Innlent

Beðið eftir Vilborgu

Engar fréttir hafa enn borist af gönguskíðakonunni Vilborgu Örnu Gissurardóttur á lokadegi göngu hennar á Suðurpólinn.

Elín Sveinsdóttir, sem hefur verið Vilborgu Örnu innan handar hér á landi á meðan á göngu Vilborgar hefur staðið, sagði í samtali við Vísi í kvöld að ekki væri tilefni til þess að hafa áhyggjur. Töluverður dagamunur væri á færinu og Vilborg væri ekki búin að kveikja á farsíma sínum.

Vilborg kveikir alla jafna ekki á síma sínum fyrr en hún hefur lokið daglegri göngu sinni sem alla jafna hefur verið um 20 kílómetrar.

Reiknað hafði verið með því að göngu Vilborgar myndi ljúka um kvöldmatarleytið í dag. Vísir mun flytja fréttir af komu Vilborgar á pólinn um leið og þær berast. Þá verða 1140 kílómetrar að baki hjá Vilborgu en ganga hennar hefur staðið yfir í sextíu daga.

Þeir sem vilja fylgjast með gangi mála á Suðurpólnum er bent á vefmyndavél af svæðinu sem uppfærir sig á um mínútu fresti. Hana má nálgast með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×