Innlent

Lögregla greip dópsala í miðjum viðskiptum

Lögregla greip dópsala og viðskiptavin hans glóðvolga í gærkvöldi. Sölumaðurinn hafði lagt bíl sínum við hraðbanka og var viðskiptavinurinn að taka þar út peninga til kaupanna, þegar lögreglu bar að.

Fíkniefni í smásöluskömmtum fundust við leit í bílnum. Mönnunum var sleppt að skýrslutöku lokinni, en mál dópsalans heldur áfram í kerfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×