Síldargrúturinn ógn við þúsundir fugla Svavar Hávarðsson skrifar 18. janúar 2013 06:00 Mávar eru langalgengastir en ernir og fálkar sjást einnig, ásamt gulönd, æðarkóngi og silkitoppu. fréttablaðið/valli Fjöldi fugla við Breiðafjörð er með ólíkindum. Þúsundir fugla hafast við í firðinum og graðga í sig síld, lifandi og dauða. Fugli er hætta búin vegna mengunar í Kolgrafafirði á næstu vikum og mánuðum. Sérfræðingar funda um aðgerðir. Ætisframboð við sunnanverðan Breiðafjörð er þess valdandi að fuglar af fjölmörgum tegundum sækja þangað í tugþúsunda vís. Í fuglatalningu í síðustu viku kom í ljós að fjöldi einstakra tegunda hefur þúsundfaldast frá árunum eftir aldamót. Helst sækir fuglinn í lifandi og dauða síld, sem nú rotnar í Kolgrafafirði. Náttúrustofa Vesturlands hyggst kalla saman sérfræðinga til að ræða mögulegar aðgerðir, enda hætta á því að grútur úr dauðu síldinni verði fugli að aldurtila. Árleg talning vetrarfugla við norðanvert Snæfellsnes, sem er hluti af landstalningu Náttúrufræðistofnunar, fór fram í síðustu viku. Talið var á hefðbundnum talningasvæðum með ströndinni og var fuglafjöldinn hreint ótrúlegur, eins og kemur fram í samantekt Róberts A. Stefánssonar, forstöðumanns Náttúrustofu Vesturlands. Töldust 52.569 fuglar af 39 tegundum eða 64% fleiri fuglar en á síðasta ári, sem þó var metár. Í greiningu Róberts kemur fram að mikið og fjölbreytt æti er ástæða fuglamergðarinnar – og er lifandi síld á svæðinu frá Grundarfirði og að Stykkishólmi, og dauð rotnandi síld í Kolgrafafirði helst að nefna. Eins og kunnugt er drápust 30 þúsund tonn af síld í firðinum í desember og er tekin að rotna með tilheyrandi grútarmengun. „Í ljósi þess gríðarlega fjölda fugla sem heldur sig í nágrenni við rotnandi síldina er raunveruleg hætta á að þúsundir fugla fái grút í fiðrið, geti lent í alvarlegum vanda og í versta falli drepist á næstu vikum og mánuðum," segir Róbert. Vegna þessa ætlar Náttúrustofa Vesturlands að kalla saman sérfræðinga til að ræða skref til að undirbúa mögulegar aðgerðir. Eins beinir Náttúrustofan því til vegfarenda um þessi svæði að hafa augun opin fyrir fuglum í vanda og tilkynna um slíkt, og skotveiðimenn eru hvattir til að nýta sér ekki tækifærið sem í fuglamergðinni felst. Fuglarnir í firðinum gegni mikilvægu hreinsunarstarfi og séu lykilþáttur til að draga úr umhverfismenguninni sem er fyrirsjáanleg. Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Fjöldi fugla við Breiðafjörð er með ólíkindum. Þúsundir fugla hafast við í firðinum og graðga í sig síld, lifandi og dauða. Fugli er hætta búin vegna mengunar í Kolgrafafirði á næstu vikum og mánuðum. Sérfræðingar funda um aðgerðir. Ætisframboð við sunnanverðan Breiðafjörð er þess valdandi að fuglar af fjölmörgum tegundum sækja þangað í tugþúsunda vís. Í fuglatalningu í síðustu viku kom í ljós að fjöldi einstakra tegunda hefur þúsundfaldast frá árunum eftir aldamót. Helst sækir fuglinn í lifandi og dauða síld, sem nú rotnar í Kolgrafafirði. Náttúrustofa Vesturlands hyggst kalla saman sérfræðinga til að ræða mögulegar aðgerðir, enda hætta á því að grútur úr dauðu síldinni verði fugli að aldurtila. Árleg talning vetrarfugla við norðanvert Snæfellsnes, sem er hluti af landstalningu Náttúrufræðistofnunar, fór fram í síðustu viku. Talið var á hefðbundnum talningasvæðum með ströndinni og var fuglafjöldinn hreint ótrúlegur, eins og kemur fram í samantekt Róberts A. Stefánssonar, forstöðumanns Náttúrustofu Vesturlands. Töldust 52.569 fuglar af 39 tegundum eða 64% fleiri fuglar en á síðasta ári, sem þó var metár. Í greiningu Róberts kemur fram að mikið og fjölbreytt æti er ástæða fuglamergðarinnar – og er lifandi síld á svæðinu frá Grundarfirði og að Stykkishólmi, og dauð rotnandi síld í Kolgrafafirði helst að nefna. Eins og kunnugt er drápust 30 þúsund tonn af síld í firðinum í desember og er tekin að rotna með tilheyrandi grútarmengun. „Í ljósi þess gríðarlega fjölda fugla sem heldur sig í nágrenni við rotnandi síldina er raunveruleg hætta á að þúsundir fugla fái grút í fiðrið, geti lent í alvarlegum vanda og í versta falli drepist á næstu vikum og mánuðum," segir Róbert. Vegna þessa ætlar Náttúrustofa Vesturlands að kalla saman sérfræðinga til að ræða skref til að undirbúa mögulegar aðgerðir. Eins beinir Náttúrustofan því til vegfarenda um þessi svæði að hafa augun opin fyrir fuglum í vanda og tilkynna um slíkt, og skotveiðimenn eru hvattir til að nýta sér ekki tækifærið sem í fuglamergðinni felst. Fuglarnir í firðinum gegni mikilvægu hreinsunarstarfi og séu lykilþáttur til að draga úr umhverfismenguninni sem er fyrirsjáanleg.
Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira