Fleiri fréttir

Kosningarnar verða bindandi

„Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla eins og þessi er í reyndinni bindandi,“ sagði Þorvaldur Gylfason hagfræðingur, sem átti sæti í stjórnlagaráði, um kosningarnar 20. október, þar sem kosið verður um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá.

70% ESB-íbúa í þjónustugeira

Þjónustugeirinn hefur eflst verulega síðustu ár í ríkjum Evrópusamandsins og í fyrra voru þar næstum 70 prósent vinnandi einstaklinga. Frá þessu greinir Eurostat. Rúmur helmingur þeirra vann í einkageiranum, en hinir hjá hinu opinbera.

Meta þarf EES-samstarfið

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir nauðsynlegt að gera mat á kostum og göllum EES-samningsins, en ýmis ákvæði hans séu farin að „rekast í hana“. Hann segir að farið sé að „togna á stjórnarskránni“ og meira muni reyna á samspil hennar við samninginn á næstunni.

Skoða styttingu náms í þrjú ár

Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, segir að endurskoða verði nám leikskólakennara. Síðan það var lengt úr þremur í fimm ár hafi aðsókn minnkað um 77 prósent sem skaði leikskólastigið og geri sveitarfélögum erfitt um vik að uppfylla kröfur um hlutfall menntaðra starfsmanna.

Romney mælist með meira fylgi en Obama

Ný skoðanakönnun í Bandaríkjunum sýnir að Mitt Romey mælist nú með meira fylgi en Barack Obama í baráttu þeirra um forsetaembættið.

Kona sem kvaðst vera 132 ára gömul er látin

Kona í afskekktu þropi í Georgíu sem kvaðst vera elsti íbúi jarðarinnar er látin. Sú sem hér um ræðir hét Antisa Khvichava og hún kvaðst vera 132 ára gömul, fædd þann 8. júlí árið 1880.

Skátar halda friðarþing í Hörpu

Skátar standa fyrir friðarþingi í Hörpu um næstu helgi í tilefni af 100 ára afmæli skátastarfs á Íslandi. Þingið er ætlað öllum þeim sem áhuga hafa á hugmyndinni um frið.

Kettir hverfa sporlaust á Eyrarbakka

Fjölmargir kettir hafa horfið sporlaust á Eyrarbakka það sem af er ári. Það eru alla jafna skógarkettir eða aðrir dýrir kettir sem hverfa og eftir það sést hvorki tangur né tetur af þeim.

Talibani skaut unga stúlku

Talibani skaut 14 ára aðgerðarsinnaða stúlku í Pakistan í dag vegna skoðana hennar. Atvikið gæti markað tímamót og snúið almenningi gegn herskáum öfgamönnum.

Mjólk er góð við krabbameini

Mjólk virðist draga úr vaxtarhraða ristilkrabbameins samkvæmt nýrri sænskri rannsókn. Þessa eiginleika má rekja til hins járnbindandi próteins lactoferricin 4-14 (Lfcin4-14) sem er í mjólk.

Ögmundur sáttur við nýjar fangareglur

Innanríkisráðherra líst vel á hertar reglur í fangelsum vegna fanga sem tilheyra skipulögðum glæpasamtökum. Hann segir þær alls ekki mismuna föngum.

Tveir fengu Nóbelsverðlaun í eðlisfræði

Frakkinn Serge Haroche og Bandaríkjamaðurinn David Wineland hlutu í dag Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði þetta árið. Rannsóknir þeirra og vísindastörf í skammtafræði þykja marka tímamót.

Yoko Ono tendraði ljós Friðarsúlunnar

Yoko Ono kom sjálf út í Viðey í kvöld og var viðstödd þegar kveikt var á Friðarsúlunni. Fjölmennur hópur fólks var viðstaddur en hópurinn samanstóð af stærstum hluta af erlendum ferðamönnum og fjölmiðlamönnum.

Aðgerðir gegn hraðakstri bera árangur

Vel hefur gengið að sporna við hraðakstri við Melaskóla eftir að nýjum hraðahindrunum var komið upp á veginum við skólann. Margir foreldrar höfðu áður kvartað undan hraðakstri þar, sérstaklega á morgnanna.

Yfir 450 off-venue tónleikar á Airwaves

Skipuleggjendur Iceland Airwaves hafa kynnt hina svokölluðu off-venue dagskrá sem fer fram samhliða Airwaves hátíðinni. Á dagskrá eru yfir 450 tónleikar á 31 stað víðsvegar um borgina.

Fjölmenni á leið út í Viðey

Fjölmenni hefur nú safnast saman á Skarfabakkanum á leið út í Viðey til að fylgjast með tendrun Friðarsúlunnar. Hundruð gesta bíða þess nú að verða ferjaðir út í eyjuna til að fylgjast með þegar kveikt verður á súlunni.

Undanþágur inni í myndinni fyrir Nubo

Í drögum að samningi sveitarfélaga á Norðurlandi við fyrirtæki Huang Nubo kemur fram að hægt er að veita ýmsar undanþágur til nýtingar auðlinda. Fréttastofa hefur þessi óbirtu drög undir höndum.

Nató lýsir yfir stuðningi við Tyrki

Atlantshafsbandalagið lýsti í dag yfir stuðningi við aðgerðir Tyrkja á landamærum Tyrklands og Sýrlands en þeir hafa gripið til vopna og svara nú skothríðum og sprengjum sem rata frá átökunum í Sýrlandi inn á tyrkneskt land.

Tugþúsundir Grikkja mótmæltu Merkel

Angela Merkel kanslari Þýskalands talaði fyrir aðhaldsaðgerðum og hvatti Grikki til áframhaldandi evrusamstarfs á fundi með grískum ráðamönnum í Aþenu í dag. Tuttugu og fimm þúsund mótmæltu komu hennar til landsins.

Barack Obama hyllir son Íslands

Barack Obama, bandaríkjaforseti, gerði í dag 9. október að "Degi Leifs Eiríkssonar" og bað Bandaríkjamenn að halda hann hátíðlegan með viðeigandi hætti og minnast sinnar norrænu arfleiðar. Þetta kom fram í ávarpi sem hann birti í dag.

Kominn tími á Snilldarlausnir

Hin árvissa keppni, Snilldarlausnir Marel, er nú að hefjast í fjórða sinn. Snilldarlausnir er hugmyndasamkeppni milli framhaldsskólanema sem snýst um að búa til verðmæta vöru úr verðlausu drasli.

Fallhífarstökkvarinn hætti við heimsmetið

Fallhífarstökkvarinn Felix Baumgartner hætti við tilraun sína við heimsmet í fallhífarstökki sem átti að fara fram í dag. Ástæðan er sú að veðurskilyrði voru ekki hagstæð en stefnt er á að framkvæma stökkvið á næstu dögum.

Verðlaunaafhendingunni lokið

Verðlaunaafhendingu Lennon/Ono sjóðsins í Hörpu lauk núna um þrjúleytið. Fjölmörg ungmenni biðu fyrir utan húsið í von um að berja söngstjörnuna Lady Gaga augum, en hún var einjn af fimm handhöfum verðlaunanna að þessu sinni. Hátíðarhöldunum er þó ekki lokið því að í kvöld verður athöfn í Viðey þegar kveikt verður á friðarsúlunni. Yoko Ono bíður Íslendingum í Eyjuna, eins og áður hefur fram komið.

Lady Gaga vill fleiri borgarstjóra eins og Jón

Lady Gaga tók við friðarverðlaunum LennonOno í Hörpu nú fyrir stundu, en það var Yoko Ono, ekkja bítilsins John Lennon, og Jón Gnarr borgarstjóri, sem afhentu henni verðalaunin.

Jón Gnarr mætti í Star Wars búningi

Á meðal gesta í Hörpunni, þar sem friðarverðlaun Lennon/Ono verða afhent í dag eru Jón Gnarr borgarstjóri og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.

Umkringja Hótel Borg - vilja eiginhandaráritun frá Gaga

Fjöldi fólks er nú fyrir utan Hótel Borg við Austurvöll í miðborg Reykjavíkur. Tilefnið er að reyna fá eiginhandaráritun frá söngkonunni Lady Gaga sem dvelur þar. Gaga kom hingað í morgun en klukkan tvö hefst verðlaunarafhending í Hörpu en þar mun Lady Gaga taka á móti verðlaunum frá Lennon-Ono sjóðnum.

Fjöldi fólks kom saman fyrir utan Hótel Borg

Mikill fjöldi ungs fólks var saman kominn fyrir framan Hótel Borg nú eftir hádegi eftir að fjölmiðlar höfðu greint frá því að hin fræga söngkona Lady Gaga væri stödd þar. Hún mun taka á móti friðarverðlaunum úr Ono/Lennon sjóðnum í Hörpu í dag. Söngkonan kom í morgun til landsins frá London, en þar hafði hún meðal annars haldið tónleika og hitt Julian Assange.

Vilja vita hvort Alþingi var gert viðvart um tafir á Oracle-málinu

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætlar að senda Sveini Arasyni, ríkisendurskoðanda bréf, síðar í dag vegna Oracle málsins svokallaða. Málið snýst um launa- og bókhaldskerfi ríkisins, en kostnaður við innleiðingu þess fór algjörlega úr böndunum. Skýrsla sem Ríkisendurskoðun var falið að vinna um verkefnið hefur verið fjölda ára í vinnslu.

Ekki tekin ákvörðun um áfrýjun í máli barnaníðings

Maður á fertugsaldri, sem var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að misnota stjúpdóttur sína kynferðislega ítrekað og gróflega yfir margra ára tímabil, hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort að dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar, að sögn verjanda hans. Áfrýjunarfrestur í málinu rennur út á mánudaginn næstkomandi.

Samband komið aftur á - gætir þurft að endurræsa símann

Farsímasamband er aftur komið á hjá farsímafyrirtækinu Nova en sambandið datt út í einn og hálfan klukkutíma í morgun. Í tilkynningu frá Nova er beðist afsökunar á óþægindunum sem sambandsleysið kann að hafa valdið viðskiptavinum fyrirtækisins sem og öðrum.

Daði nýr formaður Vg í Reykjavík

Daði Heiðrúnarson Sigmarsson var kjörinn formaður Vinstri grænna í Reykjavík í gærkvöldi. Fráfarandi formaður er Líf Magneudóttir.

Bilun í farsímakerfi Nova

Bilun kom upp í farsímakerfi Nova klukkan 10.30 í morgun og hefur staðið yfir í um eina klukkustund. Samkvæmt upplýsingum frá Nova hefur vandinn verið greindur og er unnið að viðgerð.

Mikil öryggisgæsla í Hörpu vegna Gaga

Mikil öryggisgæsla verður í Hörpu í dag þegar að Lady Gaga tekur við verðlaunum frá Lennon/Ono sjóðnum klukkan tvö. Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, segir að aukin öryggisgæsla verði í tónleikahöllinni af þessu tilefni en hann vildi ekki tjá sig meira um málið.

Lady Gaga loksins komin

Lady Gaga mætti til landsins í morgun. Hún dvelur á Hótel Borg á meðan hún er á landinu. Gaga er hér til þess að taka á móti verðlaunum frá Lennon/Ono sjóðnum. Athöfnin fer fram í Hörpu í dag. Hún gaf sér tíma til þess að tala við aðdáanda fyrir framan Borg og gaf honum eiginhandaráritun. Sá heitir Manny og er bandarískur. Manny fékk líka mynd af sér með henni, sem birt er með meðfylgjandi frétt. Tíu manna fylgdarlið hennar er með í för. Gaga vildi ekkert tala við fjölmiðla við komuna.

Vatnstjón á íslenskum heimilum 1,5 milljarður á tveimur árum

Fimm tilkynningar um vatnstjón bárust tryggingafélaginu VÍS að jafnaði á degi hverjum í fyrra samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Bætur vegna slíkra tjóna námu 760 milljónum króna á síðasta ári og 800 milljónum króna árið þar á undan. Tjón vegna vatns á íslenskum heimilum nema því samanlagt um einum og hálfum milljarði síðustu tvö ár.

Klámráðstefna fyrirhuguð í næstu viku

Fjallað verður um klám út frá lagalegu og samfélagslegu sjónarmiði á ráðstefnu næstkomandi þriðjudag í Háskóla Íslands samkvæmt tilkynningu sem finna má á vefsíðu innanríkisráðuneytisins. Að ráðstefnunni standa fyrrgreint ráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneytið og velferðarráðuneytið í samvinnu við lagadeild Háskóla Íslands.

5% ekki með internet

Fimm prósent íslenskra heimila eru ekki með internet og fjögur prósent heimila hafa ekki tölvur. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar.

Ekið á gangandi vegfarenda

Ekið var á gangandi vegfaranda í Álandi rétt fyrir miðnætti og var hann fluttur á slysadeild. Hann er hugsanlega mjaðmargrindarbrotinn. Lögregla gefur ekki upp nánari málsatik.

Ríkisendurskoðun með 15 skýrslur í vinnslu

Um þessar mundir eru 15 skýrslur í vinnslu hjá Ríkisendurskoðun. Frá ársbyrjun 2007 hafa samtals átta formlegar skýrslubeiðnir borist stofnuninni frá Alþingi. Einni var hafnað en af hinum sjö hefur öllum nema einni verið svarað með fullbúinni skýrslu. Skýrslan sem var hafnað átti að fjalla um forsendur Vaðlaheiðarganganna.

Sjá næstu 50 fréttir