Innlent

Þúsundir þýskra barna með magakveisu

mynd/AFP
Heilbrigðisyfirvöld í Þýskalandi segja að hátt í átta þúsund börn hafi smitast af alvarlegri maga- og þarmabólgu á síðustu dögum.

Smitin eru rakin til mötuneyta í nokkrum grunnskólum landsins. Ekki hefur tekist að rekja uppruna þeirra en talið er að einn birgðasali beri sökina.

Veikin er afbrigði af nóróveirunni. Einkenni hennar eru uppköst og niðurgangur. Skólastarf í nokkrum héruðum Þýskalands liggur niðri þar sem fjölmörgum skólum hefur verið lokað tímabundið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×