Síldargrúturinn ógn við þúsundir fugla Svavar Hávarðsson skrifar 18. janúar 2013 06:00 Mávar eru langalgengastir en ernir og fálkar sjást einnig, ásamt gulönd, æðarkóngi og silkitoppu. fréttablaðið/valli Fjöldi fugla við Breiðafjörð er með ólíkindum. Þúsundir fugla hafast við í firðinum og graðga í sig síld, lifandi og dauða. Fugli er hætta búin vegna mengunar í Kolgrafafirði á næstu vikum og mánuðum. Sérfræðingar funda um aðgerðir. Ætisframboð við sunnanverðan Breiðafjörð er þess valdandi að fuglar af fjölmörgum tegundum sækja þangað í tugþúsunda vís. Í fuglatalningu í síðustu viku kom í ljós að fjöldi einstakra tegunda hefur þúsundfaldast frá árunum eftir aldamót. Helst sækir fuglinn í lifandi og dauða síld, sem nú rotnar í Kolgrafafirði. Náttúrustofa Vesturlands hyggst kalla saman sérfræðinga til að ræða mögulegar aðgerðir, enda hætta á því að grútur úr dauðu síldinni verði fugli að aldurtila. Árleg talning vetrarfugla við norðanvert Snæfellsnes, sem er hluti af landstalningu Náttúrufræðistofnunar, fór fram í síðustu viku. Talið var á hefðbundnum talningasvæðum með ströndinni og var fuglafjöldinn hreint ótrúlegur, eins og kemur fram í samantekt Róberts A. Stefánssonar, forstöðumanns Náttúrustofu Vesturlands. Töldust 52.569 fuglar af 39 tegundum eða 64% fleiri fuglar en á síðasta ári, sem þó var metár. Í greiningu Róberts kemur fram að mikið og fjölbreytt æti er ástæða fuglamergðarinnar – og er lifandi síld á svæðinu frá Grundarfirði og að Stykkishólmi, og dauð rotnandi síld í Kolgrafafirði helst að nefna. Eins og kunnugt er drápust 30 þúsund tonn af síld í firðinum í desember og er tekin að rotna með tilheyrandi grútarmengun. „Í ljósi þess gríðarlega fjölda fugla sem heldur sig í nágrenni við rotnandi síldina er raunveruleg hætta á að þúsundir fugla fái grút í fiðrið, geti lent í alvarlegum vanda og í versta falli drepist á næstu vikum og mánuðum," segir Róbert. Vegna þessa ætlar Náttúrustofa Vesturlands að kalla saman sérfræðinga til að ræða skref til að undirbúa mögulegar aðgerðir. Eins beinir Náttúrustofan því til vegfarenda um þessi svæði að hafa augun opin fyrir fuglum í vanda og tilkynna um slíkt, og skotveiðimenn eru hvattir til að nýta sér ekki tækifærið sem í fuglamergðinni felst. Fuglarnir í firðinum gegni mikilvægu hreinsunarstarfi og séu lykilþáttur til að draga úr umhverfismenguninni sem er fyrirsjáanleg. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira
Fjöldi fugla við Breiðafjörð er með ólíkindum. Þúsundir fugla hafast við í firðinum og graðga í sig síld, lifandi og dauða. Fugli er hætta búin vegna mengunar í Kolgrafafirði á næstu vikum og mánuðum. Sérfræðingar funda um aðgerðir. Ætisframboð við sunnanverðan Breiðafjörð er þess valdandi að fuglar af fjölmörgum tegundum sækja þangað í tugþúsunda vís. Í fuglatalningu í síðustu viku kom í ljós að fjöldi einstakra tegunda hefur þúsundfaldast frá árunum eftir aldamót. Helst sækir fuglinn í lifandi og dauða síld, sem nú rotnar í Kolgrafafirði. Náttúrustofa Vesturlands hyggst kalla saman sérfræðinga til að ræða mögulegar aðgerðir, enda hætta á því að grútur úr dauðu síldinni verði fugli að aldurtila. Árleg talning vetrarfugla við norðanvert Snæfellsnes, sem er hluti af landstalningu Náttúrufræðistofnunar, fór fram í síðustu viku. Talið var á hefðbundnum talningasvæðum með ströndinni og var fuglafjöldinn hreint ótrúlegur, eins og kemur fram í samantekt Róberts A. Stefánssonar, forstöðumanns Náttúrustofu Vesturlands. Töldust 52.569 fuglar af 39 tegundum eða 64% fleiri fuglar en á síðasta ári, sem þó var metár. Í greiningu Róberts kemur fram að mikið og fjölbreytt æti er ástæða fuglamergðarinnar – og er lifandi síld á svæðinu frá Grundarfirði og að Stykkishólmi, og dauð rotnandi síld í Kolgrafafirði helst að nefna. Eins og kunnugt er drápust 30 þúsund tonn af síld í firðinum í desember og er tekin að rotna með tilheyrandi grútarmengun. „Í ljósi þess gríðarlega fjölda fugla sem heldur sig í nágrenni við rotnandi síldina er raunveruleg hætta á að þúsundir fugla fái grút í fiðrið, geti lent í alvarlegum vanda og í versta falli drepist á næstu vikum og mánuðum," segir Róbert. Vegna þessa ætlar Náttúrustofa Vesturlands að kalla saman sérfræðinga til að ræða skref til að undirbúa mögulegar aðgerðir. Eins beinir Náttúrustofan því til vegfarenda um þessi svæði að hafa augun opin fyrir fuglum í vanda og tilkynna um slíkt, og skotveiðimenn eru hvattir til að nýta sér ekki tækifærið sem í fuglamergðinni felst. Fuglarnir í firðinum gegni mikilvægu hreinsunarstarfi og séu lykilþáttur til að draga úr umhverfismenguninni sem er fyrirsjáanleg.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira