Óvenjulegir munir á Þjóðminjasafninu Erla Hlynsdóttir skrifar 4. nóvember 2012 20:00 Ein elsta postulínskanna sem fundist hefur með íslensku mótívi kom í leitirnar á Þjóðminjasafninu í dag þar sem almenningi bauðst að láta greina forngripi. Ýmsir óvenjulegir munur voru þar einnig, á borð við blóðtökutæki af geðsjúkrahúsi. Um fimmtíu manns lögðu leið sína í Þjóðminjasafnið í dag til að fá gripi sína greinda. Meðal muna sem fólk kom með var þetta blóðtökutæki frá byrjun tuttugustu aldar, en á tækinu eru átta hnífar sem stungið var í holdið. „Það var gert til þess að taka úr fólki blóð til þess að bæta heilsu þess," segir Höskuldur Erlendsson. Þetta hefur nú eflaust ekki verið þægilegt? „Sjúklingar voru nú ekki spurðir að því og síst af öllu á þessu sjúkrahúsi." Og hvaða sjúkrahús var það? „Það var Kleppur."Fólk var í þetta skiptið sérstaklega hvatt til að koma með silfur og hún Hulda kom með silfurarmband. Hún vissi ekkert um armbandið áður en hún kom, en fékk að vita að það var smíðað af Jóni Björnssyni sem lærði af Kalddal. „Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta komst inn í mitt bú," segir Hulda Axelsdóttir. „En það er búið að vera það í tugi ára." Margir hafa bæði gagn og gaman af því að láta sérfræðinga safnsins greina munina sína. „Þetta er ekki bara gaman fyrir almenning, heldur er líka mjög gaman fyrir okkur," segir Bryndís Sverrisdóttir, sviðsstjóri miðlunarsviðs Þjóðminjasafnsins. „Þetta er með því skemmtilegasta sem við gerum. Við mætum gjarnan í vinnuna á sunnudegi til að taka þátt í þessu."Þessi þýska postulínskanna frá ofanverðri 19. öld var síðan keypt á Ebay á dögunum. „Hún er myndskreytt verslunarhúsi á þingeyri í dýrafirði, með þessa fínu gyllingu, ljóni á haldinu," segir Hilmar Malmquist. Verslunarmaðurinn á Þingeyri var þýskur og bróðir hans ljósmyndari, en myndin var gerð eftir ljósmyndinni. Hilmar grunaði að hún væri verðmæt, en fékk það staðfest hjá sérfræðingum Þjóðminjasafnsins að líklega væri þetta eina kannan sinnar tegundar. „Í menningarlegu tilliti er hún mjög verðmæt og í peningalegu tilliti er hún líka afar verðmæt." Hvaða upphæðir erum við þá að tala um? „Ég vil ekkert gefa upp í þeim efnum," segir Hilmar. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira
Ein elsta postulínskanna sem fundist hefur með íslensku mótívi kom í leitirnar á Þjóðminjasafninu í dag þar sem almenningi bauðst að láta greina forngripi. Ýmsir óvenjulegir munur voru þar einnig, á borð við blóðtökutæki af geðsjúkrahúsi. Um fimmtíu manns lögðu leið sína í Þjóðminjasafnið í dag til að fá gripi sína greinda. Meðal muna sem fólk kom með var þetta blóðtökutæki frá byrjun tuttugustu aldar, en á tækinu eru átta hnífar sem stungið var í holdið. „Það var gert til þess að taka úr fólki blóð til þess að bæta heilsu þess," segir Höskuldur Erlendsson. Þetta hefur nú eflaust ekki verið þægilegt? „Sjúklingar voru nú ekki spurðir að því og síst af öllu á þessu sjúkrahúsi." Og hvaða sjúkrahús var það? „Það var Kleppur."Fólk var í þetta skiptið sérstaklega hvatt til að koma með silfur og hún Hulda kom með silfurarmband. Hún vissi ekkert um armbandið áður en hún kom, en fékk að vita að það var smíðað af Jóni Björnssyni sem lærði af Kalddal. „Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta komst inn í mitt bú," segir Hulda Axelsdóttir. „En það er búið að vera það í tugi ára." Margir hafa bæði gagn og gaman af því að láta sérfræðinga safnsins greina munina sína. „Þetta er ekki bara gaman fyrir almenning, heldur er líka mjög gaman fyrir okkur," segir Bryndís Sverrisdóttir, sviðsstjóri miðlunarsviðs Þjóðminjasafnsins. „Þetta er með því skemmtilegasta sem við gerum. Við mætum gjarnan í vinnuna á sunnudegi til að taka þátt í þessu."Þessi þýska postulínskanna frá ofanverðri 19. öld var síðan keypt á Ebay á dögunum. „Hún er myndskreytt verslunarhúsi á þingeyri í dýrafirði, með þessa fínu gyllingu, ljóni á haldinu," segir Hilmar Malmquist. Verslunarmaðurinn á Þingeyri var þýskur og bróðir hans ljósmyndari, en myndin var gerð eftir ljósmyndinni. Hilmar grunaði að hún væri verðmæt, en fékk það staðfest hjá sérfræðingum Þjóðminjasafnsins að líklega væri þetta eina kannan sinnar tegundar. „Í menningarlegu tilliti er hún mjög verðmæt og í peningalegu tilliti er hún líka afar verðmæt." Hvaða upphæðir erum við þá að tala um? „Ég vil ekkert gefa upp í þeim efnum," segir Hilmar.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira