Innlent

Tjón upp á hundruð þúsunda

Sigurður við eitt trjánna sem óveðrið felldi. „Það eru tíu til tólf tré fallin bara hérna á landareigninni.“Fréttablaðið/GVA
Sigurður við eitt trjánna sem óveðrið felldi. „Það eru tíu til tólf tré fallin bara hérna á landareigninni.“Fréttablaðið/GVA
„Ég stend hérna og horfi á sitkagrenið hinum megin við ána. Þar eru fimm eða sex tré sem féllu alveg,“ segir Sigurður G. Tómasson útvarpsmaður, sem býr á Sveinseyri í Mosfellssveit þar sem óveðrið á föstudag reif mörg tré upp með rótum og braut önnur. „Við erum að tala um yfir tuttugu metra há tré sem voru meðal hæstu trjáa á Suðvesturlandi. Bolirnir eru um það bil fimmtíu til sjötíu sentímetrar í þvermál og þetta rifnar upp með rótum.“

Auk grenitrjánna féllu stórar aspir, gullregn og furutré. „Þetta eru tré sem var plantað um miðja síðustu öld,“ segir Steinunn Bergsteinsdóttir, húsfreyja á Sveinseyri. „Þetta er mikið tjón.“

Sigurður segir tjónið hlaupa á hundruðum þúsunda bara hjá þeim hjónum. Hann segir bæinn ekki bera ábyrgð á því að hreinsa brotnu trén í burtu. „Ég held þetta sé bara á okkar ábyrgð,“ segir hann. „Þetta verður ekki hreinsað nema með stórvirkum vinnuvélum og mannskap þannig að það mun kosta skildinginn. Þetta er ekkert búið.“ - fsb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×