Innlent

Sauðaþjófnaður rannsakaður

Lögreglan í Borgarfirði og Dölum rannsakar nú sauðaþjófnað frístundabónda í Borgarfirði úr hjörð annars bónda á svæðinu.

Að sögn Skessuhorns gerði fjárglöggur maður lögreglunni viðvart um þrjú lömb í hjörð þess grunaða, sem tilheyrðu örðum bónda og kom lögreglan þeim í vörslu annarsstaðar um helgina, á meðan á rannsókn stendur.

Mjög þung refsing lá við sauðaþjófnaði fyrr á öldum, en sá seki mun að líkindum sleppa við húðstrýkingu að þessu sinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.