Innlent

Eindaga veiðigjalds frestað

SHÁ skrifar
Ákveðið hefur verið að fresta eindaga á fyrstu greiðslu sérstaks veiðigjalds. Upphaflegi eindaginn var 15. október en verður 1. desember samkvæmt reglugerð frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu.

Samkvæmt lögum um veiðigjöld eiga útgerðir rétt á lækkun á sérstöku veiðigjaldi vegna vaxtakostnaðar við kaup á aflahlutdeildum ef skilyrðum ákvæðisins er fullnægt en LÍÚ fór þess á leit á dögunum við ráðuneytið að veittur yrði frestur á greiðslu gjaldsins þar til metið hefur verið og tekið tillit til lækkunar sérstaka veiðigjaldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×