Sorpa boðar dómsmál verði starfsleyfið á Álfsnesi stytt 5. nóvember 2012 06:00 Umhverfisstofnun vill ekki gefa út nýtt starfsleyfi fyrir urðunarstöðina lengur en til ársloka 2014. Sorpa segir hins vegar gríðarlega hagsmuni felast í því að starfsleyfið sé til langs tíma.Fréttablaðið/Valli Sorpa segist ekki sætta sig við boðaða ákvörðun Umhverfisstofnunar um að aðeins verði veitt nýtt starfsleyfi til næstu tveggja ára fyrir urðunarstöð fyrirtækisins á Álfsnesi. Sorpa vill að leyfið gildi í tólf ár. Umhverfisstofnun segir urðunarstaðinn ekki í samræmi við skipulagsáætlanir á Álfsnesi. Áður en stofnunin tekur ákvörðun sína er Sorpu gefið ráðrúm til andmæla. Athugasemdir Sorpu eru í meginatriðum þríþættar: „Í fyrsta lagi að Umhverfisstofnun hafi ekki heimild að lögum til að byggja íþyngjandi ákvörðun um verulega stuttan gildistíma starfsleyfis á skipulagslegum forsendum enda feli það í sér brot gegn lögmætis- og réttmætisreglu stjórnsýsluréttarins, í öðru lagi að ekki rúmist innan valdsviðs Umhverfisstofnunar að framfylgja skipulagslegum ákvörðunum og í þriðja lagi að stofnunin misskilji eðli og efni þeirra skipulagsáætlana sem í gildi eru fyrir urðunarstaðinn á Álfsnesi,“ segir Ingi B. Poulsen, lögmaður Sorpu, í svari til Umhverfisstofnunar. Að sögn lögmannsins felur boðuð ákvörðun í sér brot á meginreglum stjórnsýsluréttar. Þótt stofnunin geti ákveðið lengd starfsleyfa hafi myndast stjórnsýsluvenja um að þau séu gefin út til tólf ára. Þá hafi Umhverfisstofnun fram til þessa veitt starfsleyfi á lóðum sem ekki hafa verið deiliskipulagðar og nefnir dæmi þar um. „Það hefur því ekki truflað útgáfu starfsleyfa hingað til að meðferð skipulagsáætlana hafi ekki verið í samræmi við lög. Gefur því augaleið að ætli stofnunin nú að setja efnislegt inntak í skilyrði fyrir starfsleyfi þá brýtur hún gegn jafnræðisreglu,“ segir í andmælum Sorpu. Þá segir lögmaðurinn að komi einhvern tíma til þess að landnotkun á Álfsnesi verði í andstöðu við deiliskipulag sé ljóst að réttbært stjórnvald til að takast á við þá stöðu sé skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkurborgar, og eftir atvikum Skipulagsstofnun, en ekki Umhverfisstofnun. „Verði niðurstaða Umhverfisstofnunar sú að binda gildistíma starfsleyfis Sorpu fyrir urðunarstaðinn á Álfsnesi við tvö ár í samræmi við óljósar yfirlýsingar í skipulagsáætlununum mun Sorpa láta reyna á þá ákvörðun fyrir æðra stjórnsýslustigi og dómstólum ef þurfa þykir og mun eftir atvikum gera kröfu um skaðabætur vegna þess tjóns sem ákvörðunin fyrirsjáanlega hefur í för með sér.“ segir lögmaður Sorpu. gar@frettabladid.is Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira
Sorpa segist ekki sætta sig við boðaða ákvörðun Umhverfisstofnunar um að aðeins verði veitt nýtt starfsleyfi til næstu tveggja ára fyrir urðunarstöð fyrirtækisins á Álfsnesi. Sorpa vill að leyfið gildi í tólf ár. Umhverfisstofnun segir urðunarstaðinn ekki í samræmi við skipulagsáætlanir á Álfsnesi. Áður en stofnunin tekur ákvörðun sína er Sorpu gefið ráðrúm til andmæla. Athugasemdir Sorpu eru í meginatriðum þríþættar: „Í fyrsta lagi að Umhverfisstofnun hafi ekki heimild að lögum til að byggja íþyngjandi ákvörðun um verulega stuttan gildistíma starfsleyfis á skipulagslegum forsendum enda feli það í sér brot gegn lögmætis- og réttmætisreglu stjórnsýsluréttarins, í öðru lagi að ekki rúmist innan valdsviðs Umhverfisstofnunar að framfylgja skipulagslegum ákvörðunum og í þriðja lagi að stofnunin misskilji eðli og efni þeirra skipulagsáætlana sem í gildi eru fyrir urðunarstaðinn á Álfsnesi,“ segir Ingi B. Poulsen, lögmaður Sorpu, í svari til Umhverfisstofnunar. Að sögn lögmannsins felur boðuð ákvörðun í sér brot á meginreglum stjórnsýsluréttar. Þótt stofnunin geti ákveðið lengd starfsleyfa hafi myndast stjórnsýsluvenja um að þau séu gefin út til tólf ára. Þá hafi Umhverfisstofnun fram til þessa veitt starfsleyfi á lóðum sem ekki hafa verið deiliskipulagðar og nefnir dæmi þar um. „Það hefur því ekki truflað útgáfu starfsleyfa hingað til að meðferð skipulagsáætlana hafi ekki verið í samræmi við lög. Gefur því augaleið að ætli stofnunin nú að setja efnislegt inntak í skilyrði fyrir starfsleyfi þá brýtur hún gegn jafnræðisreglu,“ segir í andmælum Sorpu. Þá segir lögmaðurinn að komi einhvern tíma til þess að landnotkun á Álfsnesi verði í andstöðu við deiliskipulag sé ljóst að réttbært stjórnvald til að takast á við þá stöðu sé skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkurborgar, og eftir atvikum Skipulagsstofnun, en ekki Umhverfisstofnun. „Verði niðurstaða Umhverfisstofnunar sú að binda gildistíma starfsleyfis Sorpu fyrir urðunarstaðinn á Álfsnesi við tvö ár í samræmi við óljósar yfirlýsingar í skipulagsáætlununum mun Sorpa láta reyna á þá ákvörðun fyrir æðra stjórnsýslustigi og dómstólum ef þurfa þykir og mun eftir atvikum gera kröfu um skaðabætur vegna þess tjóns sem ákvörðunin fyrirsjáanlega hefur í för með sér.“ segir lögmaður Sorpu. gar@frettabladid.is
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira