. Er þetta fyrsta skiptið sem BMW nær svo hátt á listanum. Athygli vekur að neðstu fyrirtækin á listanum er japönsku framleiðendurnir Suzuki, Mazda, Mitsubishi og Subaru. Allt aðra sögu er að segja af Toyota, en það er í fjórða sæti. 17.1.2013 17:06
Vatnsvél orsök eldsvoða í Glerárskóla Neytendastofa vill brýna fyrir almenningi að fjarlægja og taka strax úr umferð vatnsvélar frá Champ Design CO., Ltd. sem seldar voru í Byko frá mars 2006 til 2010. Rannsókn á bruna sem varð í Glerárskóla á Akureyri 14. janúar síðastliðinn leiddi í ljós að eldsupptök voru út frá vatnsvél frá Byko. 17.1.2013 16:55
Hótaði saksóknara: "Bíddu bara, eftir sjö daga þegar ég losna“ Hæstiréttur Íslands þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni, fæddum 1979, sem var dæmdur fyrir brot gegn valdstjórn, en hann hótaði meðal annars aðstoðarsaksóknara ofbeldi í mars árið 2011 með því að benda á hana og segja: 17.1.2013 16:50
Hlífar Vatnar í sextán ára fangelsi fyrir morð Hæstiréttur staðfesti í dag sextán ára fangelsisdóm yfir Hlífari Vatnari Stefánssyni sem varð Þóru Eyjalín Gísladóttur að bana í heimahúsi í Hafnarfirði í byrjun febrúar, á síðasta ári. 17.1.2013 16:22
Staðfesti fjórtán ára fangelsisdóm yfir Guðgeiri Hæstiréttur staðfesti í dag fjórtán ára fangelsisdóm yfir Guðgeiri Guðmundssyni, sem dæmdur var fyrir morðtilraun, sem átti sér stað á lögmannsstofu í mars síðastliðnum. Guðgeir réðst þá á Skúla Sigurz, framkvæmdastjóra lögmannsstofunnar, og stakk hann ítrekað. Þá stakk hann Guðna Bergsson lögmann í lærið þegar hann ætlaði að koma Skúla til bjargar. Auk fjórtán ára fangelsis var Guðni dæmdur til að greiða Skúla þrjár milljónir í miskabætur og Guðna 800 þúsund. 17.1.2013 16:14
Gíslar og ódæðismenn féllu í aðgerðum Alsírshers Alls létust 34 gíslar í áhlaupi alsírska hersins á gasvinnslustöðina þar sem herskáir íslamistar hafa haldið tugum manns frá því í gær. Alsírskir fjölmiðla fullyrða að 15 íslamistar hafi fallið í aðgerðunum og að hermenn hafi frelsað fjóra gísla úr haldi. 17.1.2013 14:38
Björguðu 600 köttum frá því að verða étnir Dýraverndunarsinnar björguðu hátt í sex hundruð köttum frá því að lenda á matardiskum í suðurhluta Kína fyrr í vikunni. 17.1.2013 14:18
Úlpuþjófurinn gómaður - reyndist búa á höfuðborgarsvæðinu Úlpunum, sem stolið var úr fatahengi í anddyri Fjölbrautaskóla Suðurlands síðastliðinn föstudagsmorgun, eru komnar í leitirnar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi. 17.1.2013 13:42
Kauptu þér kærustu á Facebook Einhleypir notendur Facebook geta nú eignast kærustur á Facebook með lítilli fyrirhöfn. Þannig geta þeir látið líta út fyrir að þeir séu í sambandi og forðast nærgöngular spurningar vina og ættingja um það hvers vegna þeir séu ekki gengnir út. 17.1.2013 13:38
Æfa viðbrögð við sjóslysi í Landeyjahöfn Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og aðrir samstarfsaðilar æfa í dag viðbrögð við miklu sjóslysi á suðvesturströnd Íslands. Á æfingunni er tekist á við þá sviðsmynd að ferjan Herjólfur hlekkist á við innsiglinguna í Landeyjahöfn með nokkur hundruð farþega um borð. 17.1.2013 13:33
Spáð stormi í kvöld Í kvöld er spáð er Suðaustan stormi um landið sunnan- og suðvestanvert. 17.1.2013 13:27