Bændur vilja skjóta bæði álftir og gæsir Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. október 2012 00:00 Ágangur fugla hefur víða hrakið bændur frá því að rækta korn. Búfræðingur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands segir það áfall ef bændur gefist upp á kornrækt enda kunni að vera ódýrara fyrir bændur að kaupa korn fremur en að rækta það sjálfir. Fréttablaðið/Valli Dæmi eru um að ágangur fugla hreki bændur frá því að rækta korn. Þetta kemur fram í grein Grétars Más Þorkelssonar, búfræðings hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, í nýjasta tölublaði Búnaðarblaðsins Freyju. Vegna þess að bændur hafi gefist upp sé í ár mun minni kornrækt í Austur-Skaftafellssýslu en verið hafi. Sömu sögu sé svo að segja annars staðar af landinu.Borgar Páll Bragason„Ef tjón af völdum fugla heldur áfram í þeim mæli sem það hefur verið, verður ódýrara fyrir bændur að kaupa kornið, heldur en að rækta það sjálfir,“ segir Grétar í grein sinni, en í henni áætlar hann tjón bænda í sýslunni vegna ágangs fuglanna og segir það nema tólf milljónum króna árin 2005 til 2011. Grétar segir áfall ef bændur gefist upp á kornrækt, enda hafi náðst mikill árangur í kynbótum á korni og nýjum yrkjum síðustu ár. „Ættu bændur því að geta framleitt stærstan hluta þess kjarnfóðurs sem þeir þurfa sjálfir.“ Borgar Páll Bragason, verkefnisstjóri í jarðrækt hjá Bændasamtökunum, heldur utan um gagnaöflun samtakanna vegna ágangs fugls hjá bændum. Hann segir tjón afar mismunandi eftir staðsetningu og rekstri, en geti hlaupið frá nokkur hundruð þúsund krónum og yfir milljón á ári hjá hverju búi. Í fyrra hafi meðaltjón hjá þeim búum sem könnun samtakanna náði til numið 800 þúsund krónum. „Það tekur gæsa- eða álftahóp ekki langan tíma að hreinsa upp hektara af korni,“ segir hann. Bændur segir Borgar lengi hafa biðlað til stjórnvalda um úrræði vegna þessa ágangs fuglanna, en til þessa hafi sú umleitan ekki mætt miklum skilningi hjá umhverfisráðuneyti eða Umhverfisstofnun. Hann segir bændur vilja fá leyfi til þess að gera tilraunir til að skjóta fuglinn og fæla hann þannig yfir á verðminni tún. „Dæmi eru um það annars staðar frá að slíkt geti virkað,“ segir hann, en áréttar um leið að ekki sé verið að tala um að „stráfella“ gæsina eða álftina. „En menn myndu vilja fá einhver úrræði til að prófa, í kannski þrjú ár eða svo.“ Fáist ekki leyfi til slíkra tilrauna segir Borgar að bændur myndu taka því. „En menn vilja að slík svör fáist að fenginni einhverri yfirlegu. Ekki bara svona af því bara.“ Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Dæmi eru um að ágangur fugla hreki bændur frá því að rækta korn. Þetta kemur fram í grein Grétars Más Þorkelssonar, búfræðings hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, í nýjasta tölublaði Búnaðarblaðsins Freyju. Vegna þess að bændur hafi gefist upp sé í ár mun minni kornrækt í Austur-Skaftafellssýslu en verið hafi. Sömu sögu sé svo að segja annars staðar af landinu.Borgar Páll Bragason„Ef tjón af völdum fugla heldur áfram í þeim mæli sem það hefur verið, verður ódýrara fyrir bændur að kaupa kornið, heldur en að rækta það sjálfir,“ segir Grétar í grein sinni, en í henni áætlar hann tjón bænda í sýslunni vegna ágangs fuglanna og segir það nema tólf milljónum króna árin 2005 til 2011. Grétar segir áfall ef bændur gefist upp á kornrækt, enda hafi náðst mikill árangur í kynbótum á korni og nýjum yrkjum síðustu ár. „Ættu bændur því að geta framleitt stærstan hluta þess kjarnfóðurs sem þeir þurfa sjálfir.“ Borgar Páll Bragason, verkefnisstjóri í jarðrækt hjá Bændasamtökunum, heldur utan um gagnaöflun samtakanna vegna ágangs fugls hjá bændum. Hann segir tjón afar mismunandi eftir staðsetningu og rekstri, en geti hlaupið frá nokkur hundruð þúsund krónum og yfir milljón á ári hjá hverju búi. Í fyrra hafi meðaltjón hjá þeim búum sem könnun samtakanna náði til numið 800 þúsund krónum. „Það tekur gæsa- eða álftahóp ekki langan tíma að hreinsa upp hektara af korni,“ segir hann. Bændur segir Borgar lengi hafa biðlað til stjórnvalda um úrræði vegna þessa ágangs fuglanna, en til þessa hafi sú umleitan ekki mætt miklum skilningi hjá umhverfisráðuneyti eða Umhverfisstofnun. Hann segir bændur vilja fá leyfi til þess að gera tilraunir til að skjóta fuglinn og fæla hann þannig yfir á verðminni tún. „Dæmi eru um það annars staðar frá að slíkt geti virkað,“ segir hann, en áréttar um leið að ekki sé verið að tala um að „stráfella“ gæsina eða álftina. „En menn myndu vilja fá einhver úrræði til að prófa, í kannski þrjú ár eða svo.“ Fáist ekki leyfi til slíkra tilrauna segir Borgar að bændur myndu taka því. „En menn vilja að slík svör fáist að fenginni einhverri yfirlegu. Ekki bara svona af því bara.“
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira