Innlent

Flippað á fimleikaæfingu

Fimleikafólk úr Ármanni hefur birt myndband af ótrúlegum tilþrifum eins liðsmanna sinna, Jóns Sigurðar Gunnarssonar. Jón Sigurður sveiflar sér þá í hringi á slá og spyrnir knetti langa vegalengd ofan í körfu, fjórum sinnum í röð.

Myndbandið hefur farið sem eldur í sinu á samskiptamiðlinum Facebook í dag. Tilþrifin eru það ótrúleg að spurning vaknar hvort um brögð séu í tafli. Fjölmörg sambærilega myndbönd hafa birst á veraldarvefnum undanfarin misseri þar sem síðar hefur komið í ljós að myndbandið var falsað.

Í samtali við Mbl.is þvertekur Jón Sigurður þó fyrir það að brögð séu í tafli. „Í fyrsta skiptið þegar ég náði þessu þá var ég frekar hissa."

Tilþrifin ótrúlegu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×