Fleiri fréttir

Skoda nálgast milljón bíla á ári

Tékkneski bílaframleiðandinn Skoda seldi 939.200 bíla á síðasta ári og búast má við að takmarkinu um milljón bíla sölu náist á þessu ári. Skoda jók söluna um 6,8% í fyrra og ef sami vöxtur kemur til á þessu ári nær Skoda markmiði sínu. Ekki ætti að saka að bráðlega mun Skoda kynna nýja kynslóð af vinsælasta bíl sínum, hérlendis sem annarsstaðar, Skoda Octavia. Octavia seldist í 410.000 eintökum í fyrra. Næstsöluhæsta bílgerð Skoda var Fabia með 240.000 eintök, þá Superb með 109.000, Yeti 87.000, Roomster 38.000, Rapid 25.000 og Citigo með 30.000 eintök en sá bíll kom nýr á seinni hluta ársins. Til marks um góðan árangur Skoda á síðasta ári þá var 3% vöxtur í sölu Skoda bíla í vesturhluta Evrópu þó svo að um verulega minnkun heildarsölu þar hafi verið að ræða. Sterkast eini markaður Skoda er þó í Kína, en þar seldi Skoda 236.000 bíla og jókst salan um 7,1%. Sala Skoda bíla í Bretlandi jókst um 17,6% og metsala var einnig í Austurríku, Sviss og Danmörku. Á Íslandi seldust 689 Skoda bílar í fyrra sem var 8,7% af bílasölumarkaðinum og líklega hæsta markaðshlutdeildin utan heimalandsins Tékklandi. Salan jókst um 48% frá 2011.

Hjálpuðu útigangsmanni og gáfu honum samloku

Lögreglan kom útigangsmanni til hjálpar snemma í morgun, en sá lá kaldur og hrakinn á bekk á Austurvelli. Hann reyndist talsvert ölvaður og var fluttur á lögreglustöð þar sem hann fékk gistingu í hlýjum klefa og samloku að borða.

Aston Martin 100 ára

Breski lúxusbílaframleiðandinn Aston Martin er 100 ára í ár og heldur uppá afmælið meðal annars með afmælisútgáfum af flestum sínum bílgerðum. Framleiddir verða 100 bílar af hverri gerð Vantage, DB9, Rapide og Vanquish í sérstakri afmælisútgáfu. Bílarnir verða merktir í númararöð og í hverjum bíl verður skjöldur sem tiltekur raðnúmer hans. Bílarnir fá sérstakt lakk og að innan verða þeir með svipaða leðurinnréttingu og er í Aston Martin One-77 Volante, með stöguðu leðri og silfurtvinna. Að öðru leiti er bílarnir eins og hefðbundnu bílgerðirnar. Bílunum fylgja allrahanda smágjafir, svo sem tvö Bang & Olufssen heyrnatól, tveir bíllyklar úr gleri, ermahnappar, pennar úr silfri og fleira glingur sem allt er merkt Aston Martin. Vafalaust höfða þessir bílar til margs efnameira fólks og bílasafnara en fyrir þá þarf að greiða meira en fyrir venjulega Aston Martin bíla. Lionel Martin og Robert Bamfors stofnuðu Bamford og Martin árið 1913, en nafnið breyttist í Aston Martin ári seinna eftir sigur bíls þeirra í Aston Clinton Hillclimb klifurkeppninni.

Vonast til að Vilborg nái á pólinn í dag

Vilborg Arna Gissurardóttir nær að öllum líkindum langþráðu takmarki sínu í dag að vera fyrsti Íslendingurinn sem gengur einn síns liðs á Suðurpólinn samtals um 1140 kílómetra. Vilborg gekk í gær tæplega 20 kílómetra og á því eftir um 18 kílómetra á Pólinn. Hún hefur því að líkindum sofið sína síðustu nótt í göngutjaldinu sem verið hefur hennar næturstaður í hálfan annan mánuð. Vilborg gæti hæglega náð Pólnum um klukkan 15 að staðartíma eða klukkan 18 að íslenskum tíma.

Aldrei fleiri hermenn fyrirfarið sér

Þrátt fyrir mikinn stuðning og ráðgjöf fyrirfóru 349 bandarískir hermenn sér í fyrra, að því er CNN fréttastofan greinir frá. Talið er að þetta sé mesti fjöldi frá því að varnarmálaráðuneytið fór að halda tölur yfir þetta árið 2001. Samkvæmt tölum ráðuneytisins fyrirfóru 349 hermenn sér og verið er að rannsaka hvort 110 andlát í viðbót megi rekja til sjálfsmorða. Í hitteðfyrra fyrirfór 301 hermaður sér og árið á undan voru þeir 298.

Tekinn á ótryggðum bíl með stolnum númeraplötum

Þegar lögreglulmenn stöðvuðu ökumann á Barónstígnum i Reykjavík í gærkvöldi þar sem ljósin voru í ólagi, kom í ljós á númerin á bílnum voru stolin af öðrum bíl. Auk þess var bíllinn ótryggður og eigandinn var ekki með ökuskírteinið á sér. Stolnu númerin voru klippt af bílnum og hann kyrrsettur.

Gíslarnir í Alsír neyddir til að setja á sig sprengjubelti

Einn af frönsku gíslunum í Amenas gasvinnslustöðinni í Alsír segir að íslamistarnir sem hafa þar rúmlega 40 manns í haldi hafi neytt nokkra þeirra til að setja á sig sprengjubelti. Þar að auki hafi sprengjum verið komið fyrir víða í stöðinni.

Konungur rússnesku mafíunnar myrtur

Hinn ókrýndi konungur rússnesku mafíunnar, Aslan Usojan, var myrtur af leyniskyttu fyrir utan veitingahús skammt frá Kreml í Moskvu síðdegis í gær.

Vöktunar á lífríkinu sárt saknað

Þegar ráðist var í framkvæmdir við Snæfellsnesveg um Kolgrafafjörð var lítið vitað um lífríkið í firðinum. Náttúruvernd ríkisins, nú Umhverfisstofnun, mæltist til þess á sínum tíma að lögð yrði fram vöktunaráætlun til að fylgjast með því hvort áhrifin af framkvæmdinni, þverun fjarðarins, yrðu raunverulega þau sem gert var ráð fyrir í mati á umhverfisáhrifum. Það var ekki gert, og stóð aldrei til. Sérfræðingur gagnrýnir hart að framkvæmdum eins og þverun Kolgrafafjarðar skuli ekki vera fylgt eftir með vöktun.

Vilja að mengunarákvæði standi óbreytt næstu árin

Jarðhitafyrirtækin þrjú, Orkuveita Reykjavíkur, Landsvirkjun og HS Orka, hafa óskað eftir því við umhverfisráðherra að gildistöku hertra ákvæða reglugerðar um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti verði frestað til ársins 2020. Reglugerðin var sett árið 2010, meðal annars til að draga úr skaðlegum áhrifum á heilbrigði manna og umhverfið í heild og á að taka gildi um mitt ár 2014.

Júlli harðneitar að yfirgefa Drauminn

"Ég fer bara ekki neitt,“ segir kaupmaðurinn Júlíus Þorbergsson, Júlli í Draumnum, sem býr sig nú undir það að menn á vegum Sýslumannsins í Reykjavík banki upp á hjá honum og beri hann út. Það gæti orðið á allra næstu dögum.

Skoði möguleika á kynferðisbrotalínu

Engin hjálparlína, hvorki í síma né á netinu, er starfrækt hér á landi fyrir þolendur kynferðisbrota. Fólk getur hringt í Neyðarlínuna í 112 eða í hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717 og fengið þaðan samband við viðeigandi aðila.

Bæjarfulltrúar efast um verðmat Ásvalla

„Ég hef vissar áhyggjur af verðmatinu sem lagt er til grundvallar,“ sagði Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði í gær. Þar var ræddur samningur um kaup bæjarins á 20 prósenta hlut Hauka í íþróttamannvirkjum á Ásvöllum.

Auka menntun á vinnumarkaði

Nýju tilraunaverkefni til að hækka menntunarstig á vinnumarkaði verður hleypt af stokkunum í haust. Það verður fjármagnað með afgangsfé úr vinnumarkaðs- og menntunarátaki síðustu tveggja ára. Þetta kynntu Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í gær eftir fund með aðilum vinnumarkaðarins.

Minnst 25 létust þegar hús hrundi

Að minnsta kosti 25 manns eru látnir og 12 alvarlega slasaðir eftir að tólf hæða bygging hrundi í egypska bænum Alexandría. Slysið gerðist að morgni til að staðartíma og björgunarmenn segja að enn fleiri liggi fastir inni í húsarústunum og kalli á hjálp. Einn úr hópi viðbragðsaðila segir við Ritzau fréttastofuna að tekist hafi að bjarga 10 manns út úr húsinu. Alls bjuggu 24 fjölskyldur í umræddu húsi.

Boðar umfangsmiklar breytingar á skotvopnalöggjöfinni

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, kynnti í dag frumvarp um umfangsmestu breytingar á skotvopnalöggjöf sem ráðist hefur verið í á tveimur áratugum. Segja má að með því hafi hann sagt talsmönnum frjálsrar löggjafar stríð á hendur.

Æfðu viðbrögð við snjóflóðum

Árleg snjóflóðaleitaræfing sérsveitar ríkislögreglustjóra fór fram í dag. Þar var æfð notkun snjóflóðaýla, ásamt stangarleit og mat á snjóflóðahættu. Markmið æfingarinnar var að viðhalda þekkingu sveitarinnar við leit og björgun í snjóflóði. Kjöraðstæður voru í dag þar sem nýfallið snjóflóð var í Bláfjöllum, segir í tilkynningu frá lögreglunni. Flóðið var í um það bil 300 metra breitt og hafði farið af stað úr fjallshlíðinni norðan við veginn að húsnæði skíðadeildar Fram.

Níu norskir starfsmenn Statoil teknir í gíslingu

Níu norskir starfsmenn norska olíufélagsins Statoil voru teknir gíslar í Alsír í dag. Fjórir aðrir Norðmenn og einn Kanandamaður eru í öruggu skjóli en fyrr í dag var talið að þeir hefðu líka verið teknir í gíslingu.

Borgar sig ekki að hreinsa ströndina í Kolgrafarfirði

Alls óvíst er hvort það borgi sig að hreinsa sjávarbotninn í Kolgrafarfirði þar sem mikið magn af dauðri síld liggur. Starfsmaður Umhverfisstofnunar skoðaði fjörur Kolgrafarfjarðar síðastliðinn föstudag til að fara yfir stöðuna.

25 milljónir í neyðaraðstoð til Sýrlands

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita tæplega 25 milljónum íslenskra króna til neyðar- og mannúðaraðstoðar á vegum Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi en blóðugt borgarastríð geisar nú í landinu sem talið er hafa kostað sextíu þúsund manns lífið. Þá er Ísland meðal 57 ríkja sem sameiginlega hafa ritað öryggisráði Sameinuðu þjóðanna bréf þar sem formlega er hvatt til þess að ráðið vísi málefnum Sýrlands til Alþjóðasakamáladómstólsins á þeirri forsendu að kerfisbundin mannréttindabrot, sem framin hafi verið í landinu undanfarin tvö ár, kunni að reynast glæpir gegn mannkyni.

Sérsveitin réðst til atlögu við Outlaws

Lögreglan lagði hald á efni til sprengiugerðar, haglabyssu, loftskammbyssu, skotfæri og fíkniefni í aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu í gær gegn Outlaws-vélhjólagenginu.

Börnin í Newtown syngja til þeirra sem eiga um sárt að binda

Grunnskólabörn í Sandy Hook grunnskólanum í Newtown í Connecticut hafa gefið út lag í góðgerðaskyni. Þau vonast til þess að lagið hjálpi þeim sem eiga um sárt að binda eftir skotárásina 15. desember þar sem 20 grunnskólabörn létu lífið.

NRA beinir sjónum sínum að börnum Obama

Skotvopnasamtök Bandaríkjanna (e. National Rifle Association - NRA) kalla Barack Obama Bandaríkjaforseta hræsnara í nýrri auglýsingu sem birt hefur verið á vefsíðu á vegum samtakanna.

Haukamálið rætt á bæjarstjórnarfundi í dag - segir ákvörðunina löglega

"Samkomulagið er til eins árs í senn og er háð fjárhagsáætlun hvers árs,“ segir Gunnar Axel Axelsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, spurður hvort skuldbinding bæjarráðs sem var samþykkt fyrir skömmu, um að Hafnarfjarðarbær keypti fimmtungshlut í íþróttamiðstöðinni á Ásvöllum, stangaðist á við sveitarstjórnarlög eins og haldið var fram í Fjarðarpóstinum fyrir um viku síðan.

Allt gert til að halda í hjúkrunarfræðingana

"Við erum að gera allt sem hægt er að gera til þess að sem flestir af þessum einstaklingum snúi til baka," segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala, um þá hjúkrunarfræðinga sem hafa sagt upp störfum.

Bílaframleiðendur flýja Íran

Hver bílaframleiðandinn á fætur öðrum flýr nú Íran og ástæðan sú að þeir vilja ekki tengja nafn sitt við ríki sem ógnar heiminum með kjarnorkutilraunum sínum sem enginn veit í hvaða tilgangi er. Síðustu bílaframleiðendurnir til að draga sölu sín frá Íran eru lúxusbílaframleiðendurnir Lamborghini og Maserati. Áður hafa Daimler-Benz, Toyota, Porsche, Hyundai, Fiat og PSA Peugeot-Citroen dregið sig út úr landinu og selja ekki bíla sína þar. Það þrengir því að bílakostum þeim er íbúar Íran geta valið um og aldrei að vita hvort allir aðrir framleiðendur fygli í kjölfarið.

Vafi á lögmæti vegna björgunar Hauka

Vafi er á því hvort Hafnarfjarðarbæ sé heimilt að kaupa fimmtungshlut Hauka í íþróttamiðstöðinni á Ásvöllum fyrir 271 milljón króna. Þetta kemur fram í úttekt í hafnfirska blaðinu Fjarðarpóstinum í dag.

Rýna þarf í reglur um þyrluflug

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að skoða þurfti reglur um þyrluflug í London. Tveir létust og þrettán slösuðust í þyrsluslysi í borginni í morgun.

Koma á Ofbeldisvarnaráði á fót

Tæplega 70 prósent stúlkna sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi eru oft eða nær alltaf einmana. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fimmtán tillögum sem UNICEF á Íslandi hefur unnið að undanfarna mánuði um leiðir til að minnka ofbeldi gegn börnum.

Týndir þú hring?

Hringur er í óskilum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

ESA rannsakar meinta ríkisaðstoð við gagnaver

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að hefja formlega rannsókn á ríkisaðstoð í tengslum við breytingar á lögum um virðisaukaskatt sem varða viðskiptavini gagnavera á Íslandi. Lagabreytingarnar voru tilkynntar til ESA þann 2. september 2011. Þær höfðu þá þegar öðlast gildi. Eftirfarandi breytingar voru gerðar á lögunum:

HR fær 230 milljóna styrk frá ESB

Rannsóknarmiðstöð Háskólans Í Reykjavík í nýsköpun og frumkvöðlafræðum hefur hlotið 230 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu. Þetta kemur fram á heimasíðu HR.

Réttargæslumaður gagnrýnir kynferðisbrotadeildina harkalega

"Ég á ekki til orð yfir þetta," segir Helga Leifsdóttir, réttargæslumaður konu á þrítugsaldri, en tvær helstu meginástæður þess að karlmaður var sýknaður af kynferðisbroti gagnvart skjólstæðingi hennar í Héraðsdómi Reykjaness á dögunum, var annarsvegar vegna þess að meint fórnarlambið fór úr að ofan eftir að maðurinn hafði þuklað á henni, og svo að ummæli þess sem var ákærður fyrir brotið, um að hann vissi að hann hefði gert eitthvað rangt, voru ekki tekin gild vegna lélegra yfirheyrslu lögreglunnar.

Tilgangslaust að banna munntóbak ef reykingar eru leyfðar

Yfirlæknir og lækningaforstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telja að lítill sem enginn ávinningur sé af því að banna munntóbak á meðan enn sé hægt að kaupa sígarettur og annað reyktóbak á markaðnum. Þetta kemur fram í umsögn þeirra um frumvarp velferðarráðherra um bann við sölu skrotóbaks.

Renault og Fiat segja upp starfsfólki

Renault áformar að segja upp 7.500 starfsmönnum í bílaverksmiðjum í heimalandinu fyrir árið 2016. Sú aðgerð á að duga til að koma fyrirtækinu á núllpunkt í rekstri, en mikið tap hefur verið á rekstri Renault undanfarið. Renault er nauðugur einn kostur en við blasir að árið í ár verði sjötta árið í röð þar sem bílasala í Evrópu minnkar. Gangi þessi niðurskurður eftir nemur hann 14% af starfsfólki Renault í Frakklandi í dag en 128.000 vinna fyrir Renault um allan heim. Ekki stendur til að loka neinni af verksmiðjum Renault. Fiat hefur einnig biðlað til itölsku ríkisstjórnarinnar um heimild til að skera umtalsvert niður í bílaverksmiðjunni í Melfi á næstu tveimurn árum svo undirbúa megi hana fyrir smíði margra nýrra bíla sem Fiat mun kynna til ársins 2016. Fiat samstæðan áætlar að kynna 19 nýja bíla til ársins 2016, þar af 9 Alfa Romeo og 6 Maserati bíla. Áætlanir Fiat ganga út það af framleiða 2 milljónir bíla í Evrópu árið 2016, en þeir voru aðeins 1,25 milljón í fyrra. Fiat hefur ekki selt eins fá bíla og það gerði í fyrra frá árinu 1979.

Sjá næstu 50 fréttir