Innlent

Með fíkniefni og kuta í fórum sínum

Fíkniefni og hnífur fundust í fórum ökumanns, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af í nótt við reglubundið eftirlit.

Hann reyndist þó ekki undir áhrifum fíkniefna, en var sleppt að yfirheyrslum loknum þar sem hann samþykkti að lögregla fargaði bæði hnífnum og efnunum.

Annar ökumaður var stöðvaður skömmu síðar og reyndist hann undir áhrifum fíkniefna, auk þess sem fíkniefni fundust á honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×