Bændur vilja skjóta bæði álftir og gæsir Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. október 2012 00:00 Ágangur fugla hefur víða hrakið bændur frá því að rækta korn. Búfræðingur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands segir það áfall ef bændur gefist upp á kornrækt enda kunni að vera ódýrara fyrir bændur að kaupa korn fremur en að rækta það sjálfir. Fréttablaðið/Valli Dæmi eru um að ágangur fugla hreki bændur frá því að rækta korn. Þetta kemur fram í grein Grétars Más Þorkelssonar, búfræðings hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, í nýjasta tölublaði Búnaðarblaðsins Freyju. Vegna þess að bændur hafi gefist upp sé í ár mun minni kornrækt í Austur-Skaftafellssýslu en verið hafi. Sömu sögu sé svo að segja annars staðar af landinu.Borgar Páll Bragason„Ef tjón af völdum fugla heldur áfram í þeim mæli sem það hefur verið, verður ódýrara fyrir bændur að kaupa kornið, heldur en að rækta það sjálfir,“ segir Grétar í grein sinni, en í henni áætlar hann tjón bænda í sýslunni vegna ágangs fuglanna og segir það nema tólf milljónum króna árin 2005 til 2011. Grétar segir áfall ef bændur gefist upp á kornrækt, enda hafi náðst mikill árangur í kynbótum á korni og nýjum yrkjum síðustu ár. „Ættu bændur því að geta framleitt stærstan hluta þess kjarnfóðurs sem þeir þurfa sjálfir.“ Borgar Páll Bragason, verkefnisstjóri í jarðrækt hjá Bændasamtökunum, heldur utan um gagnaöflun samtakanna vegna ágangs fugls hjá bændum. Hann segir tjón afar mismunandi eftir staðsetningu og rekstri, en geti hlaupið frá nokkur hundruð þúsund krónum og yfir milljón á ári hjá hverju búi. Í fyrra hafi meðaltjón hjá þeim búum sem könnun samtakanna náði til numið 800 þúsund krónum. „Það tekur gæsa- eða álftahóp ekki langan tíma að hreinsa upp hektara af korni,“ segir hann. Bændur segir Borgar lengi hafa biðlað til stjórnvalda um úrræði vegna þessa ágangs fuglanna, en til þessa hafi sú umleitan ekki mætt miklum skilningi hjá umhverfisráðuneyti eða Umhverfisstofnun. Hann segir bændur vilja fá leyfi til þess að gera tilraunir til að skjóta fuglinn og fæla hann þannig yfir á verðminni tún. „Dæmi eru um það annars staðar frá að slíkt geti virkað,“ segir hann, en áréttar um leið að ekki sé verið að tala um að „stráfella“ gæsina eða álftina. „En menn myndu vilja fá einhver úrræði til að prófa, í kannski þrjú ár eða svo.“ Fáist ekki leyfi til slíkra tilrauna segir Borgar að bændur myndu taka því. „En menn vilja að slík svör fáist að fenginni einhverri yfirlegu. Ekki bara svona af því bara.“ Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Dæmi eru um að ágangur fugla hreki bændur frá því að rækta korn. Þetta kemur fram í grein Grétars Más Þorkelssonar, búfræðings hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, í nýjasta tölublaði Búnaðarblaðsins Freyju. Vegna þess að bændur hafi gefist upp sé í ár mun minni kornrækt í Austur-Skaftafellssýslu en verið hafi. Sömu sögu sé svo að segja annars staðar af landinu.Borgar Páll Bragason„Ef tjón af völdum fugla heldur áfram í þeim mæli sem það hefur verið, verður ódýrara fyrir bændur að kaupa kornið, heldur en að rækta það sjálfir,“ segir Grétar í grein sinni, en í henni áætlar hann tjón bænda í sýslunni vegna ágangs fuglanna og segir það nema tólf milljónum króna árin 2005 til 2011. Grétar segir áfall ef bændur gefist upp á kornrækt, enda hafi náðst mikill árangur í kynbótum á korni og nýjum yrkjum síðustu ár. „Ættu bændur því að geta framleitt stærstan hluta þess kjarnfóðurs sem þeir þurfa sjálfir.“ Borgar Páll Bragason, verkefnisstjóri í jarðrækt hjá Bændasamtökunum, heldur utan um gagnaöflun samtakanna vegna ágangs fugls hjá bændum. Hann segir tjón afar mismunandi eftir staðsetningu og rekstri, en geti hlaupið frá nokkur hundruð þúsund krónum og yfir milljón á ári hjá hverju búi. Í fyrra hafi meðaltjón hjá þeim búum sem könnun samtakanna náði til numið 800 þúsund krónum. „Það tekur gæsa- eða álftahóp ekki langan tíma að hreinsa upp hektara af korni,“ segir hann. Bændur segir Borgar lengi hafa biðlað til stjórnvalda um úrræði vegna þessa ágangs fuglanna, en til þessa hafi sú umleitan ekki mætt miklum skilningi hjá umhverfisráðuneyti eða Umhverfisstofnun. Hann segir bændur vilja fá leyfi til þess að gera tilraunir til að skjóta fuglinn og fæla hann þannig yfir á verðminni tún. „Dæmi eru um það annars staðar frá að slíkt geti virkað,“ segir hann, en áréttar um leið að ekki sé verið að tala um að „stráfella“ gæsina eða álftina. „En menn myndu vilja fá einhver úrræði til að prófa, í kannski þrjú ár eða svo.“ Fáist ekki leyfi til slíkra tilrauna segir Borgar að bændur myndu taka því. „En menn vilja að slík svör fáist að fenginni einhverri yfirlegu. Ekki bara svona af því bara.“
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira