Börn fara á mis við íslenskan veruleika 1. október 2012 03:00 Íslenskum barnabókmenntum er ábótavant, segir Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka hjá Pennanum. Íslenskur raunveruleiki á sér ekki stað í bókum fyrir yngstu börnin "Íslenskir barnabókahöfundar eru í mjög erfiðri samkeppni við erlendar bækur," segir Bryndís. Barnabækur eru þriðjungur allra seldra bóka á Íslandi og er meirihluti þeirra þýddar erlendar barnabækur. Bryndís telur að helsta ástæða þess sé að ódýrara sé að kaupa inn erlendar bækur og að íslenskir barnabókahöfundar fái almennt ekki styrki til sinna starfa. Erlendu bækurnar eru yfirleitt keyptar, þýddar og samprentaðar á mörgum tungumálum erlendis. "Fyrir hinn almenna neytanda kosta erlendar og íslenskar bækur svipaða upphæð. Neytandinn er ekki meðvitaður um að það þurfi að borga meira fyrir bók sem samin er af íslenskum höfundum og myndskreytt af Íslendingi." Helsta orsök þessa segir Bryndís vera að Launasjóði rithöfunda er ekki skylt að veita barnabókahöfundum rithöfundalaun. "Ég veit að Gerður Kristný hefur ekki fengið rithöfundalaun þegar hún hefur skrifað barnabækur. Þá er einhvern veginn litið fram hjá því." "Ég skoðaði tölfræði um úthlutanir úr sjóðnum síðustu ár. Eina tölfræðin sem gefin var upp er hversu margir rithöfundar búsettir erlendis, á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu hefðu fengið styrk. Einnig voru þar upplýsingar um kynjaskiptingu. Verkefnistenging styrkjanna virtist ekkert liggja á lausu," segir Bryndís. Spurð hvað valdi því að barnabókahöfundar fái síður styrki segir hún það einfaldlega vera þróun. "Það var ekki svo mikið af þýddum bókum í gamla daga. Nú heyri ég að fjölmargar útgáfur séu að hætta að gefa út íslenskar barnabækur, það borgi sig ekki." Bryndís vill ekki að launasjóðurinn sé skyldugur til að veita ákveðið mikið til barnabókahöfunda en leggur þó til að tölfræði yfir verkefnaskiptingu styrkjanna verði tekin saman. "Ég held að það myndi hjálpa örlítið við að leiðrétta þessa skekkju," segir Bryndís að lokum. birgirh@frettabladid.is Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Íslenskum barnabókmenntum er ábótavant, segir Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka hjá Pennanum. Íslenskur raunveruleiki á sér ekki stað í bókum fyrir yngstu börnin "Íslenskir barnabókahöfundar eru í mjög erfiðri samkeppni við erlendar bækur," segir Bryndís. Barnabækur eru þriðjungur allra seldra bóka á Íslandi og er meirihluti þeirra þýddar erlendar barnabækur. Bryndís telur að helsta ástæða þess sé að ódýrara sé að kaupa inn erlendar bækur og að íslenskir barnabókahöfundar fái almennt ekki styrki til sinna starfa. Erlendu bækurnar eru yfirleitt keyptar, þýddar og samprentaðar á mörgum tungumálum erlendis. "Fyrir hinn almenna neytanda kosta erlendar og íslenskar bækur svipaða upphæð. Neytandinn er ekki meðvitaður um að það þurfi að borga meira fyrir bók sem samin er af íslenskum höfundum og myndskreytt af Íslendingi." Helsta orsök þessa segir Bryndís vera að Launasjóði rithöfunda er ekki skylt að veita barnabókahöfundum rithöfundalaun. "Ég veit að Gerður Kristný hefur ekki fengið rithöfundalaun þegar hún hefur skrifað barnabækur. Þá er einhvern veginn litið fram hjá því." "Ég skoðaði tölfræði um úthlutanir úr sjóðnum síðustu ár. Eina tölfræðin sem gefin var upp er hversu margir rithöfundar búsettir erlendis, á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu hefðu fengið styrk. Einnig voru þar upplýsingar um kynjaskiptingu. Verkefnistenging styrkjanna virtist ekkert liggja á lausu," segir Bryndís. Spurð hvað valdi því að barnabókahöfundar fái síður styrki segir hún það einfaldlega vera þróun. "Það var ekki svo mikið af þýddum bókum í gamla daga. Nú heyri ég að fjölmargar útgáfur séu að hætta að gefa út íslenskar barnabækur, það borgi sig ekki." Bryndís vill ekki að launasjóðurinn sé skyldugur til að veita ákveðið mikið til barnabókahöfunda en leggur þó til að tölfræði yfir verkefnaskiptingu styrkjanna verði tekin saman. "Ég held að það myndi hjálpa örlítið við að leiðrétta þessa skekkju," segir Bryndís að lokum. birgirh@frettabladid.is
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent