Innlent

Mýflug fór í sex sjúkraflug

Úr sjúkraflugi Mýflugs.
Úr sjúkraflugi Mýflugs. Mynd/ Vefsíða Mýflugs
Sjúkraflugvélar Mýflugs fóru í sex sjúkraflug í gær, sem er óvenju mikið. Um tíma þurfti að nota tvær flugvélar til að sinna beiðnum um flug.

Flogið var til margra satða og voru allir sjúklingarnir fluttir til Reykjavíkur og lagðir inn á Landsspítalann.

Það voru líka óvenju miklar annir hjá sjúkarbílum, sem fluttu á annað hundrað sjúklinga í gær. Í sumum þeirra tilvika var verið að flytja sjúklinga á milli sjúkrastofnana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×