Erlent

2.000 bandarískir hermenn fallnir

Afganskir lögreglumenn og hermenn snúast æ oftar gegn erlendu hersetuliði í landinu.
Fréttablaðið/ap
Afganskir lögreglumenn og hermenn snúast æ oftar gegn erlendu hersetuliði í landinu. Fréttablaðið/ap
Tvö þúsund bandarískir hermenn hafa fallið í Afganistan frá því að stríðið þar í landi hófst fyrir rúmum áratug.

Bandarískur hermaður og samlandi hans, sem vann við verktakastörf í Afganistan, voru skotnir til bana í nágrenni við herbækistöðvar afganska hersins í Wardak-héraði í austurhluta landsins á laugardag. Árásarmaðurinn, sem talinn er afganskur hermaður, skaut auk þess til bana tvo starfsbræður sína og særði fjóra til viðbótar.

Þar með hafa tvö þúsund bandarískir hermenn fallið í Afganistan frá því að stríðið hófst þar í landi árið 2001. Árásum afganskra hermanna og lögreglu á hermenn á vegum Bandaríkjanna og NATÓ hefur fjölgað á síðustu mánuðum og hafa 52 erlendir hermenn fallið í Afganistan það sem af er ári. Talið er að svipaður fjöldi afganskra her- og lögreglumanna hafi fallið í árásunum.

Þá eru ótaldir allir þeir óbreyttu borgarar sem látið hafa lífið í átökunum.

Bandaríski herinn verður að mestu farinn frá Afganistan í árslok árið 2014, ef áætlanir Baracks Obama forseta standast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×