Fleiri fréttir

Vill svipta séra Georg Fálkaorðunni

"Nú legg ég til – nei, ég krefst þess að stórmeistari fálkaorðunnar, sem er núverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, beiti þessu ákvæði þegar í stað."

Hvetja hlaupara til þess að virða umferðarreglur og nota endurskinsmerki

Víða á höfuðborgarsvæðinu eru hlaupahópar starfandi og virðist fjölga með hverju ári. Enn vantar þó upp á að meðlimir í þessum hópum noti allir endurskinsmerki þótt þeir séu á ferð í myrkri á eða við umferðargötur að mati lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Hálka víða á Vestfjörðum

Á Suður- og Vesturlandi eru flestir vegir að verða greiðfærir en þó er hálka á Mosfellsheiði en hálkublettir á Biskupstungnabraut, Þingvallavegi, Lyngdalsheiði og Laxárdalsheiði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Funda í dag um alvararlega fjárhagsstöðu Eirar

Stjórn Eirar fundar í dag með íbúum um slæma fjárhagsstöðu félagsins. Íbúum hefur verið skipaður lögmaður til að gæta hagsmuna þeirra í þeim samningaviðræðum sem framundan eru.

Annar féll af þaki, hinn stökk - báðir fótbrotnuðu

Nokkuð var um slys á fólki í umdæmi lögreglunnar á Selfossi um helgina. Þannig féllu tveir menn af húsþaki og fótbrotnuðu við fallið. Annar var að lagfæra þakplötur þegar hann rann til á ísingu sem hafði myndast á þakinu. Maðurinn hlaut opið beinbrot.

Frakkar ætla að verða fordómalausasta ríki í heimi

Börn í Frakklandi fá sérstaka kennslu um lesbíur, homma, tvíkynhneigða og transfólk samvkæmt nýjum lögum sem franska ríkisstjórnin er með á teikniborðinu. Franska ríkisstjórnin er líka nýlega búin að kynna frumvarp til laga um að heimila giftingar samkynhneigðra. Atkvæði verða greidd um það frumvarp strax í byrjun næsta árs.

Gróf sig ofan í heita pottinn

Það snjóaði gríðarlega á Dalvík í lok síðustu viku. Guðný Ólafsdóttir kennari og Sigurður Jörgen Óskarsson, eiginmaður hennar, fóru ekki varhluta af því. Heiti potturinn í garðinum hennar fór á kaf undir snjó. "Það snjóaði rosalega, maður hefur ekki séð svona snjó síðan 2004,“ segir Guðný í samtali við Vísi. Hún segir að mesta snjónum hafi kyngt niður á tveimur.

Notaði móður sína í fíkniefnasmygli - aðalmeðferð

Aðalmeðferð fer nú fram í Héraðsdómi Reykjaness yfir fimm einstaklingum sem eru meðal annars ákærðir fyrir að hafa staðið að innflutningi á hálfu kíló af af kókaíni til landsins. Meðal hinna ákærður er Steinar Aubertsson, sem var handtekinn í Hollandi í haust.

Hitler skráður kjósandi í Bandaríkjunum

Í Bandaríkjunum þurfa menn að skrá sig hjá hinu opinbera til þess að mega kjósa. Alls kyns stofnanir og félagasamtök hafa tekið að sér að keyra um með skráningarlista til þess að fjölga kjósendum en nokkuð bar á því um helgina að furðunöfn væru skráð inn. Þannig var til dæmis einn Hitler skráður í Ohio núna um helgina.

Lifum ekki á fjallagrösum - þurfum alvörustörf

"Þegar við sjáum tækifærin hérna þá er svo einkennileg árátta hjá fólki að vilja að fara að vernda allt fyrir okkur," sagði Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson heimsótti Þórunni og eiginmann hennar, Friðbjörn Hauk Guðmundsson, en þau búa á bænum Hauksstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði ásamt þremur börnum sínum.

Réttindalaus og dópaður ökumaður á Selfossi

Ökumaður, sem lögreglan á Selfossi stöðvaði á Eyrarbakkavegi í gærkvöldi, reyndist réttindalaus. Auk þess var hann undir áhrifum fíkniefna, og fíkniefni fundust á tveimur farþegum í bílnum. Einnig fannst lykill að hótelherbergi og þegar það var skoðað, fundust þar líka fíkniefni. Mennirnir, sem hlut áttu að máli, eru allir innan við tvítugt.-

Gríðarlegur húsnæðisskortur í New York

Gríðarlegur húsnæðisskortur blasir við íbúum í norðausturhluta Bandaríkjanna vegna óveðursins sem geysaði þar í síðustu viku. Tugþúsundir manna hafa hvorki rafmagn né hita og búa í húsnæði sem er stórskemmt eftir óveðrið. Andrew Cuomo ríkisstjóri í New York og Michael Bloomberg borgarstjóri sögðu á blaðamannafundi í gær að hætta væri á ferðum nú þegar það færi að kólna í veðri. Þá fyrst kæmi í ljós að mjög mörg hús væru ónýt.

Endaspretturinn framundan

Lokadagur kosningabaráttunnar í Bandaríkjunum er í dag og á morgun verður kjörfundur. Skoðanakannanir á landsvísu sýna jafna stöðu Obama og Romneys, en þær segja aftur á móti ekki alla söguna.

Ráðherra í ástarsambandi við átta karlmenn

Rachida Dati, fyrrverandi dómsmálaráðherra Frakklands, átti í sambandi við átta karlmenn, umþaðbil sem hún varð þunguð af barni, sem hún ól fyrir þremur árum. Frá þessu var greint nýlega þegar leit hennar að föðurnum hófst.

Miklar rafmagnstruflanir í alla nótt

Miklar rafmagnstruflanir hafa verið í Grafarvogi, Víkurhverfi, Grafarholti, Kjalarnesi og í Mosfellsbæ síðan seint í gærvköldi og í alla nótt. Hverfin urðu meira og minna rafmagnslaus vegna bilunar í spennivirki við Korpu. Þá varð sprenging og eldur gaus upp í tengiboxi við Spóahöfða. Þar er unnið að viðgerð. Undir morgun fengu starfsmenn Orkuveitunar aðstoð frá slökkviliðinu við að þvo seltu af tengingum þar. Liðið sendi mannskap á dælubíl og tankbíl og lauk hreinsuninni um klukkan sex í mrogun. Rafmagn ætti því að vera komið á aftur, eða umþaðbil að komast á.-

Enn einn kveikir í sér í Tíbet

Tíbetskur listamaður lést eftir að hafa kveikt í sér í bænum Tongren í vesturhluta Kína í gærmorgun. Maðurinn, sem hét Dorje Lungdup og var málari, vildi með þessu þrýsta á um endurkomu Dalaí Lama til Tíbets og að kínversk stjórnvöld létu af yfirráðum þar.

Getur gengið, talað og lesið

Pakistanska stúlkan, Malala Yousufzai, sem skotin var í höfuðið í síðasta mánuði, er á góðum batavegi. Sendiherra Pakistans í Sameinuðu arabísku furstadæmunum fullyrti þetta á stúdentafundi sem haldin var til heiðurs Yousufzai í Dubai í gær.

Vísa árlega frá milljón gestum

Upplýsingastjóri veitingastaðarins Noma í Kaupmannahöfn telur að frá hafi þurft að vísa yfir milljón manns sem reynt höfðu að panta borð á staðnum á liðnu ári. Staðurinn getur tekið á móti 20 þúsundum gesta.

Ráðherrar í framboð á ný

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra og formaður Vinstri grænna, gefur kost á sér í 1. sæti í forvali flokksins í Norðausturkjördæmi. Steingrímur segist vilja viðhalda þeirri sterku stöðu sem flokkurinn hafi byggt upp, bæði í kjördæminu og á landsvísu, og leggja árangur ríkisstjórnarinnar í dóm kjósenda.

Gott að stífbóna bílana

Mikil örtröð var á bílaþvottastöðvum borgarinnar í gær og langar biðraðir mynduðust. Sjógangurinn í óveðrinu á föstudag olli því að mikið salt settist á bíla borgarbúa og saltklístrið á rúðunum takmarkaði útsýn. Vildu því margir þrífa bíla sína í gær en sumir gáfust þó upp á því að bíða í röðunum og létu lauslegt skrap nægja í bili.

Álftir skotnar óháð alfriðun

Hundruð álfta eru skotnar, samkvæmt niðurstöðum breskrar rannsóknar, en tegundin er alfriðuð eins og kunnugt er. Högl fundust í 14% allra álfta sem rannsakaðar voru á löngu tímabili en á ári hverju fara um ellefu þúsund álftir frá Íslandi til vetursetu á Bretlandseyjum, að því að fram kemur á fréttavefnum Scotsman.

Tjón upp á hundruð þúsunda

„Ég stend hérna og horfi á sitkagrenið hinum megin við ána. Þar eru fimm eða sex tré sem féllu alveg,“ segir Sigurður G. Tómasson útvarpsmaður, sem býr á Sveinseyri í Mosfellssveit þar sem óveðrið á föstudag reif mörg tré upp með rótum og braut önnur. „Við erum að tala um yfir tuttugu metra há tré sem voru meðal hæstu trjáa á Suðvesturlandi. Bolirnir eru um það bil fimmtíu til sjötíu sentímetrar í þvermál og þetta rifnar upp með rótum.“

Skjálftarnir finnast vel í byggð

Jarðskjálftahrinan úti fyrir Norðurlandi hélt áfram um helgina en á laugardag mældust skjálftar rétt undir 4,0 á Richter. Fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið. Þeir sterkustu fundust víða í byggð, til dæmis á Siglufirði og Dalvík.

Barið í bresti stjórnarandstöðu Sýrlands

Fimm daga ráðstefna Sýrlenska þjóðarráðsins hófst í Katar í gær. Kosin verður ný forysta. Þá verður tekin fyrir áætlun sem efla á samstarf ólíkra andófshópa innan Sýrlands. Án umbóta gætu andófsmenn misst aðstoð erlendra ríkja.

Sorpa boðar dómsmál verði starfsleyfið á Álfsnesi stytt

Sorpa segist ekki sætta sig við boðaða ákvörðun Umhverfisstofnunar um að aðeins verði veitt nýtt starfsleyfi til næstu tveggja ára fyrir urðunarstöð fyrirtækisins á Álfsnesi. Sorpa vill að leyfið gildi í tólf ár.

4G innleitt eftir áramót

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) heldur í byrjun næsta árs rafrænt uppboð á tíðniheimildum fyrir háhraðafarnet. Búist er við að skömmu eftir útboðin taki fyrirtækin að bjóða 4G-farsímaþjónustu sem býður upp á umtalsvert meiri hraða í gagnaflutningum en nú býðst.

Ættleiðingarnámskeið verða haldin að nýju

Íslensk ættleiðing hyggst hefja undirbúningsnámskeið fyrir verðandi kjörforeldra á nýjan leik í þessum mánuði. Námskeiðin hafa legið niðri síðan í apríl vegna fjárskorts. Seta á undirbúningsnámskeiði er forsenda fyrir því að hægt sé að gefa út forsamþykki fyrir ættleiðingu og senda umsóknir fólks úr landi.

Ellefu milljarða aukaútsvar

Tekjuskattur ríkisins af útgreiðslu séreignarsparnaðar nemur tæplega 20 milljörðum króna. Útsvarstekjur sveitarfélaganna eru aðrir ellefu milljarðar króna. Umsóknarfrestur til að sækja um útgreiðslu á séreignarsparnaði rann út 30. september síðastliðinn. Frá því að heimilað var að taka út séreignarsparnaðinn í mars árið 2009 hafa tæplega 80 milljarðar króna verið teknir út. Heimild til útgreiðslu á

Segir að umhverfisvernd geti orðið besta atvinnustefnan

Umhverfisvernd getur orðið besta atvinnustefnan fyrir Ísland og því þarf að stíga varlega til jarðar í virkjanamálum því gríðarleg verðmætasköpun getur falist í því að viðhalda sterkri ímynd hreinleika landsins. Þetta segir Magnús Orri Schram alþingismaður. Þá telur hann að Sjálfstæðisflokkurinn hafi glatað tækifærinu til að höfða til kjósenda á miðjunni með afstöðu í Evrópumálum.

Allt á kafi í snjó fyrir norðan

"Hjá mér eru 2-3 metra skaflar þar sem hefur rennt, en autt þar á milli." ," segir Hólmgeir Karlsson sem tók meðfylgjandi myndir á Dvergsstöðum í Eyjafirði í morgun.

Hvað varð um geimverurnar?

Breskir áhugamenn um fljúgandi furðuhluti hafa boðað til krísufundar. Svo virðist sem geimverur hafi misst allan áhuga á Bretlandseyjum. Verulega hefur dregið úr tilkynningum um framandi gesti.

Óvenjulegir munir á Þjóðminjasafninu

Ein elsta postulínskanna sem fundist hefur með íslensku mótívi kom í leitirnar á Þjóðminjasafninu í dag þar sem almenningi bauðst að láta greina forngripi. Ýmsir óvenjulegir munur voru þar einnig, á borð við blóðtökutæki af geðsjúkrahúsi.

Virði vörumerkisins Ísland fer vaxandi

Fyrirtækið FutureBrand hefur áttunda árið í röð sent frá sér úttekt á löndum heimsins þar sem þau eru metin líkt og þau væru vörumerki.

Áttræður íbúi á Eir sér fram á missa ævisparnaðinn

Áttræður íbúi á hjúkrunarheimilinu Eir sér fram á að missa ævisparnaðinn ef félagið verður gjaldþrota. Honum brá þegar hann heyrði hversu slæm staða félagsins var og vill fá svör við því hvernig svona gat farið.

Vetrarkuldi og ný lægð

Hátt í 40 þúsund New York búar glötuðu heimilum sínum þegar stormurinn Sandy reið yfir austurströnd Bandaríkjanna í síðustu viku.

Óbreytt líðan eftir bílveltu

Líðan piltsins sem slasaðist alvarlega í bílveltu á Akureyjavegi í Landeyjum er óbreytt. Vaktahafandi læknir á slysadeild Landspítalans segir að pilturinn, sem er tvítugur, sé bæði vakandi og talandi.

Fórnarlamb séra Georgs: Þetta var skelfilegt

"Þetta var bara ljótt, þetta var svo ljótt og þetta skemmdi fyrir mér í svo mörg mörg ár. Samt held ég nú að ég sé svolítill töffari og hafi komist nokkuð þokkalega í gegn um þetta, en þetta var skelfilegt," segir Iðunn Angela Andrésdóttir, eitt fórnarlamba séra Georgs, fyrrverandi skólastjóra Landakotsskóla.

Allar aðalleiðir færar á Norðulandi

Hálka eða hálkublettur eru á helstu leiðum norðvestanlands. Um norðaustanvert landið er snjóþekja í Ólafsfjarðarmúla, á Víkurskarði og Ljósavatnsskarði.

Varhugavert að ganga á Heiðarvatni

Lögreglan á Egilsstöðum varar við því að fólk gangi á Heiðarvatni á Fjarðarheiði. Afar sérstakar aðstæður hafa nú myndast á svæðinu.

Mikill stuðningur við Betra líf

Hátt í 80 prósent þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Gallup eru hlynnt því að 10 prósent af áfengisgjaldi renni til nýrra úrræða fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga og fjölskyldu þeirra.

Sex voru í bílnum sem valt

Tvítugur piltur var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur og er hann undir eftirliti lækna á slysadeild Landspítalans.

Ekkert frítt sund fyrir eldri borgara

Í fjárlögum Akureyrarbæjar fyrir næsta ár er tillaga frá íþróttaráði þess efnis að afnema gjaldfrjálsan aðgang fyrir fólk 67 ára og eldri.

Sjá næstu 50 fréttir