Innlent

Þyrla sótti illa slasaðan ferðamann í Skaftafell

Erlendur ferðamaður slasaðist illa á fæti þegar hann hrasaði á göngu ásamt konu sinni um þrjá kílómetra frá þjónustumiðstöðinni í Skaftafelli í gærkvöldi.

Konan hljóp niður í þjónustumiðstöðina eftir hjálp og voru björgunarsveitarmenn kallaðir út til aðstoðar.

Þegar þeir komu á vettvang mátu þeir stöðuna svo að erfitt og seinlegt yrði að bera manninn niður að þjónustumiðstöðinni til móts við sjukrabíl, þannig að kallað var eftir þyrlu Gæslunnar, sem sótti manninn og flutti á Landsspítalann í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×