Fleiri fréttir Grafalvarlegt að hafna frestun á gildistöku nýrra barnalaga Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir það grafalvarlegt að Alþingi hafi hafnað frestun á gildistöku nýrra barnalaga. Óvænt tíðindi urðu á Alþingi í gær þegar þrjár tillögur frá stjórnarandstöðuþingmönnum voru samþykktar þvert á vilja ríkisstjórnarinnar. Um tíma var búið að samþykkja lög sem aldrei áttu að taka gildi. 22.12.2012 18:37 Páfinn náðaði bryta sinn Benedikt sextándi páfi náðaði í dag fyrrverandi bryta sinn, Paolo Gabriele, sem var dæmdur í átján mánaða fangelsi í október síðastliðnum fyrir að koma leynilegum minnisblöðum til fjölmiðla. 22.12.2012 17:06 Enginn jólasnjór Ljóst er að jólin á höfuðborgarsvæðinu og suðvestanlands verða rauð í ár því engin snjór er í kortunum hjá Veðurstofu Íslands næstu daga. Á morgun Þorláksmessu er búist við austlægum áttum, víða 10 til 15 metrar á sekúndu með suðausturströndinni framan af degi og norðlægari vindur undir kvöld. 22.12.2012 17:03 Tvær milljónir farþega á árinu Icelandair flutti í dag 2 milljónasta farþegann á árinu. Farþeginn reyndist vera Þórunn Anna Karlsdóttir, sem var á leið til Boston, með flugi Icelandair FI631, sem fór frá Keflavíkurflugvelli kl. 17.00 síðdegis. Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair afhenti henni glaðning við innritun í flugið; blómvönd og tvær milljónir vildarpunkta Saga Club. 22.12.2012 17:01 Nauðguðu konu í strætó og hentu henni út á ferð Táragasi og vatnsbyssum hefur verið beitt á mótmælendur í Dehli á Indlandi sem hafa síðustu daga krafist réttlætis í hryllilegu nauðgunarmáli sem kom upp síðustu helgi. 22.12.2012 14:37 Konan farin úr landi Konan, sem Matthías Máni Erlingsson var dæmdur fyrir að ráðast á, er farin úr landi með börnum sínum. Þetta staðfestir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að Matthías Máni hafi hótað konunni lífláti rétt áður en hann braust út. Hann segir jafnframt að konan hafi farið úr landi að eigin frumkvæði en ekki frumkvæði lögreglunnar. Þá segir Arnar að fjölskylda Matthíasar Mána líði mjög illa yfir stroki hans og vilji fá hann í öruggt skjól fyrir jólin. 22.12.2012 13:54 Fjórum styrkjum úr Minningarsjóði Sissu úthlutað í dag Fjórum styrkjum úr Minningarsjóði Sigrúnar Mjallar Jóhannesdóttur, alls að upphæð 900 þúsund krónur, var úthlutað klukkan eitt í dag. Hæsta styrkinn fær Meðferðarheimilið að Laugalandi, eða um 350 þúsund krónur. 22.12.2012 13:42 "Ríkisstjórnin búin - ekki með tryggan meirihluta" Skattalækkunartillögur stjórnarandstöðunnar á taubleyjum og smokkum og voru óvænt samþykktar á Alþingi í gær þvert á vilja ríkisstjórnarinnar. Hlé var gert á atkvæðagreiðslum þegar í ljós kom að ekki voru nægilegar margir stjórnarliðar í þinghúsinu. Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokk segir þetta táknræmt fyrir stöðu ríkisstjórnarinnar sem hafi lengur meirihluta fyrir eigin tillögum. 22.12.2012 12:08 Leitin að Matthíasi Mána: Tveir menn handteknir í nótt Tveir karlmenn voru handteknir í nótt í tengslum við strok Matthíasar Mána af Litla-Hrauni. Þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum. Lögreglan er engu nær um hvar strokufangann er að finna. 22.12.2012 11:30 Lilja ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri: "Það var aldrei ætlun mín að gerast stjórnmálamaður" Lilja Mósesdóttir alþingismaður ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi við þingkosningarnar í vor. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í morgun. Þar segir hún að hún hafi ekki fengið þann stuðning sem hún þurfti síðastliðið haust. 22.12.2012 10:29 Kom að þjófum í íbúð sinni Húsráðandi við Kapellustíg í Reykjavík kom að tveimur þjófum í íbúð sinni þegar hann kom heim um áttaleytið í gærkvöldi. 22.12.2012 10:15 Kastaði hnífi í átt að lögreglumönnum Karlmaður vopnaður hnífi réðst að lögreglumönnum um kvöldmatarleytið í gær við Bríetartún í Reykjavík. Hann ógnaði fyrst lögreglumönnum sem voru inni í bíl. 22.12.2012 10:13 Þurftu að brjóta sér leið inn á stúdentagarðana Í ljós kom að pottur hafði gleymst á eldavél. 22.12.2012 10:08 Alþingismenn fóru í jólafrí klukkan þrjú í nótt Alþingi lauk störfum fyrir jólafrí klukkan fimm mínútur yfir þrjú í nótt þegar þingfundi var slitið. Sautján lagafrumvörp voru afgreidd á maraþonfundi sem stóð í nærri sautján klukkustundir. 22.12.2012 10:06 Neitaði að gefa upp persónuupplýsingar Rúmlega tvítugur maður var handtekinn í nótt á Reykjanesbrautinni en hann ók ölvaður og var án ökuréttinda. 22.12.2012 10:03 Féll af 3. hæð á Akureyri - Snjóskaflinn bjargaði lífi hennar Tvítug stúlka hrapaði niður af svölum þriðju hæðar fjölbýlishúss á Akureyri á sjötta tímanum í nótt en svo heppilega vildi til að hún lenti í snjóskafli og varð ekki meint af. 22.12.2012 09:46 Ekki í myndinni að refsa hælisleitendum Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir ekki koma til álita að yfirvöld grípi til sérstakra aðgerða gagnvart hælisleitendum, í ljósi þess að þeir hafi ítrekað orðið uppvísir að því að reyna að laumast um borð í skip í íslenskum höfnum sem eru á leið vestur um haf. 22.12.2012 09:00 Ekkert hús heilt eftir fellibylinn „Ástandið er verst á austurströndinni. Hér eru þrír bæir og í þeim sem fór verst er ekkert heilt hús eftir,“ segir Lárus Steindór Björnsson, íslenskur björgunarsveitarmaður, sem hefur verið við störf á skaðasvæðum fellibyljarins Bopha á Filippseyjum undanfarna daga. 22.12.2012 08:00 Allt að 30.000 tonn af síldinni drápust Fyrstu niðurstöður Hafrannsóknastofnunar gera ráð fyrir að 25 til 30 þúsund tonn af íslensku sumargotssíldinni hafi drepist inni í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi fyrir rúmri viku. Súrefnisskortur er nú talinn aðalástæða síldardauðans og að hann hafi meðal annars komið til vegna þess gríðarlega magns af síld sem safnaðist fyrir í firðinum. 22.12.2012 07:00 Mega ekki krefjast sannana á pappír Auglýsingar byggingavöruverslunarinnar Bauhaus um „bestu verðin í landinu“ og „besta verðið í Reykjavík“ brjóta í bága við lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá eru ólöglegar kvaðir sem Bauhaus leggur á neytendur sem vilja nýta sér „verðvernd“ fyrirtækisins. 22.12.2012 06:30 4 milljarða halli á rekstri ríkissjóðs Ríkissjóður verður rekinn með 3,7 milljarða króna halla á árinu 2013 samkvæmt fjárlögum sem Alþingi samþykkti á fimmtudag. 22.12.2012 06:00 Vilja vopnaða verði í hvern einasta skóla "Það eina sem getur stöðvað illmenni með byssu er góðmenni með byssu,“ segir Wayne LaPierre, framkvæmdastjóri Landssamtaka bandarískra byssueigenda (NRA). 22.12.2012 00:30 Fjárlagaþverhnípið blasir við Vonir hafa á ný dvínað um að lausn finnist á deilum repúblikana og demókrata um fjárlagaþverhnípið svonefnda í tæka tíð fyrir áramót. 22.12.2012 00:00 Með jólaþorp í stofunni Þetta byrjaði fyrir fimmtán árum og nú er svo komið að hún er komin með heilt jólaþorp í stofunni heima í Reykjanesbæ. 21.12.2012 21:42 Milljarður búinn að horfa á Gangnam Style Einn milljarður manna hafa horft á myndbandið með Suður-kóreska tónlistarmanninum Psy - það er að segja við lagið Gangnam Style, á Youtube. 21.12.2012 21:08 Ofursnekkja Steve Jobs kyrrsett - heimsfrægur hönnuður krefst greiðslu Hönnuðurinn heimsfrægi, Philippe Starck, hefur látið kyrrsetja ofursnekkjuna Venus sem hann hannaði fyrir tölvugúrúið Steve Jobs. 21.12.2012 20:59 Hælisleitendur við höfnina frekar regla en undantekning Það er regla frekar en undantekning að hælisleitendur reyni að komst um borð í skip sem eru á leið til Bandaríkjanna. Þetta segir upplýsingafullrúi Eimskips. Öryggisverðir félagsins stöðvuðu hælisleitanda við höfnina í morgun með aðstoð hitamyndavéla. 21.12.2012 20:30 Kosið um mann ársins á Bylgjunni Nú fer fram netkosning um mann ársins fyrir Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þarna er hart barist og margir til kallaðir, og ekki að ástæðulausu, en á listanum eru meðal annars Annie Mist Þórisdóttir, afrekskona, Baltasar Kormákur, leikstjóri og Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaður. 21.12.2012 19:59 Hugsanlegt að Matthías sé í sumarbústað á Suðurlandinu Lögregla hefur leitað strokufangans Matthíasar Mána á sumarbústaðarsvæðum nærri Litla-Hrauni og telur ekki ólíklegt að hann geti hafst þar við. Rúmlega fögurra sólarhringa leit hefur engum árangri skilað. 21.12.2012 19:19 Íbúum brugðið eftir íkveikjur Kona hefur játað að hafa í tvígang kveikt í sameign íbúðarhúss við Maríubakka. Jólaundirbúningur íbúanna hefur einkennst af ótta og eiga börnin erfitt með að skilja það sem átt hefur sér stað. 21.12.2012 19:01 Segir að mögulega þurfi að fresta afnámi gjaldeyrishafta Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að mögulega þurfi að fresta afnámi gjaldeyrishafta og samhliða styrkja regluverk Seðlabankans til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Hún tekur undir áhyggjur þverpólitískrar nefndar sem telur óráðlegt að samþykkja nauðasamninga gömlu bankanna. 21.12.2012 18:49 Ríkið endurgreiðir Færeyjum kreppulán Íslenska ríkið greiddi í vikunni upp lán sem Færeyingar veittu Íslendingum í kjölfar efnahagshrunsins 2008 samkvæmt tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. 21.12.2012 17:54 Bílvelta við Ártúnsbrekkuna Vesturlandsvegur við Ártúnsbrekku var lokaður í vesturátt frá Höfðabakka vegna umferðarslyss síðdegis. Jeppabifreið valt en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var ekki um alvarlegt slys að ræða. 21.12.2012 17:40 Búist við mikilli umferð við kirkjugarða Búast má við mikilli umferð við kirkjugarða á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag. Lögreglan mun fylgjast sérstaklega með umferð við Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð og greiða fyrir umferð eins og hægt er. 21.12.2012 17:31 Kona gengin niður í Smáralindinni - jólaösin að ná hámarki Kona ógnaði öryggisvörðum með sprautunál í hádeginu þegar hún var staðin að þjófnaði í lyfjaverslun í kringlunni í dag. Konan ógnaði vörðunum þegar þeir ætluðu að hafa afskipti af henni. Hún komst undan en lögreglan leitar hennar. 21.12.2012 17:13 Viðurkenndi að hafa kveikt í sameign í Maríubakka Kona á miðjum aldri hefur viðurkennt að hafa í tvígang kveikt í sameign fjölbýlishúss í Breiðholti í vikunni. Fyrri íkveikjan átti sér stað aðfaranótt þriðjudags og sú seinni á öðrum tímanum í nótt. Allnokkrar skemmdir urðu á húsnæðinu vegna þessa. 21.12.2012 16:42 Hamingjuóskunum rignir yfir Baltasar "Já, ég er að rýma til í hilluni núna,“ segir Baltasar Kormákur aðspurður um það hvort hann sé farinn að búa sig undir það að taka á móti Óskarsverðlaununum. Hann segir, að öllu gamni slepptu, að hann sé alveg á jörðinni með þetta. 21.12.2012 16:31 Skíðamenn á Ísafirði skemmta sér fyrir jólin Jólaskemmtun verður í boði Skíðasvæðisins á Ísafirði og Skíðafélags Ísfirðinga í Tungudal. Ókeypis er á skíði þennan dag og í boði verður jólatónlist og veitingar. Jafnvel er búist við því að jólasveinarnir láti sjá sig af þessu tilefni. 21.12.2012 16:02 Djúpið á níu mynda lista Óskarsverðlaunanna Kvikmyndin Djúpið er á meðal níu erlendra kvikmynda sem eiga möguleika á að hreppa Óskarsverðlaun í febrúar á næsta ári. Listinn yfir myndirnar var kynntur í dag en þann 10. janúar verða þær fimm kvikmyndir sem hljóta tilnefningu opinberaðar. 21.12.2012 15:51 Dagatal slökkviliðsins selst eins og heitar lummur "Við erum mjög ánægðir með söluna og auðvitað endurtökum við leikinn á næsta ári,“ segir Pétur Ingi Guðmundsson, slökkviliðsmaður. 21.12.2012 15:15 Grímuklæddur Jón Gnarr óskar gleðilegra jóla Grímuklæddur Jón Gnarr sendi starfsmönnum Reykjavíkur jólakveðju sem birtist á YouTube fyrr í dag. Hann var þó ekki einn á ferð, því Mini Jón, var með honum. Mini Jón er kannski ekki beinlínis fámáll en hann segir þó fátt af viti. 21.12.2012 15:08 Undarleg hönnun nýja geimbúningsins - Bósi Ljósár? Frumgerð nýjasta geimbúnings NASA var opinberuð á dögunum. Hreyfigeta búningsins markar risavaxið stökk í þróun geimbúninga. En það er útlit hans sem hefur vakið hvað mesta athygli. 21.12.2012 14:36 Fangelsismálastjóri skorar á Matthías að gefa sig fram Það er ekki refsivert að strjúka úr fangelsi. Ég tel að það ætti að vera refsivert og að það ættu að vera þungar refsingar við því. Það er einvörðungu refsivert ef um samantekin ráð að ræða. Hafi menn sammælst um að strjúka þá er það refisvert. Hann skorar á Matthías Mána Erlingsson, sem strauk úr fangelsinu á Litla-Hrauni á mánudag að gefa sig fram, svo mál hans verði ekki enn erfiðara en það er þegar orðið. 21.12.2012 14:30 Maðurinn sem bauð eldfjallinu byrginn Fornleifafræðingar í Japan fundu á dögunum beinagrind manns sem grófst undir ösku við rætur eldfjallsins Haruna á sjöundu öld. Fundurinn hefur vakið gríðarlega athygli í Japan, ekki síst fyrir þær sakir að maðurinn virðist hafa snúið að eldfjallinu mikla og mögulega reynt að róa það. 21.12.2012 14:10 Óvissuástandi aflýst fyrir norðan Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að aflýsa óvissuástandi vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Þetta er gert í samráði við Veðurstofu Íslands og lögreglustjórana á Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík. 21.12.2012 13:49 Sjá næstu 50 fréttir
Grafalvarlegt að hafna frestun á gildistöku nýrra barnalaga Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir það grafalvarlegt að Alþingi hafi hafnað frestun á gildistöku nýrra barnalaga. Óvænt tíðindi urðu á Alþingi í gær þegar þrjár tillögur frá stjórnarandstöðuþingmönnum voru samþykktar þvert á vilja ríkisstjórnarinnar. Um tíma var búið að samþykkja lög sem aldrei áttu að taka gildi. 22.12.2012 18:37
Páfinn náðaði bryta sinn Benedikt sextándi páfi náðaði í dag fyrrverandi bryta sinn, Paolo Gabriele, sem var dæmdur í átján mánaða fangelsi í október síðastliðnum fyrir að koma leynilegum minnisblöðum til fjölmiðla. 22.12.2012 17:06
Enginn jólasnjór Ljóst er að jólin á höfuðborgarsvæðinu og suðvestanlands verða rauð í ár því engin snjór er í kortunum hjá Veðurstofu Íslands næstu daga. Á morgun Þorláksmessu er búist við austlægum áttum, víða 10 til 15 metrar á sekúndu með suðausturströndinni framan af degi og norðlægari vindur undir kvöld. 22.12.2012 17:03
Tvær milljónir farþega á árinu Icelandair flutti í dag 2 milljónasta farþegann á árinu. Farþeginn reyndist vera Þórunn Anna Karlsdóttir, sem var á leið til Boston, með flugi Icelandair FI631, sem fór frá Keflavíkurflugvelli kl. 17.00 síðdegis. Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair afhenti henni glaðning við innritun í flugið; blómvönd og tvær milljónir vildarpunkta Saga Club. 22.12.2012 17:01
Nauðguðu konu í strætó og hentu henni út á ferð Táragasi og vatnsbyssum hefur verið beitt á mótmælendur í Dehli á Indlandi sem hafa síðustu daga krafist réttlætis í hryllilegu nauðgunarmáli sem kom upp síðustu helgi. 22.12.2012 14:37
Konan farin úr landi Konan, sem Matthías Máni Erlingsson var dæmdur fyrir að ráðast á, er farin úr landi með börnum sínum. Þetta staðfestir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að Matthías Máni hafi hótað konunni lífláti rétt áður en hann braust út. Hann segir jafnframt að konan hafi farið úr landi að eigin frumkvæði en ekki frumkvæði lögreglunnar. Þá segir Arnar að fjölskylda Matthíasar Mána líði mjög illa yfir stroki hans og vilji fá hann í öruggt skjól fyrir jólin. 22.12.2012 13:54
Fjórum styrkjum úr Minningarsjóði Sissu úthlutað í dag Fjórum styrkjum úr Minningarsjóði Sigrúnar Mjallar Jóhannesdóttur, alls að upphæð 900 þúsund krónur, var úthlutað klukkan eitt í dag. Hæsta styrkinn fær Meðferðarheimilið að Laugalandi, eða um 350 þúsund krónur. 22.12.2012 13:42
"Ríkisstjórnin búin - ekki með tryggan meirihluta" Skattalækkunartillögur stjórnarandstöðunnar á taubleyjum og smokkum og voru óvænt samþykktar á Alþingi í gær þvert á vilja ríkisstjórnarinnar. Hlé var gert á atkvæðagreiðslum þegar í ljós kom að ekki voru nægilegar margir stjórnarliðar í þinghúsinu. Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokk segir þetta táknræmt fyrir stöðu ríkisstjórnarinnar sem hafi lengur meirihluta fyrir eigin tillögum. 22.12.2012 12:08
Leitin að Matthíasi Mána: Tveir menn handteknir í nótt Tveir karlmenn voru handteknir í nótt í tengslum við strok Matthíasar Mána af Litla-Hrauni. Þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum. Lögreglan er engu nær um hvar strokufangann er að finna. 22.12.2012 11:30
Lilja ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri: "Það var aldrei ætlun mín að gerast stjórnmálamaður" Lilja Mósesdóttir alþingismaður ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi setu á Alþingi við þingkosningarnar í vor. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í morgun. Þar segir hún að hún hafi ekki fengið þann stuðning sem hún þurfti síðastliðið haust. 22.12.2012 10:29
Kom að þjófum í íbúð sinni Húsráðandi við Kapellustíg í Reykjavík kom að tveimur þjófum í íbúð sinni þegar hann kom heim um áttaleytið í gærkvöldi. 22.12.2012 10:15
Kastaði hnífi í átt að lögreglumönnum Karlmaður vopnaður hnífi réðst að lögreglumönnum um kvöldmatarleytið í gær við Bríetartún í Reykjavík. Hann ógnaði fyrst lögreglumönnum sem voru inni í bíl. 22.12.2012 10:13
Þurftu að brjóta sér leið inn á stúdentagarðana Í ljós kom að pottur hafði gleymst á eldavél. 22.12.2012 10:08
Alþingismenn fóru í jólafrí klukkan þrjú í nótt Alþingi lauk störfum fyrir jólafrí klukkan fimm mínútur yfir þrjú í nótt þegar þingfundi var slitið. Sautján lagafrumvörp voru afgreidd á maraþonfundi sem stóð í nærri sautján klukkustundir. 22.12.2012 10:06
Neitaði að gefa upp persónuupplýsingar Rúmlega tvítugur maður var handtekinn í nótt á Reykjanesbrautinni en hann ók ölvaður og var án ökuréttinda. 22.12.2012 10:03
Féll af 3. hæð á Akureyri - Snjóskaflinn bjargaði lífi hennar Tvítug stúlka hrapaði niður af svölum þriðju hæðar fjölbýlishúss á Akureyri á sjötta tímanum í nótt en svo heppilega vildi til að hún lenti í snjóskafli og varð ekki meint af. 22.12.2012 09:46
Ekki í myndinni að refsa hælisleitendum Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir ekki koma til álita að yfirvöld grípi til sérstakra aðgerða gagnvart hælisleitendum, í ljósi þess að þeir hafi ítrekað orðið uppvísir að því að reyna að laumast um borð í skip í íslenskum höfnum sem eru á leið vestur um haf. 22.12.2012 09:00
Ekkert hús heilt eftir fellibylinn „Ástandið er verst á austurströndinni. Hér eru þrír bæir og í þeim sem fór verst er ekkert heilt hús eftir,“ segir Lárus Steindór Björnsson, íslenskur björgunarsveitarmaður, sem hefur verið við störf á skaðasvæðum fellibyljarins Bopha á Filippseyjum undanfarna daga. 22.12.2012 08:00
Allt að 30.000 tonn af síldinni drápust Fyrstu niðurstöður Hafrannsóknastofnunar gera ráð fyrir að 25 til 30 þúsund tonn af íslensku sumargotssíldinni hafi drepist inni í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi fyrir rúmri viku. Súrefnisskortur er nú talinn aðalástæða síldardauðans og að hann hafi meðal annars komið til vegna þess gríðarlega magns af síld sem safnaðist fyrir í firðinum. 22.12.2012 07:00
Mega ekki krefjast sannana á pappír Auglýsingar byggingavöruverslunarinnar Bauhaus um „bestu verðin í landinu“ og „besta verðið í Reykjavík“ brjóta í bága við lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá eru ólöglegar kvaðir sem Bauhaus leggur á neytendur sem vilja nýta sér „verðvernd“ fyrirtækisins. 22.12.2012 06:30
4 milljarða halli á rekstri ríkissjóðs Ríkissjóður verður rekinn með 3,7 milljarða króna halla á árinu 2013 samkvæmt fjárlögum sem Alþingi samþykkti á fimmtudag. 22.12.2012 06:00
Vilja vopnaða verði í hvern einasta skóla "Það eina sem getur stöðvað illmenni með byssu er góðmenni með byssu,“ segir Wayne LaPierre, framkvæmdastjóri Landssamtaka bandarískra byssueigenda (NRA). 22.12.2012 00:30
Fjárlagaþverhnípið blasir við Vonir hafa á ný dvínað um að lausn finnist á deilum repúblikana og demókrata um fjárlagaþverhnípið svonefnda í tæka tíð fyrir áramót. 22.12.2012 00:00
Með jólaþorp í stofunni Þetta byrjaði fyrir fimmtán árum og nú er svo komið að hún er komin með heilt jólaþorp í stofunni heima í Reykjanesbæ. 21.12.2012 21:42
Milljarður búinn að horfa á Gangnam Style Einn milljarður manna hafa horft á myndbandið með Suður-kóreska tónlistarmanninum Psy - það er að segja við lagið Gangnam Style, á Youtube. 21.12.2012 21:08
Ofursnekkja Steve Jobs kyrrsett - heimsfrægur hönnuður krefst greiðslu Hönnuðurinn heimsfrægi, Philippe Starck, hefur látið kyrrsetja ofursnekkjuna Venus sem hann hannaði fyrir tölvugúrúið Steve Jobs. 21.12.2012 20:59
Hælisleitendur við höfnina frekar regla en undantekning Það er regla frekar en undantekning að hælisleitendur reyni að komst um borð í skip sem eru á leið til Bandaríkjanna. Þetta segir upplýsingafullrúi Eimskips. Öryggisverðir félagsins stöðvuðu hælisleitanda við höfnina í morgun með aðstoð hitamyndavéla. 21.12.2012 20:30
Kosið um mann ársins á Bylgjunni Nú fer fram netkosning um mann ársins fyrir Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Þarna er hart barist og margir til kallaðir, og ekki að ástæðulausu, en á listanum eru meðal annars Annie Mist Þórisdóttir, afrekskona, Baltasar Kormákur, leikstjóri og Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaður. 21.12.2012 19:59
Hugsanlegt að Matthías sé í sumarbústað á Suðurlandinu Lögregla hefur leitað strokufangans Matthíasar Mána á sumarbústaðarsvæðum nærri Litla-Hrauni og telur ekki ólíklegt að hann geti hafst þar við. Rúmlega fögurra sólarhringa leit hefur engum árangri skilað. 21.12.2012 19:19
Íbúum brugðið eftir íkveikjur Kona hefur játað að hafa í tvígang kveikt í sameign íbúðarhúss við Maríubakka. Jólaundirbúningur íbúanna hefur einkennst af ótta og eiga börnin erfitt með að skilja það sem átt hefur sér stað. 21.12.2012 19:01
Segir að mögulega þurfi að fresta afnámi gjaldeyrishafta Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að mögulega þurfi að fresta afnámi gjaldeyrishafta og samhliða styrkja regluverk Seðlabankans til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Hún tekur undir áhyggjur þverpólitískrar nefndar sem telur óráðlegt að samþykkja nauðasamninga gömlu bankanna. 21.12.2012 18:49
Ríkið endurgreiðir Færeyjum kreppulán Íslenska ríkið greiddi í vikunni upp lán sem Færeyingar veittu Íslendingum í kjölfar efnahagshrunsins 2008 samkvæmt tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. 21.12.2012 17:54
Bílvelta við Ártúnsbrekkuna Vesturlandsvegur við Ártúnsbrekku var lokaður í vesturátt frá Höfðabakka vegna umferðarslyss síðdegis. Jeppabifreið valt en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var ekki um alvarlegt slys að ræða. 21.12.2012 17:40
Búist við mikilli umferð við kirkjugarða Búast má við mikilli umferð við kirkjugarða á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag. Lögreglan mun fylgjast sérstaklega með umferð við Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð og greiða fyrir umferð eins og hægt er. 21.12.2012 17:31
Kona gengin niður í Smáralindinni - jólaösin að ná hámarki Kona ógnaði öryggisvörðum með sprautunál í hádeginu þegar hún var staðin að þjófnaði í lyfjaverslun í kringlunni í dag. Konan ógnaði vörðunum þegar þeir ætluðu að hafa afskipti af henni. Hún komst undan en lögreglan leitar hennar. 21.12.2012 17:13
Viðurkenndi að hafa kveikt í sameign í Maríubakka Kona á miðjum aldri hefur viðurkennt að hafa í tvígang kveikt í sameign fjölbýlishúss í Breiðholti í vikunni. Fyrri íkveikjan átti sér stað aðfaranótt þriðjudags og sú seinni á öðrum tímanum í nótt. Allnokkrar skemmdir urðu á húsnæðinu vegna þessa. 21.12.2012 16:42
Hamingjuóskunum rignir yfir Baltasar "Já, ég er að rýma til í hilluni núna,“ segir Baltasar Kormákur aðspurður um það hvort hann sé farinn að búa sig undir það að taka á móti Óskarsverðlaununum. Hann segir, að öllu gamni slepptu, að hann sé alveg á jörðinni með þetta. 21.12.2012 16:31
Skíðamenn á Ísafirði skemmta sér fyrir jólin Jólaskemmtun verður í boði Skíðasvæðisins á Ísafirði og Skíðafélags Ísfirðinga í Tungudal. Ókeypis er á skíði þennan dag og í boði verður jólatónlist og veitingar. Jafnvel er búist við því að jólasveinarnir láti sjá sig af þessu tilefni. 21.12.2012 16:02
Djúpið á níu mynda lista Óskarsverðlaunanna Kvikmyndin Djúpið er á meðal níu erlendra kvikmynda sem eiga möguleika á að hreppa Óskarsverðlaun í febrúar á næsta ári. Listinn yfir myndirnar var kynntur í dag en þann 10. janúar verða þær fimm kvikmyndir sem hljóta tilnefningu opinberaðar. 21.12.2012 15:51
Dagatal slökkviliðsins selst eins og heitar lummur "Við erum mjög ánægðir með söluna og auðvitað endurtökum við leikinn á næsta ári,“ segir Pétur Ingi Guðmundsson, slökkviliðsmaður. 21.12.2012 15:15
Grímuklæddur Jón Gnarr óskar gleðilegra jóla Grímuklæddur Jón Gnarr sendi starfsmönnum Reykjavíkur jólakveðju sem birtist á YouTube fyrr í dag. Hann var þó ekki einn á ferð, því Mini Jón, var með honum. Mini Jón er kannski ekki beinlínis fámáll en hann segir þó fátt af viti. 21.12.2012 15:08
Undarleg hönnun nýja geimbúningsins - Bósi Ljósár? Frumgerð nýjasta geimbúnings NASA var opinberuð á dögunum. Hreyfigeta búningsins markar risavaxið stökk í þróun geimbúninga. En það er útlit hans sem hefur vakið hvað mesta athygli. 21.12.2012 14:36
Fangelsismálastjóri skorar á Matthías að gefa sig fram Það er ekki refsivert að strjúka úr fangelsi. Ég tel að það ætti að vera refsivert og að það ættu að vera þungar refsingar við því. Það er einvörðungu refsivert ef um samantekin ráð að ræða. Hafi menn sammælst um að strjúka þá er það refisvert. Hann skorar á Matthías Mána Erlingsson, sem strauk úr fangelsinu á Litla-Hrauni á mánudag að gefa sig fram, svo mál hans verði ekki enn erfiðara en það er þegar orðið. 21.12.2012 14:30
Maðurinn sem bauð eldfjallinu byrginn Fornleifafræðingar í Japan fundu á dögunum beinagrind manns sem grófst undir ösku við rætur eldfjallsins Haruna á sjöundu öld. Fundurinn hefur vakið gríðarlega athygli í Japan, ekki síst fyrir þær sakir að maðurinn virðist hafa snúið að eldfjallinu mikla og mögulega reynt að róa það. 21.12.2012 14:10
Óvissuástandi aflýst fyrir norðan Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að aflýsa óvissuástandi vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Þetta er gert í samráði við Veðurstofu Íslands og lögreglustjórana á Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík. 21.12.2012 13:49