Börn fara á mis við íslenskan veruleika 1. október 2012 03:00 Íslenskum barnabókmenntum er ábótavant, segir Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka hjá Pennanum. Íslenskur raunveruleiki á sér ekki stað í bókum fyrir yngstu börnin "Íslenskir barnabókahöfundar eru í mjög erfiðri samkeppni við erlendar bækur," segir Bryndís. Barnabækur eru þriðjungur allra seldra bóka á Íslandi og er meirihluti þeirra þýddar erlendar barnabækur. Bryndís telur að helsta ástæða þess sé að ódýrara sé að kaupa inn erlendar bækur og að íslenskir barnabókahöfundar fái almennt ekki styrki til sinna starfa. Erlendu bækurnar eru yfirleitt keyptar, þýddar og samprentaðar á mörgum tungumálum erlendis. "Fyrir hinn almenna neytanda kosta erlendar og íslenskar bækur svipaða upphæð. Neytandinn er ekki meðvitaður um að það þurfi að borga meira fyrir bók sem samin er af íslenskum höfundum og myndskreytt af Íslendingi." Helsta orsök þessa segir Bryndís vera að Launasjóði rithöfunda er ekki skylt að veita barnabókahöfundum rithöfundalaun. "Ég veit að Gerður Kristný hefur ekki fengið rithöfundalaun þegar hún hefur skrifað barnabækur. Þá er einhvern veginn litið fram hjá því." "Ég skoðaði tölfræði um úthlutanir úr sjóðnum síðustu ár. Eina tölfræðin sem gefin var upp er hversu margir rithöfundar búsettir erlendis, á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu hefðu fengið styrk. Einnig voru þar upplýsingar um kynjaskiptingu. Verkefnistenging styrkjanna virtist ekkert liggja á lausu," segir Bryndís. Spurð hvað valdi því að barnabókahöfundar fái síður styrki segir hún það einfaldlega vera þróun. "Það var ekki svo mikið af þýddum bókum í gamla daga. Nú heyri ég að fjölmargar útgáfur séu að hætta að gefa út íslenskar barnabækur, það borgi sig ekki." Bryndís vill ekki að launasjóðurinn sé skyldugur til að veita ákveðið mikið til barnabókahöfunda en leggur þó til að tölfræði yfir verkefnaskiptingu styrkjanna verði tekin saman. "Ég held að það myndi hjálpa örlítið við að leiðrétta þessa skekkju," segir Bryndís að lokum. birgirh@frettabladid.is Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Íslenskum barnabókmenntum er ábótavant, segir Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka hjá Pennanum. Íslenskur raunveruleiki á sér ekki stað í bókum fyrir yngstu börnin "Íslenskir barnabókahöfundar eru í mjög erfiðri samkeppni við erlendar bækur," segir Bryndís. Barnabækur eru þriðjungur allra seldra bóka á Íslandi og er meirihluti þeirra þýddar erlendar barnabækur. Bryndís telur að helsta ástæða þess sé að ódýrara sé að kaupa inn erlendar bækur og að íslenskir barnabókahöfundar fái almennt ekki styrki til sinna starfa. Erlendu bækurnar eru yfirleitt keyptar, þýddar og samprentaðar á mörgum tungumálum erlendis. "Fyrir hinn almenna neytanda kosta erlendar og íslenskar bækur svipaða upphæð. Neytandinn er ekki meðvitaður um að það þurfi að borga meira fyrir bók sem samin er af íslenskum höfundum og myndskreytt af Íslendingi." Helsta orsök þessa segir Bryndís vera að Launasjóði rithöfunda er ekki skylt að veita barnabókahöfundum rithöfundalaun. "Ég veit að Gerður Kristný hefur ekki fengið rithöfundalaun þegar hún hefur skrifað barnabækur. Þá er einhvern veginn litið fram hjá því." "Ég skoðaði tölfræði um úthlutanir úr sjóðnum síðustu ár. Eina tölfræðin sem gefin var upp er hversu margir rithöfundar búsettir erlendis, á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu hefðu fengið styrk. Einnig voru þar upplýsingar um kynjaskiptingu. Verkefnistenging styrkjanna virtist ekkert liggja á lausu," segir Bryndís. Spurð hvað valdi því að barnabókahöfundar fái síður styrki segir hún það einfaldlega vera þróun. "Það var ekki svo mikið af þýddum bókum í gamla daga. Nú heyri ég að fjölmargar útgáfur séu að hætta að gefa út íslenskar barnabækur, það borgi sig ekki." Bryndís vill ekki að launasjóðurinn sé skyldugur til að veita ákveðið mikið til barnabókahöfunda en leggur þó til að tölfræði yfir verkefnaskiptingu styrkjanna verði tekin saman. "Ég held að það myndi hjálpa örlítið við að leiðrétta þessa skekkju," segir Bryndís að lokum. birgirh@frettabladid.is
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira