Ættleiðingarnámskeið verða haldin að nýju 5. nóvember 2012 06:00 Fyrsta undirbúningsnámskeiðið fyrir verðandi kjörforeldra verður haldið í þessum mánuði. Kristinn segir margt hafa getað breyst hjá fólkinu sem hefur beðið eftir námskeiðum síðan í apríl, svo ekki sé vitað hversu margir bíði eftir námskeiðinu. nordicphotos/getty Íslensk ættleiðing hyggst hefja undirbúningsnámskeið fyrir verðandi kjörforeldra á nýjan leik í þessum mánuði. Námskeiðin hafa legið niðri síðan í apríl vegna fjárskorts. Seta á undirbúningsnámskeiði er forsenda fyrir því að hægt sé að gefa út forsamþykki fyrir ættleiðingu og senda umsóknir fólks úr landi. Fulltrúar Íslenskrar ættleiðingar og innanríkisráðuneytisins skrifuðu á fimmtudag undir samkomulag þess efnis að ættleiðingarfélagið haldi undirbúningsnámskeið næstu fimm árin. „Sem er frábært, við erum þá komin með það fast í hendi. En þetta helst auðvitað í hendur við fjárlögin, þetta þýðir í raun og veru ekkert nema í samhengi við þau. Þetta er svona milliskref, mjög ánægjulegt,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Félagið fær samkvæmt fjárlagafrumvarpinu 9,1 milljón til að starfa á næsta ári, en forsvarsmenn þess hafa sagt að um fjörutíu milljónir til viðbótar þyrfti til að það geti starfað eðlilega. Kristinn bindur vonir við það að fjárframlög til félagsins verði hækkuð í meðförum þingsins á fjárlagafrumvarpinu. Undirbúningsnámskeiðunum var hætt í apríl sökum fjárskorts og innanríkisráðuneytinu var tilkynnt um þetta. Ráðuneytið og félagið hafa átt í viðræðum um breytingar á fjárframlögum frá árinu 2009. Kristinn gerir ráð fyrir því að fyrsta námskeiðið verði haldið í seinni hluta nóvember. Sálfræðingur sem sér um námskeiðið mun um helgina hefja undirbúning með kennurum á námskeiðinu. Rúmlega þrjátíu hafa beðið þess að komast á undirbúningsnámskeið síðustu mánuði, en Kristinn segir að margt hafi getað breyst í lífi fólksins á þessum tíma. Þá hafi fólk ekki verið að leggja inn umsóknir til félagsins á meðan það vissi af biðstöðunni og því gæti verið að fjöldinn breyttist. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira
Íslensk ættleiðing hyggst hefja undirbúningsnámskeið fyrir verðandi kjörforeldra á nýjan leik í þessum mánuði. Námskeiðin hafa legið niðri síðan í apríl vegna fjárskorts. Seta á undirbúningsnámskeiði er forsenda fyrir því að hægt sé að gefa út forsamþykki fyrir ættleiðingu og senda umsóknir fólks úr landi. Fulltrúar Íslenskrar ættleiðingar og innanríkisráðuneytisins skrifuðu á fimmtudag undir samkomulag þess efnis að ættleiðingarfélagið haldi undirbúningsnámskeið næstu fimm árin. „Sem er frábært, við erum þá komin með það fast í hendi. En þetta helst auðvitað í hendur við fjárlögin, þetta þýðir í raun og veru ekkert nema í samhengi við þau. Þetta er svona milliskref, mjög ánægjulegt,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Félagið fær samkvæmt fjárlagafrumvarpinu 9,1 milljón til að starfa á næsta ári, en forsvarsmenn þess hafa sagt að um fjörutíu milljónir til viðbótar þyrfti til að það geti starfað eðlilega. Kristinn bindur vonir við það að fjárframlög til félagsins verði hækkuð í meðförum þingsins á fjárlagafrumvarpinu. Undirbúningsnámskeiðunum var hætt í apríl sökum fjárskorts og innanríkisráðuneytinu var tilkynnt um þetta. Ráðuneytið og félagið hafa átt í viðræðum um breytingar á fjárframlögum frá árinu 2009. Kristinn gerir ráð fyrir því að fyrsta námskeiðið verði haldið í seinni hluta nóvember. Sálfræðingur sem sér um námskeiðið mun um helgina hefja undirbúning með kennurum á námskeiðinu. Rúmlega þrjátíu hafa beðið þess að komast á undirbúningsnámskeið síðustu mánuði, en Kristinn segir að margt hafi getað breyst í lífi fólksins á þessum tíma. Þá hafi fólk ekki verið að leggja inn umsóknir til félagsins á meðan það vissi af biðstöðunni og því gæti verið að fjöldinn breyttist. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira