Innlent

Staðfesti fjórtán ára fangelsisdóm yfir Guðgeiri

Guðgeir Guðmundsson mun þurfa að afplána fjórtán ára fangelsisdóm.
Guðgeir Guðmundsson mun þurfa að afplána fjórtán ára fangelsisdóm.
Hæstiréttur staðfesti í dag fjórtán ára fangelsisdóm yfir Guðgeiri Guðmundssyni, sem dæmdur var fyrir morðtilraun, sem átti sér stað á lögmannsstofu í mars síðastliðnum. Guðgeir réðst þá á Skúla Sigurz, framkvæmdastjóra lögmannsstofunnar, og stakk hann ítrekað. Þá stakk hann Guðna Bergsson lögmann í lærið þegar hann ætlaði að koma Skúla til bjargar. Auk fjórtán ára fangelsis var Guðgeir dæmdur til að greiða Skúla þrjár milljónir í miskabætur og Guðna 800 þúsund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×