Innlent

Handtóku konu vegna búðarhnupls

Lögreglan handtók konu um kvöldmatarleitið í gær vegna gruns um að hún hafi hnuplað varningi úr verslun i Austurborginni.

Í fórum hennar fannst þýfi að verðmæti um 150 þúsund krónur og verður kannað nánar hvort hún hefur gert slíkt áður.

Enn og aftur var svo tilkynnt um þjófnað úr búningsherbergjum íþróttahúss, núna í Kópavogi. Farið var í nokkra skápa og þaðan stolið veskjum með greiðslukortum, símum og fleiri verðmætum. Þjófurinn er ófundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×