Fleiri fréttir

Krabbameinið ekkert feimnismál

Lilja Jónasdóttir var stödd í vinnu sinni í fyrravor þegar hún fékk símtal frá lækni sem greindi henni frá því að hún væri með brjóstakrabbamein. Hún sagði Sigríði Björgu Tómasdóttur að það hefði reynst mikið happ að greinast snemma.

"Er til betri gjöf en að gefa öðrum líf?“

Hjartaþeginn Kjartan Birgisson, sem hefur gengist undir fjórar hjartalokuaðgerðir og farið yfir móðuna miklu og til baka, hvetur þá sem vilja gefa líffæri eftir sinn dag að greina sínum nánustu frá því. Þannig sé mannslífum bjargað. Á fimmta tug Íslendinga vantar nú ný líffæri.

Ný íslensk rannsókn um Alzheimer og kæfisvefn

Fyrstu niðurstöður íslenskrar rannsóknar á Alzheimer og kæfisvefni sýna dagamun á þeim sem þjást af báðum sjúkdómum. Sveiflur í svefntruflunum voru meiri en rannsóknarmennirnir bjuggust við.

Íslenskir karlmenn með stærsta liminn í Evrópu

Íslenskir karlmenn eru með stærsta getnaðarlim í Evrópu, samkvæmt nýrri könnun Ulster-háskólans á Bretlandi. Getnaðarlimur meðal karlmanns á Íslandi er 16,51 cm í fullri reisn.

Þóra Arnórs eyddi tvöfalt meira en Ólafur Ragnar

Forsetaframboð Þóru Arnórsdóttur kostaði fimmtán milljónir sem er ríflega tvöfalt meira en framboð Ólafs Ragnars Grímssonar. Framboðið fékk tæplega ellefu milljónir í styrki frá einstaklingum.

Ölvaður ökumaður velti bifreið og stakk af

Tilkynnt var um undarlegar mannaferðir í kringum bifreið við Grýtubakka í Reykjavík í morgun. Að sögn lögreglu var par handtekið grunað um að hafa ekið henni en þau voru bæði í mjög mikilli vímu. Þau voru flutt á lögreglustöð og vistuð í fangageymslu þar til unnt var að ræða við þau.

Erna Indriða stefnir á 2. sætið

Erna Indriðadóttir stjórnsýslufræðingur og starfsmaður Alcoa Fjarðaáls, ætlar að gefa kost á sér í annað sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, í prófkjör flokksins sem fer fram um miðjan nóvember. Í tilkynningu segir að Erna hafi verið á tíunda sæti á lista flokksins í kjördæminu í síðustu kosningum. Erna starfaði sem fréttamaður á Ríkisútvarpi í rúm 20 ár.

Gæti verið sýnd miskunn ef þær iðrast

Forsvarsmenn rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar gáfu til kynna í dag að kirkjan myndi sýna þremur meðlimum pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot miskunn ef þær myndu iðrast gjörða sinna. Á morgun verður áfrýjun þeirra tekin fyrir en þær voru dæmdar í tveggja ára fangelsi fyrir að halda svokallaða pönkmessu í kapellu í Moskvu í febrúar á þessu ári. Tilefni stúlknanna var að mótmæla Vladímir Pútín, forseta Rússlands.

Brandarinn um öskuna og peningana ekki fyndinn

Colin Freeman, blaðamaður breska blaðsins The Telegraph, segir í pistli á vefsíðunni í dag að þeir sem ferðast til Íslands ættu ekki að heimsækja minjagripaverslun við rætur Eyjafjallajökuls.

Snjóskaflar hafa bráðnað í Heklu

Bráðnun tveggja snjóskafla í Heklu á líklegast rætur sínar að rekja til rigningar eða hita frá gígi eða hrauni í eldfjallinu. Ekki er líklegt að fjallið sé að fara að gjósa, segir jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Selja gömul leikföng í dag

Gömlum leikföngum hefur síðustu daga verið safnað saman á dótabasar sem haldinn er í dag til styrktar kvennadeild Landspítalans.

Góð þátttaka í hjartadagshlaupinu

Sjötta hjartadagshlaupið var ræst klukkan 10 í morgun á Kópavogsvelli. Tvær veglengdir voru í boði, 5 og 10 km og var þátttaka ókeypis. Alls luku 152 keppni og sigurvegarar í 10 km voru þau Ingvar Hjartarson sem hjlóp á 34:26 mín og Fríða Rún Þórðardóttir sem hljóp á 41:36.

Neituðu allir að hafa keyrt bílinn

Mikill erill var hjá lögreglu, mikið um útköll vegna hávaða og minniháttar pústra. Þá voru sex ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur og einn ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Enn finnast lifandi kindur

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa um helgina verið að aðstoða bændur. Störfin felast að mestu leiti í smalamennsku og leit að sauðfé.

Innra vegakerfi tilfinninganna

Jóhann Sigurðarson leikari tekst nú á við eitt af sínum stóru hlutverkum er hann túlkar listmálarann Mark Rothko sem nú er einn dýrasti málari seinni tíma en bjó við fátækt framan af ævinni. Gunnþóra Gunnarsdóttir heimsótti Jóhann á Arnarnesið og komst að því að hann ólst upp hjá einstæðri fjögurra barna móður. Báðir hlutu menningarlegt uppeldi þrátt fyrir bág kjör.

Fékk SMS þar sem stóð að hún ætti að drepa sig

Tvær ungar konur hafa stigið fram og greint frá afleiðingum eineltis í grunnskóla. Önnur þeirra fékk sms-skilaboð um að hún ætti að drepa sig. Hin var útskúfuð úr vinahóp aðeins ellefu ára gömul.

Vann 40 milljónir í lottó

Einn var með allar tölurnar réttar í lottóinu í kvöld en sá fær tæplega 40 milljónir í sinn hlut. Miðinn er í áskrift.

Á götuna eftir 75 ára hvíld

Níutíu og fjögurra ára gamalt mótorhjól var í dag endurvakið eftir sjötíu og fimm ára hvíld frá götunni og hefur gripurinn sjaldan eða aldrei tekið sig jafn vel út.

Íhuga að óska sjálfir eftir umsögn Ríkisendurskoðunar

Stjórnarandstæðingar gagnrýna harðlega ákvörðun fjárlaganefndar um að fresta því að senda fjáraukalögin til umsagnar hjá Ríkisendurskoðun. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins íhuga að óska sjálfir eftir því að stofnunin veiti umsögnina engu að síður.

Gagnrýndi Öryggisráðið

Í ræðu sinni á Allsherjarþinginu í morgun gagnrýndi Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna harðlega fyrir að vera afdankað og úr takti við þarfir nútímans. Hann sagði það vera þröskuld í vegi þess að alþjóðasamfélagið gæti látið til sín taka í málefnum Sýrlands. "Við verðum að breyta Öryggisráðinu til að það verði tæki til lausnar, en ekki hindrun, til að vinna sig út úr stöðum einsog þeirri sem nú er komin upp í Sýrlandi á þessu ári, og, einsog við sáum í fyrra, gagnvart umsókn Palestínu,”

Fjölskyldan á leið til Bordeaux

Fjölskylda Megan Stammers, fimmtán ára breskrar stúlku sem stakk af með stærfræðikennaranum sínum, er nú á leið til Frakklands til að hitta hana. Foreldrar stúlkunnar hafa þegar náð að heyra í henni í síma og vonast þau til að geta farið aftur heim með hana til Sussex á englandi um helgina. Stúlkan fannst ásamt þrítugum stærfræðikennara sínum í Bordeaux í Frakklandi eftir umfangsmikla leit í um viku.

Grunaður um að stela þremur lömbum

Lögreglan í Borgarfirði og Dölum rannsakar nú sauðaþjófnað frístundabónda sunnan Skarðsheiðar í Borgarfirði. Bóndinn er grunaður um að hafa tekið þrjú lömb annars bónda ófrjálsri hendi.

Danska Séð og heyrt ekki með fleiri nektarmyndir af Middleton

Kim Henningsen, ritstjóri danska slúðurblaðsins Se og Hör, segir að blaðið hafi ekki fleiri nektarmyndir af Kate Middleton, eiginkonu Vilhjálms Bretaprins, undir höndum. Orðrómur hefur verið um að blaðið ætli að birta fleiri myndir af hertogaynjunni og í þetta skiptið eigi Middleton að vera alveg nakin á myndunum. Henningsen segir orðróminn ekki á rökum reistan, líklega séu menn að rugla saman við brjóstamyndirnar sem blaðið birti í byrjun mánaðarins.

Vigdís vill leiða Framsókn í Reykjavík

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, óskaði eftir því á fjölmennum fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur fyrr í dag, að leiða flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi alþingiskosningum. Í tilkynningu sem hún sendi fjölmiðlum segist hún vilja vinna af heiðarleika og festu í þágu lands og þjóðar - og standa vörð um grunngildi samfélagsins.

Mikil flóð á Spáni

Átta létu lífið, þar af tvö börn, í miklum flóðum í suðurhluta Spánar í gær. Sex hundruð, hið minnsta, hafa þurft að yfirgefa heimili sín.

Bráðalungnabólgan smitast ekki auðveldlega

Nýtt afbrigði bráðalungnabólgu smitast ekki jafn auðveldlega á milli manna og áður var talið, að sögn sérfræðinga frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Minnst einn er þegar látinn vegna veirunnar.

Samningurinn við Hong Kong tekur gildi á mánudag

Fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Hong Kong, sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifaði undir fyrir Íslands hönd síðastliðið sumar, tekur gildi á mánudag.

Samuel L Jackson: Drullastu á lappir

Kosningabaráttan er farin að harðna í Bandaríkjunum. Nýjasta útspil stuðningsmanna Obama er auglýsing þar sem Hollywoodleikarinn Samuel L. Jakcson leikur aðalhlutverk.

Fjárfestingar Nubo verða umsvifaminni hér á landi

Fjárfestingar kínverska kaupsýslumannsins Huang Nubo verða umsvifaminni hér á landi en áður var gert ráð fyrir. Þannig gerðu upphaflegar áætlanir hans ráð fyrir að hann myndi fjárfesta fyrir um 200 milljónir bandaríkjadali hér á landi eða 25 milljarða.

Forkastanleg vinnubrögð og án fordæma

Það eru forkastanleg vinnubrögð og án fordæma að fresta því að senda fjáraukalögin til Ríkisendurskoðunar líkt og meirihluti fjárlaganefndar ákvað í gær. Þetta segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í nefndinni en hann telur að baki ákvörðuninni blundi tilhneiging til að leyna almennig upplýsingum.

Ölvaður á stolnum bíl á BSÍ

Ölvaður einstaklingur var handtekinn á Umferðarmiðstöðinni við Vatnsmýrarveg, BSÍ, um klukkan hálf sjö í morgun en sjá er grunaður um að hafa stolið bíl. Tekin verður skýrsla af honum þegar hann hefur sofið áfengisvímuna úr sér í fangaklefa. Á svipuðum tíma var tilkynnt um brotna rúðu í húsi við Ránargötu en þar hafði rúta verið brotin. Þegar lögreglan kom á svæðið var grunaði enn á vettvangi. Málið var afgreitt á staðnum með skýrslu.

Uppreisnarmenn skortir vopn

Hörð átök geisa nú í sýrlensku borginni Aleppo en samkvæmt fréttaflutningi ríkissjónvarpssins hafa stjórnarandstæðingar þurft að lúta í lægra haldi fyrir stjórnarhermönnum.

Vill sér saksóknara fyrir kynferðisbrot

Talskona Stígamóta vill að stofnað verði embætti sérstaks saksóknara kynferðisbrota. Færri nauðganir komu á borð ríkissaksóknara á níu ára tímabili en á einu ári til Stígamóta. Um helmingur mála ríkissaksóknara eru kynferðisbrot.

Biðjast afsökunar á að hafa sýnt sjálfsmorð í beinni

Bandaríska fréttastöðin Fox hefur beðist afsökunar á því að hafa sýnt sjálfsmorð í beinni útsendingu í gærkvöldi. Sýndar voru myndir sem teknar voru úr þyrlu af eftirför lögreglu sem reyndi að stöðva ökumann vegna hraðaaksturs.

Hávaði í heimahúsum og pústrar í miðbænum

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna útkallla sem öll tengjast ölvun, aðallega vegna hávaða í heimahúsum og pústra á milli manna í miðbænum Fjórir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur og tveir ökumenn vegna fíkniefnaaksturs.

Skattur auðmanna í 75 prósent

Jean-Marc Ayrault, forsætisráðherra Frakklands, segir að nýr 75 % hátekjuskattur verði lagður á þá sem hafa meira en milljón evrur í árstekjur. Það samsvarar um það bil 160 milljónum króna, eða rúmlega þrettán milljónum í mánaðartekjur.

Bóndinn horfir ekki á sjónvarp

Í þættinum Beint frá býli í kvöld mætir Jónas Sigurðsson og Ritvélar Framtíðarinnar á Háls í Kjós. Þetta er fjölmennasta hljómsveitin hingað til en meðlimir hennar eru tíu talsins og voru þeir allir komnir saman í stofunni heima hjá ábúendum á Hálsi. Þess ber að gera að áhorfendur voru ekki nema sex talsins.

Vilja minna veitt af makrílnum

Alþjóðahafrannsóknaráðið ICES, leggur til 15,2% samdrátt í veiðum á makríl árið 2013, umtalsverða aukningu í veiðum á kolmunna og mikinn samdrátt í veiðum á norsk-íslenskri síld. Þetta kemur fram í ráðgjöf stofnunarinnar sem birt var í gær.

Sjá næstu 50 fréttir