Fleiri fréttir

Kristján verður ráðuneytisstjóri

Kristján Skarphéðinsson verður ráðuneytisstjóri hins nýja atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Kristján var áður ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðuneytinu.

Handtóku konu vegna búðarhnupls

Lögreglan handtók konu um kvöldmatarleitið í gær vegna gruns um að hún hafi hnuplað varningi úr verslun i Austurborginni.

Romney gagnrýnir en Eastwood röflaði

Mitt Romney notaði tækifærið í ræðu sinni á flokksþingi Repúblikanaflokksins í Flórída í gærkvöldi til að gagnrýna Barack Obama forseta Bandaríkjanna harðlega eins og búist var við.

Gagnrýna Ögmund harðlega

Stjórnsýsla Bæði sjálfstæðiskonur og jafnréttisnefnd Framsóknarflokksins gagnrýna Ögmund Jónasson innanríkisráðherra harðlega vegna niðurstöðu úrskurðarnefndar jafnréttismála um að hann hafi gerst brotlegur við lög.

Skaftárhlaupið er loksins komið fram

Meðalrennslii Skaftár við Sveinstind, sem er efsta mælingastöðin, var síðdegis í gær um 180 rúmmetrar á sekúndu, sem er um það bil þrefalt meðalrennsli. Þar með er Skaftárhlaupið loks komið fram, sem hefur verið óvenju lengi í burðarliðnum.

Við getum lagað brotalamirnar

„Að mati ráðuneytisins er það ótvíræð ógn við siglingavernd ef óviðkomandi aðilar komast inn á afgirt hafnarsvæði og því nauðsynlegt að grípa til viðeigandi aðgerða til þess að stemma stigu við því,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.

Peningum safnað í strætóbauk í Höfða

„Það verður forvitnilegt að sjá hvað kemur þarna upp úr,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um söfnunarbauk sem verið hefur í Höfða í sumar.

Tvær plánetur við tvístirni

Stjörnufræðingar NASA hafa fundið tvær reikistjörnur sem eru á braut um tvær sólir, svokallað tvístirni.

Smitaði fólk af alnæmisveiru

Svissneskur nálastungulæknir hefur verið ákærður fyrir að hafa vísvitandi smitað sextán manns af alnæmisveirunni.

Fulltrúar Sýrlands gengu út af leiðtogafundi í Íran

„Blóðbaðið í Sýrlandi er á ábyrgð okkar allra og hættir ekki fyrr en gripið verður inn í til að stöðva það,“ sagði Mohammed Morsi, hinn nýi forseti Egyptalands, á leiðtogafundi Samtaka hlutlausra ríkja, sem haldinn er í Teheran, höfuðborg Írans.

Fleiri konur háðar spilum

Konum með spilafíkn fjölgar í Svíþjóð, samkvæmt nýrri könnun sænsku lýðheilsustofnunarinnar. Konur eru nú helmingur nýrra spilafíkla. Algengast er að konur á aldrinum 45 til 64 ára glími við vanda vegna spilafíknar.

Tvö börn frá Tógó eignast íslenska foreldra

Ættleiðingarsamband Íslenskrar ættleiðingar við Tógó er nú orðið virkt að fullu og hafa tvö munaðarlaus börn frá Tógó nú þegar eignast fjölskyldur á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Svavarssyni, formanni Íslenskrar ættleiðingar.

Sjónvarpsfólk sagt tengjast píramídafyrirtæki sem varað er við á netinu

Sjónvarpsfólkið Ásgeir Kolbeinsson og Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir eru sögð tengjast nokkurskonar píramídafyrirtæki sem nefnist WorldVenture. Fréttatíminn greinir frá því í blaðinu sínu sem kemur út á morgun að um ferðaklúbb sé að ræða. Fyrirbærið sé þó áþekkt Herbalife og NuSkin. Eini munurinn er sá að varan eru ferðalög.

Kona slasaðist í Skaftafelli

Björgunarsveitamenn úr Öræfum, Landeyjum og frá Höfn voru kallaðar út um klukkan sjö í kvöld þegar tilkynning barst um konu sem slasaðist í Skaftafelli.

Héldu að húsið væri að hrynja

Smiðir sem voru á þaki skemmu í Bláfjöllum þegar skjálftinn reið fyrir héldu að húsið væri að hrynja undan þeim. Starfsmönnum á svæðinu var flestum brugðið. Þrír voru smiðir voru við vinnu í skemmu í Bláfjöllum þegar að skjálftinn reið fyrir.

Bænastarf múslima í Ýmishúsinu hefst um helgina

Á laugardaginn fær svokallað Ýmishús við Skógarhlíð nýtt hlutverk og verður bænahús múslíma. Allir múslímar landsins auk þeirra sem eru áhugasamir um menningu Íslam eiga að verða velkomnir þanngað. Auk þess verður Menningarsetur múslíma á Íslandi með aðstöðu þar en forsvarsmenn þess klofnuðu fyrir um tveimur árum frá Félagi múslíma þar sem þáverandi formanni félagsins þótti trúarhugmyndir þeirra ekki falla að íslensku samfélagi og of öfgafullar.

Tillögur um breytingar á ráðuneytum staðfestar

Tillögur forsætisráðherra um breytt skipulag Stjórnarráðs Íslands voru staðfestar á fundi ríkisráðs í dag. Breytingarnar fela í sér að í stað iðnaðarráðuneytis, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, umhverfisráðuneytis, efnahags- og viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðuneytis komi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Með breytingum hefur ráðuneytum fækkað úr tólf í átta í tíð núverandi ríkisstjórnar.

Vorannarkort í strætó fyrir nemendur

Strætó mun bjóða upp á vorannarkort fyrir nemendur. Þau munu gilda frá janúar. Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt fyrir að bjóða nemendum ekki kost sem hentar þeim heldur aðeins 12 mánaða kort.

IAEA: Framleiðsla í kjarnorkuverum Írans eykst

Alþjóðakjarnorkumálastofnun, sem starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna, tilkynnti í dag að stjórnvöld í Íran hefðu aukið framleiðslugetu kjarnorkuversins Fordo um nær helming.

Fundu milljónir svarthola

Vísindamenn fundu nýlega milljónir tröllaukinna svarthola með hjálp stjörnusjónaukans Wise. Fundurinn mun gagnast í leitinni að svörum um hvernig vetrarbrautir og svarthol myndast.

Steinar Aubertsson ætlar að kæra konu fyrir ásakanir um mansal

Steinar Aubertsson og fjórmenningarnir sem voru sakaðir um að hafa svipt konu frelsi í Amsterdam og ætlað að selja hana mansali hafa ákveðið að kæra konuna fyrir rangar sakargiftir í Hollandi. Steinar, segir í yfirlýsingu sem Vísi barst frá lögmanni hans, að hann muni líka kæra konuna fyrir meiðyrði hér á landi.

"Pussy Riot" ritað á vegg á morðvettvangi

Lögreglan í Rússlandi hefur staðfest að mæðgin, sjötíu og sex ára gömul kona og þrjátíu og átta ára gömul dóttir hennar, hafi verið myrt í borginni Kazan.

Ögmundur telur sig hafa tekið rétta ákvörðun þrátt fyrir jafnréttisbrot

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, telur sig hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann skipaði Svavar Pálsson í embætti sýslumanns á Húsavík þrátt fyrir að kærunefnd jafnréttismála hafi komist að þeirri niðurstöðu að ráðherrann hafi brotið jafnréttislög þegar hann skipaði Svavar í embættið.

Ók inn um dyrnar að Veiðihorninu

Roskinn ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og ók nánast inn í verslunina Veiðihornið í Síðumúla í dag. Til allrar hamingju meiddist enginn en töluverðar skemmdir urðu bæði á búðinni og bílnum.

Kona tók á móti eigin barni í Bolungarvíkurgöngum

Kona eignaðist barn í fólksbíl í Bolungarvíkurgöngum árla morguns í gær. Konan tók sjálf á móti barninu, að því er fram kemur á vef Bæjarins besta. Móður og barni heilsast vel. Konan og eiginmaður hennar lögðu af stað eldsnemma í gærmorgun frá Bolungarvík til Ísafjarðar, en konan var komin með verki og greinilegt að fæðing var skammt undan. Þau komust ekki lengra en í Bolungarvíkurgöng áður en barnið fæddist. Faðirinn hélt áfram keyrslu til Ísafjarðar þar sem starfsfólk sjúkrahússins veitti móður og barni aðstoð.

Íslendingar á villigötum í stjórnarskrármálinu

Fræðimennirnir Ágúst Þór Árnason og Skúli Magnússon telja Íslendinga á villigötum við endurskoðun á stjórnarskrá lýðveldisins. Í dag birtist grein eftir Skúla í Fréttablaðinu um skoðun þeirra félaga á málin. Grein eftir Ágúst um sama mál birtist í Morgunblaðinu í morgun. Þar kemur fram að þeir hafa sett fram tillögu að endurskoðaðri stjórnarskrá sem finna má á heimasíðunni stjornskipun.is".

Jarðskjálfti við Jan Mayen - 6.6 stig

Tveir stórir jarðskjálftar, 6.6 og 5.5 stig, urðu við Jan Mayen rétt fyrir klukkan tvö í dag. Veðurstofa hefur staðfest þetta í samtali við fréttastofu.

Játaði að hafa fengið móður sína til að flytja kókaín til landsins

Kona á þrítugsaldri játaði fyrir dómara í morgun að hafa ein skipulagt stórfellt fíkniefnasmygl í lok maí síðastliðnum. Konan fékk móður sína til að flytja ferðatösku hingað til lands frá Danmörku sem innihélt rúmlega hálft kíló af kókaíni. Móðirin var stöðvuð á Keflavíkurflugvelli við hefðbundið eftirlit. Kærasti konunnar, maður á fertugsaldri, er einnig ákærður fyrir fíkniefnainnflutninginn en hann neitaði sök.

Óviðunandi að ráðherrar brjóti jafnréttislög

Femínistafélag Íslands ályktar að það sé óviðunandi að ráðherrar brjóti jafnréttislög. Í ályktuninni sem félagið sendi frá sér bregst það við úrskurði kærunefndar jafnréttismála þar sem Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, var fundinn sekur um brot gegn jafnréttislögum þegar hann réði karl sem sýslumann á Húsavík þó önnur kona hefði verið metin jafnhæf í starfið.

Almannavarnir: Ekki miklar líkur á flóðbylgju

"Það eru tiltölulega litlar líkur á því að það verði flóðbylgja af þessu, það geta orðið smávægilegar flóðbylgjur, sem eru þá bara einhverjir sentimetrar að hæð," segir Ágúst Gunnar Gylfason, verkefnastjóri hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.

Fólk hljóp á dyr í Litlu Kaffistofunni

Skálftinn sem reið yfir á tólfta tímanum í dag fannst greinilega við Litlu Kaffistofuna á Suðurlandsvegi. Stefán Þormar Guðmundsson, staðahaldari, segir að gestum og starfsfólki hafi verið brugðið og að nokkrir hafi hlaupið á dyr.

Jarðskjálftinn var 4,6 stig

Jarðskjálfti varð á höfuðborgarsvæðinu fyrir stundu. Skjálftinn fannst mjög vel í Reykjavík og nágrenni. Hann varð rétt fyrir hádegi á sex kílómetra dýpi við Bláfjöll. Samkvæmt upplýsingum frá jarðskjálftafræðingi á Veðurstofunni sýna fyrstu mælingar að hann hafi mælst 4,6 stig.

Tillögurnar eru ný útfærsla af gömlu stjórnarskránni

Eiríkur Bergmann, stjórnlagaráðsmeðlimur, tekur nýjum tillögum Skúla Magnússonar og Ágústs Þórs Árnasonar til stjórnskipunarlaga fagnandi. Hann telur þó að tillögur þeirra séu í raun aðeins ný útfærsla af núverandi stjórnarskrá landsins.

Aðrar tillögur til nýrrar stjórnarskrár

Tveir fræðimenn lögðu í dag fram nýjar heildstæðar tillögur til stjórnarskrár fyrir Ísland. Frumvarpið er hugsað sem „valkostur í stjórnarskrármálinu" og skrifa tvímenningarnir

Sjá næstu 50 fréttir