4G innleitt eftir áramót 5. nóvember 2012 06:00 4G-farsímanetið mun stórauka hraða á gagnaflutningum í farsíma og önnur tæki. Fréttablaðið/Vilhelm Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) heldur í byrjun næsta árs rafrænt uppboð á tíðniheimildum fyrir háhraðafarnet. Búist er við að skömmu eftir útboðin taki fyrirtækin að bjóða 4G-farsímaþjónustu sem býður upp á umtalsvert meiri hraða í gagnaflutningum en nú býðst. Stóru símafyrirtækin þrjú, Síminn, Vodafone og Nova, hyggjast öll taka þátt í útboðinu. Þá segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS, alls ekki útilokað að fleiri aðilar taki þátt. Hann segir hins vegar óvíst hversu mörg 4G-kerfi verði að lokum byggð upp. „Okkur hlutverk er að koma tíðniheimildunum í notkun þannig að hægt sé að byggja upp fjarskiptanet. Markaðsaðilar byggja upp netin og hugmyndin er sú að þau bjóði í heimildirnar og byggi síðan upp þau net sem þau treysta sér til miðað við kröfur útboðsins,“ segi Hrafnkell og bætir við: „Þá er heimild til samstarfs með ákveðnum skilyrðum. Sem dæmi má nefna að í dag vinna Vodafone og Nova saman í sínu dreifineti. Nova veitir Vodafone aðgang að 3G-neti sínu og á móti veitir Vodafone aðgang að GSM-neti sínu. Það er því möguleiki á einhvers konar samstarfi.“ Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, segir fyrirtækið stefna að því að byggja upp 4G-net sem vonandi verði hægt að taka í notkun á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Byrjað verði á afmörkuðu svæði en svo verði netið stækkað smám saman. „Við höfum ekki farið leynt með að við ætlum að taka þátt. Við höfum verið með 4G-tilraunaleyfi í notkun frá því í lok síðasta árs og okkur var farið að lengja eftir þessu,“ segir Liv. Hrannar Pétursson, forstöðumaður almannatengsla hjá Vodafone, segir að Vodafone muni taka þátt en hins vegar liggi ekki fyrir nákvæmlega með hvaða hætti. Þá segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, að fyrirtækið búist við því að taka þátt. „Endanlegir útboðsskilmálar liggja hins vegar ekki fyrir. En miðað við það sem við sjáum eru allar líkur á því að Síminn taki þátt,“ segir Gunnhildur. Ljóst er að símafyrirtækin munu þurfa að leggjast í umtalsverðar fjárfestingar til að byggja upp 4G-net. Mannvit hefur unnið kostnaðarmat á uppbyggingu slíks nets. Nefna má sem dæmi að nýtt 4G-kerfi, byggt á grunni núverandi kerfis, sem nær til 80 prósenta landsins utan jökla og með gagnaflutningshraða upp á 10 megabita á sekúndu, er talið kosta á bilinu 22 til 33 milljarða króna. - mþl Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) heldur í byrjun næsta árs rafrænt uppboð á tíðniheimildum fyrir háhraðafarnet. Búist er við að skömmu eftir útboðin taki fyrirtækin að bjóða 4G-farsímaþjónustu sem býður upp á umtalsvert meiri hraða í gagnaflutningum en nú býðst. Stóru símafyrirtækin þrjú, Síminn, Vodafone og Nova, hyggjast öll taka þátt í útboðinu. Þá segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS, alls ekki útilokað að fleiri aðilar taki þátt. Hann segir hins vegar óvíst hversu mörg 4G-kerfi verði að lokum byggð upp. „Okkur hlutverk er að koma tíðniheimildunum í notkun þannig að hægt sé að byggja upp fjarskiptanet. Markaðsaðilar byggja upp netin og hugmyndin er sú að þau bjóði í heimildirnar og byggi síðan upp þau net sem þau treysta sér til miðað við kröfur útboðsins,“ segi Hrafnkell og bætir við: „Þá er heimild til samstarfs með ákveðnum skilyrðum. Sem dæmi má nefna að í dag vinna Vodafone og Nova saman í sínu dreifineti. Nova veitir Vodafone aðgang að 3G-neti sínu og á móti veitir Vodafone aðgang að GSM-neti sínu. Það er því möguleiki á einhvers konar samstarfi.“ Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, segir fyrirtækið stefna að því að byggja upp 4G-net sem vonandi verði hægt að taka í notkun á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Byrjað verði á afmörkuðu svæði en svo verði netið stækkað smám saman. „Við höfum ekki farið leynt með að við ætlum að taka þátt. Við höfum verið með 4G-tilraunaleyfi í notkun frá því í lok síðasta árs og okkur var farið að lengja eftir þessu,“ segir Liv. Hrannar Pétursson, forstöðumaður almannatengsla hjá Vodafone, segir að Vodafone muni taka þátt en hins vegar liggi ekki fyrir nákvæmlega með hvaða hætti. Þá segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, að fyrirtækið búist við því að taka þátt. „Endanlegir útboðsskilmálar liggja hins vegar ekki fyrir. En miðað við það sem við sjáum eru allar líkur á því að Síminn taki þátt,“ segir Gunnhildur. Ljóst er að símafyrirtækin munu þurfa að leggjast í umtalsverðar fjárfestingar til að byggja upp 4G-net. Mannvit hefur unnið kostnaðarmat á uppbyggingu slíks nets. Nefna má sem dæmi að nýtt 4G-kerfi, byggt á grunni núverandi kerfis, sem nær til 80 prósenta landsins utan jökla og með gagnaflutningshraða upp á 10 megabita á sekúndu, er talið kosta á bilinu 22 til 33 milljarða króna. - mþl
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira