Innlent

Kona slasaðist í Skaftafelli

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Björgunarsveitamenn úr Öræfum, Landeyjum og frá Höfn voru kallaðar út um klukkan sjö í kvöld þegar tilkynning barst um konu sem slasaðist í Skaftafelli.

Konan, sem er erlendur ferðamaður, var á leið að Sjónarnípu sem er um 3 km frá þjónustumiðstöðinni. Hún komst þó ekki alla leið því hún slasaðist á fæti eftir hálfs annars kílómetra göngu.

Bera þarf konuna niður að vegi þar sem sjúkrabíll frá Klaustri bíður hennar. Burðurinn tekur væntanlega um eina og hálfa klukkustund enda erfitt svæði að fara um með sjúkrabörur, brekkur og skógur.

Stígur á svæðinu er þröngur og erfitt að fara um hann með konuna. Starfsmenn Fjallaleiðsögumanna í Skaftafelli aðstoða við burðinn þannig að alls taka um 20 manns þátt í aðgerðinni.

Veður er þokkalegt fyrir austan, bjart en kalt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×