Innlent

Sauðaþjófnaður rannsakaður

Lögreglan í Borgarfirði og Dölum rannsakar nú sauðaþjófnað frístundabónda í Borgarfirði úr hjörð annars bónda á svæðinu.Að sögn Skessuhorns gerði fjárglöggur maður lögreglunni viðvart um þrjú lömb í hjörð þess grunaða, sem tilheyrðu örðum bónda og kom lögreglan þeim í vörslu annarsstaðar um helgina, á meðan á rannsókn stendur.Mjög þung refsing lá við sauðaþjófnaði fyrr á öldum, en sá seki mun að líkindum sleppa við húðstrýkingu að þessu sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.