Innlent

Vatnsvél orsök eldsvoða í Glerárskóla

Vatnsvélin hættulega sem um ræðir.
Vatnsvélin hættulega sem um ræðir.
Neytendastofa vill brýna fyrir almenningi að fjarlægja og taka strax úr umferð vatnsvélar frá Champ Design CO., Ltd. sem seldar voru í Byko frá mars 2006 til 2010. Rannsókn á bruna sem varð í Glerárskóla á Akureyri 14. janúar síðastliðinn leiddi í ljós að eldsupptök voru út frá vatnsvél frá Byko.

Við nánari skoðun hefur komið í ljós að fleiri tilvik hafa verið tilkynnt á undanförnum tveimur árum um eldsvoða sem hafa orðið af völdum vatnsvéla eða í alls sex öðrum tilvikum

Í mars 2012 voru umræddar vatnsvélar innkallaðar af Byko. Frá þeim tíma hafa þrír brunar verið tilkynntir í grunnskóla, leikskóla og um borð í skipi. Neytendastofu hefur í dag borist tilkynning frá Byko um að enn séu 150 vatnsvélar af þessari tegund sem ætla má að enn séu í notkun. Byko tekur fram að fyrirtækið muni senda bréf til viðskiptavina en upplýst er að fyrirtækinu vantar upplýsingar um 14 notendur.

Neytendastofa telur að alvarleg hætta stafi af af þessari vöru og því brýnt að eigendur aftengi vélarnar þegar í stað og leiti til næstu verslunar Byko. Neytendastofa mun áfram vinna að nánari rannsókn málsins og fylgjast með aðgerðum sem gerðar verða af hálfu fyrirtækisins.


Tengdar fréttir

Öryggisvörðurinn fékk reykeitrun

Töluverður eldur kom upp í Glerárskóla á Akureyri síðdegis en það var öryggisvörður frá Securitas sem kallaði eftir aðstoð slökkviliðs þegar hann varð var við eld í byggingunni. Hafði hann reynt að leggja til atlögu við eldinn með handslökkvitæki en varð frá að hverfa vegna reyks. Eldurinn var í kaffistofu starfsmanna og fór mikill reykur álmuna. Tveir reykkafarar voru sendir inn og gekk greiðlega að slökkvaeldinn. Skólinn var reykræstur og lauk því um klukkan hálf átta í kvöld. Öryggisvörðurinn fór á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Talið er að eldurinn hafi kviknað í út frá raftæki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×