Fleiri fréttir

Grafa fólk út úr heimilum sínum

Vegagerðin hefur unnið að snjómokstri víða í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilsstöðum er nú búið að opna tengingu milli bæjarins og Reyðarfjarðar. Ljóst er að snjóflóð féll á veginn við Grænafell.

Alvarlega slasaður eftir bílveltu

Piltur um tvítugt slasaðist alvarlega í bílveltu milli Hellu og Hvolsvallar rétt hjá Njálsbúð um þrjúleytið í nótt.

Um 100 sjúkraflutningar á sólarhring

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu fóru í um það bil 100 sjúkraflutninga á síðasta sólarhring. Kristján Sigfússon, varðstjóri stoðdeildar slökkviliðsins, segir óhætt að fullyrða að þetta sé með því mesta sem gerist.

Rangt að fangelsa stúlkurnar í Pussy Riot

"Stúlkurnar í Pussy Riot ættu ekki að vera bak við lás og slá." Þetta sagði Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands þegar hann ræddi við stúdenta í Moskvu í dag.

Ætlar aldrei að fyrirgefa séra Georg

Kona sem séra Georg, skólastjóri Landakotsskóla, byrjaði að níðast á þegar hún var níu ára, fagnar skýrslu Rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar þó hún hafi blendnar tilfinningar til efnis hennar. Hún er nokkuð viss um að séra Georg er ekki í himnaríki.

Rafmagnsleysi á Kjalarnesi

Vegna endurtengingar á línum sem féllu út í óveðrinu í nótt þurfti því miður að taka rafmagnið af Kjalarnesi upp úr klukkan 19 í kvöld. Rafmagnsleysið nær frá Kollafirði upp að Hvalfjarðargöngum og mun er Grundarhverfið því rafmagnslaust. Reikna má með að rafmagnsleysið vari upp undir klukkutíma.

Jarðskjálfti upp á 3.8 við Gjögurtá

Jarðskjálfti af stærðinni 3.8 varð á Norðurlandi á fjórða tímanum í dag. Upptök skjálftans voru 5.6 kílómetra dýpi norðvestan af Gjögurtá.

Tugir gáma fuku í gær

Ekki er búið að meta það tjón sem varð á gámasvæði Eimskips í veðurofsanum í gær. Nokkrir tugir gáma fuku um koll á svæðinu.

Mesti snjór í manna minnum

Björgunarsveitir á Austurlandi hafa þó haft í nógu að snúast í dag. Mikið fannfergi er á Austurlandi og víðar

Hrottaleg kynferðisbrot séra Georgs

Kynferðisbrot séra Georgs, fyrrverandi skólastjóra Landakotsskóla, voru bæði gróf og langvarandi. Þetta kemur fram í Rannsóknarskýrslu kaþólsku kirkjunnar. Sumum börnum gaf hann sælgæti eftir að hafa níðst á þeim.

Obama styrkir stöðu sína

Lokaspretturinn fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum er hafinn. Nýjustu skoðanakannanir benda til að Barack Obama, Bandaríkjaforseti, beri sigur úr býtum þegar Bandaríkjamenn greiða atkvæði á þriðjudaginn.

Hátt í 500 aðstoðarbeiðnir

Björgunarsveitir voru víða að störfum í nótt vegna aftakaveðursins sem gengið hefur yfir landið síðan í gærnótt.

Erill hjá lögreglu í nótt

Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sex fíkniefnamál komu upp en lögreglumenn frá fíkniefnadeild voru á ferðinni í miðbænum í nótt.

Stormur í dag

Búist er við stormi, með vindhraða meiri en 20 metra á sekúndu, í flestum landshlutum í dag. Á höfuðborgarsvæðinu er búist 15 til 23 metrum á sekúndu og lítilsháttar él.

Börnin fá ekki mat í skólanum

Hundruð barna hælisleitenda á sænsku eyjunni Öland í Eystrasalti fá engan skólamat á vegum sveitarfélagsins. Yfirmaður menntamála í Borgholm segir fjölskyldurnar þegar fá matarstyrk frá sveitarfélaginu. Þess vegna geti börnin borðað heima.

Frí ökukennsla fyrir eldri nema

Það myndi mögulega borga sig fyrir samfélagið ef þeir sem bíða með að taka bílpróf þar til þeir eru 25 ára fengju ökukennsluna gjaldfrjálsa. Þetta er mat Ulfs Björnstig, sænsks prófessors í skurðlækningum, sem rannsakað hefur umferðarslys. Björnstig segir kostnaðinn vegna þess skaða sem ungir ökumenn valda gríðarlega háan.

Raufarhöfn sé sýndur sómi

Efnt hefur verið til átaks til að treysta byggð með atvinnuuppbyggingu á Raufarhöfn. Í því taka þátt íbúarnir, sveitarfélagið Norðurþing, Byggðastofnun, Háskólinn á Akureyri og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga.

Þrjátíu fyrirtæki nú vottuð

Nú eru 30 fyrirtæki á Íslandi sem hafa fengið rekjanleikavottun samkvæmt staðli Marine Stewardship Council (MSC). Þetta eru framleiðslu-, útflutnings- og verslunarfyrirtæki með sjávarafurðir.

Léttasti 35% undir þyngd

Alls voru 35 prósent sýna af Glaðningi utan leyfilegra frávika frá tilgreindri þyngd þegar Neytendastofa gerði könnun á þyngd forpakkaðra osta í verslunum. Skoðaðar voru tvær vörutegundir, 100 g Bóndabrie frá Mjólkursamsölunni hf. og 130 g Glaðningur frá Mjólkurbúinu ehf.

Ekki rúm til mótmæla

Víðtækar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar í Peking nú þegar 18. flokksþing kínverska Kommúnistaflokksins nálgast. Sumar kunna að koma einkennilega fyrir sjónir. Ekki má skrúfa niður rúður í leigubifreiðum í Peking, ekki kaupa sér fjarstýrða flugvél nema með leyfi lögreglu og bannað er að sleppa dúfum úr búrum.

Reynt að þagga niður ásakanir

Kaþólska kirkjan á Íslandi reyndi ítrekað að þagga niður ásakanir um andlegt og kynferðislegt ofbeldi gagnvart nemendum.

Gildi vill að FME rannsaki útboðið

Gildi – lífeyrissjóður hefur farið fram á að Fjármálaeftirlitið (FME) rannsaki hvort rétt hafi verið staðið að útboði á hlutafé í Eimskipafélagi Íslands. Í bréfi Gildis til FME í gær er einnig farið fram á að kannað verði hvort útfærsla á kaupréttum til stjórnenda Eimskips standist skoðun.

Björn fer fram gegn tveimur ráðherrum

Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, ætlar að bjóða sig fram í fyrsta til annað sæti á lista flokksins í Reykjavík. Hann vill því leiða lista í öðru hvoru kjördæminu.

Lítið fer til forvarna við sjálfsvígum

Velferðarráðuneytinu hafa ekki verið birtar tölur yfir komur á LSH vegna sjálfsvígstilrauna. Ráðherra skoðar málið. Sjö milljónir á ári í forvarnir gegn sjálfsvígum og 200 í varnir gegn umferðarslysum.

Hverfisgata löguð fyrir 450 milljónir

450 milljónir króna verða settar í endurbætur á Hverfisgötu á næsta ári og fyrsti hluti framkvæmda fer af stað. Lagnir verða meðal annars endurnýjaðar en sumar þeirra eru hundrað ára gamlar. Frakkastígur verður einnig lagaður.

LSH fær 150 milljónir í tæki

Landspítalanum og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri eru úthlutaðar 200 milljónir til tækjakaupa í fjáraukalögum sem voru afgreidd út úr nefnd í gærmorgun. Framkvæmdastjóri LSH er ánægður með framlagið.

Háhýsið var sagt glapræði

Svo sterkir vindstrengir mynduðust við Höfðatorgsturninn í illviðrinu í gær að fólk tókst á loft og slasaðist. Varað var við hættunni áður en framkvæmdir hófust. Ekkert hlustað á varnaðarorð, segir veðurfræðingur.

Ofsaveður olli óvenju miklu tjóni

Þök fuku í heilu lagi af húsum, malbik flettist af vegum, gámar og bílar fuku og rafmagnsstaurar brotnuðu í ofsaveðrinu sem gekk yfir landið í gær og gengur smám saman niður í dag og á morgun. Tugir manna leituðu til bráðadeildar Landspítalans vegna meiðsla.

New York maraþoninu aflýst - Fimmtíu Íslendingar komnir út

New York maraþoninu sem fram átti að fara á sunnudaginn hefur verið aflýst vegna fellibyljarins Sandy. Yfir 50 Íslendingar höfðu ætlað að taka þátt í hlaupinu og fengu ekki fréttirnar fyrr en þeir voru komnir til Bandaríkjanna.

Óveðrið setti nánast íslandsmet

Mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi í fárviðriðnu í dag og gær er býsna nálægt því að vera mesta vindhviða sem mælst hefur á Íslandi fyrr og síðar.

Sjá næstu 50 fréttir