Fleiri fréttir

Regnhlífar og regnbogalitir í Gleðigöngunni

Gleðigangan hófst núna klukkan tvö. Þrátt fyrir úrhelli eru hátíðargestir með bros á vör. Mikill fjöldi var saman kominn á Vatnsmýrarvegi þar sem gangan hófst.

Ólympíuleikunum lýkur með stærsta teiti allra tíma

Lokaathöfn Ólympíuleikanna fer fram á morgun. Líkt og með setningarathöfn leikanna hvílir mikil leynd yfir dagskránni á morgun. Stephen Daldry, leikstjóri lokaathafnarinnar, lofar ótrúlegri sýningu og besta teiti fyrr og síðar, eins og hann orðaði það.

Breti vann 28 milljarða króna

Heppinn Breti vann 148 milljónir punda í Euromillions happdrættinu í gær. Vinningsupphæðin nemur tæpum 28 milljörðum íslenskra króna.

Eins og forystumenn Samfylkingar "hafi ekki aðgang að internetinu"

Ef Ísland væri aðili að Evrópusambandinu og Evrópska myntbandalaginu með evru mætti gera ráð fyrir að ábyrgðir íslenska ríkisins vegna björgunarsjóðs evrunnar væru um 115 milljarðar króna. Þetta segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins en hann byggir þetta á útreikningum sem hann hefur tekið saman.

Mansal eykst í Noregi

Fullyrt er að vændi í Noregi sé bæði orðið skipulagðara og alvarlegra eftir að lög sem banna kaup á vændi tóku í gildi árið 2009. Sambærileg lög eru í gildi á Íslandi en þau eru að sænskri fyrirmynd.

Fyrsta myndin af Crowe í hlutverki Nóa

Bandaríska kvikmyndaverið Paramount Pictures hefur birt fyrstu myndina af Russell Crowe í hlutverki Nóa. Þó svo að fátt annað en veðrað andlit stórleikarans sjáist á myndinni hefur hún vakið mikla athygli.

Tveir menn stela af starfsfólki

Tveir menn eru grunaðir um þjófnað í miðborginni í morgun. Tilkynnt var um þjófnað á munum starfsfólks á hóteli við Skúlagötu klukkan tíu í morgun.

Beið á kili skútunnar eftir hjálp

Lítilli skútu hvolfdi rétt fyrir utan Reykjavík í gærkvöld. Það voru skipverjar á lystiskipi sem tilkynntu um atvikið. Var þá þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út ásamt björgunarskipinu hjá Ársæli.

Búast við metþátttöku í Gleðigöngunni

Hin árlega Gleðiganga Hinsegin daga fer fram í dag en líkt og í fyrra er nú gengið frá Vatnsmýrarvegi en ekki Hlemmi. Búist er við metþáttöku en um fjörutíu atriði eru skráð til leiks.

Sex féllu í Afganistan

Þrír bandarískir hermenn voru í gærkvöldi skotnir til bana af afgönskum verkamanni í herstöð í Gamsir-héraði í suðurhluta landsins.

Clinton ræðir framtíð Sýrlands

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er stödd í Tyrklandi til að ræða við þarlend stjórnvöld um harðnandi átök í Sýrlandi og vaxandi straum flóttamanna.

Mitt Romney velur Paul Ryan sem varaforsetaefni

Mitt Romney, forsetaefni repúblikanaflokksins, hyggst tilnefna fulltrúardeildarþingmanninn Paul Ryan frá Wisconsin sem varaforsetaefni sitt í dag, að því er Reuters greinir frá.

Enn loga eldar

Enn loga eldar í Laugardal í Súðavíkurhreppi en átta dagar eru síðan þar var fyrst varts elds í jarðvegi. Slökkviliðið á Ísafirði vann að slökkvistarfi í gær og í nótt en vaktaskipti voru í morgun við Slökkviliðið á Súðavík.

Harmleikur í Indlandi

Hátt í fjörutíu fórust í rútuslysi í norður Indlandi í nótt. Atvikið átti sér stað á fjallvegi í Himachal Pradash-héraðinu.

Sleginn með billjardkjuða

Maður á fimmtugsaldri varð fyrir líkamsárás í austurborginni á tíunda tímanum í gærkvöld. Árásin átti sér tað á billjardstofu og hafði hann verið sleginn í andlitið með billjardkjuða.

Harður jarðskjálfti í Íran

Snarpur jarðskjálfti reið yfir norðvesturhluta Íran í dag. Skjálftinn var að stærðinni 6.2 en upptök hans voru í 60 kílómetra fjarlægð frá borginni Tabriz.

Gagnrýnir skipulag Hörpu

Taka hefði átt upp skipulag Hörpu miklu fyrr að mati Þórunnar Sigurðardóttur sem skipuð var stjórnarformaður Ago, rekstrarfélags Hörpu, af menntamálaráðherra vorið 2009. Þórunn segir að breyta hefði þurft öllu uppleggi Hörpu, ekki síst hvað fjölda félaga varðar.

Stjórnarformaður útilokar ekki afsögn

„Ég hef haft miklar efasemdir um að þetta mundi ganga svona áfram. Hins vegar má segja að við sem erum hér í stjórnum berum auðvitað ábyrgð. Á meðan maður segir ekki af sér, þá ber maður náttúrulega ábyrgð.“ Þetta segir Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður Ago, rekstrarfélags Hörpu. Áætlað er að tap Hörpu í ár nemi 407 milljónum króna. En hyggur Þórunn á afsögn?

Búast við 500 þúsund gestum á tíu árum

Gert er ráð fyrir að tæplega hálf milljón gesta geti heimsótt Þríhnúkagíg á næsta áratug. Ljóst er að byggja þarf upp aðstöðu fyrir þennan fjölda. Frummatsskýrsla VSÓ gerir ráð fyrir útsýnispöllum og þjónustubyggingu í hellinum og betra aðgengi fyrir ferðamenn.

60 látnir eftir flóð í Maníla

Talið er að sextíu manns hið minnsta hafi týnt lífinu í flóðunum í Maníla, höfuðborg Filippseyja, í vikunni. Öllum þeim rúmlega 360 þúsund manns sem höfðu leitað í neyðarskýli var leyft að snúa til síns heima í gær.

Dreginn tvisvar á stuttum tíma

Þorlákur ÍS var dreginn til hafnar í Bolungarvík á fimmtudag af togaranum Páli Pálssyni, en Þorlákur hafði fengið veiðarfærin í skrúfuna þegar báturinn var að makrílveiðum, samkvæmt frétt á vikari.is.

Tekið tillit til vanda framhaldsskólanna

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sérstakt tillit verði tekið til framhaldsskólanna í fjárlagavinnu næsta árs. Eigi það bæði við um skólana í heild, en einnig einstaka skóla sem standa illa. Niðurskurður í rekstri skólanna hafi verið mikill og ýmsir framhaldsskólar eigi mjög erfitt.

Töskugámur rakst í flugvél

Töskugámur rakst í flugvél við Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær og var lögreglan kölluð út í kjölfarið.

Taka upp netin vegna laxleysis

Hópur netaveiðirétthafa í Ölfusá og Hvítá mælast til þess að netaveiðibændur dragi úr veiðisókn eða taki upp netin á vatnasvæðinu það sem eftir lifir veiðitíma í sumar. Þetta er gert vegna lítillar laxveiði á svæðinu það sem af er veiðitímans.

Einn vinsælasti ætisveppurinn

Kóngssveppur, eða ætilubbi (Boletus edulis), er algengastur á Vesturlandi og Vestfjörðum, en er einnig að finna í Borgarfirðinum og víðar. Hann er líkur kúalubba í útliti (Leccinum scabrum) en getur orðið mun stærri. Kóngssveppurinn sem Raimundas fann er með þeim stærstu sem fundist hafa hér á landi. Sveppurinn er kenndur við Karl Jóhann Svíakonung og er einn af vinsælustu ætisveppum hér á landi.

Röng dánarorsök oft gefin

Læknar á Bretlandi gefa ófullnægjandi upplýsingar um dánarorsök í fjórðungi tilfella. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem gerð var innan breska heilbrigðiskerfisins. Þar kemur einnig fram að í tíu prósentum tilfella sé röng dánarorsök skráð. Guardian segir frá þessu.

Óvinur Gaddafi kjörinn forseti

Hið nýstofnaða líbíska þing kaus bráðabirgðaforseta landsins í gærmorgun. Nýr forseti heitir Mohammed el-Megarif en hann var leiðtogi stærsta og rótgrónasta stjórnarandstöðuflokksins í Líbíu á meðan Moammar Gaddafi var enn einræðisherra í Líbíu. El-Megarif hefur verið í útlegð í Bandaríkjunum síðan á níunda áratugnum. Hann mun sitja þar til ný stjórnarskrá hefur verið samþykkt á næsta ári.

Risavaxinn sveppur fannst í Borgarfirði

„Ég held að þetta hljóti að vera stærsti sveppur á Íslandi,“ segir Raimundas Valasinavicius, reyndur sveppatínslumaður, um risavaxinn kóngssvepp sem hann fann í Borgarfirðinum í gær. Raimundas hefur tínt sveppi í meira en þrjátíu ár, bæði í föðurlandi sínu Litháen og hér á landi, hvar hann hefur nú verið búsettur í tólf ár.

Nefna gíg í geimnum eftir Nínu

Örnefnanefnd Alþjóðasambands stjarnvísindamanna (IAU) hefur samþykkt tillögur vísindahóps Messenger-geimfars NASA um nafngiftir á níu gígum við norðurpól Merkúríusar (Merkúr), innstu reikistjörnu sólkerfisins. Einn þessara gíga var nefndur eftir íslensku myndlistarkonunni Nínu Tryggvadóttur.

Vildi sprengja ráðhús í Esbjerg

Ungur Dani hefur nú setið í gæsluvarðhaldi í níu mánuði eftir að hafa skipulagt að sprengja upp ráðhúsið í Esbjerg.

Grand Hótel umhverfisvænt

Grand Hótel hefur nú bæði fengið Svansvottun og vottun frá Túni. Svansvottuninni fylgja afar strangar reglur um notkun á vatni, orku og hreinlætisvörum. Nú notar hótelið til dæmis aðeins vottuð þvottaefni, en áður rann um eitt tonn af klóri í gegnum þvottahús hótelsins á ári.

Skoða saltfisk með segulómun

Matís og Íslenskir saltfiskframleiðendur (ÍSF) standa að nýju verkefni þar sem dreifing salts og vatns um vöðva í saltfiski verður rannsökuð og hvernig mismunandi meðhöndlun hefur áhrif á gæði lokaafurðarinnar. Til verkefnisins fékkst styrkur frá AVS-rannsóknasjóði. Meðal markmiða verkefnisins er að finna ástæðu þess að gallar finnast í fiskinum og að koma í veg fyrir myndun þeirra með bættum verkunaraðferðum. Lokamarkmiðið er að bæta vöru sem flutt er á hefðbundna markaði og vinna nýja.

Vopnabirgðir uppreisnarmanna þverra

Sýrlenskir uppreisnarmenn eiga við vanda að etja því skotfæri þeirra eru nú af skornum skammti. Stjórnarher Bashars al-Assad gerir enn þungar árásir á virkisborgina Aleppo í norðurhluta landsins.

Metþátttaka í Gleðigöngunni á morgun

Það verður metþátttaka í Gleðigöngunni á morgun þegar 40 atriði af öllum stærðum og gerðum aka niður Laugaveginn. Formaður Hinsegin daga gerir sér vonir um að 80 þúsund manns leggi leið sína í miðbæinn.

Ómögulegt að lifa á námslánum - 1.300 kall í mat á dag

Það er gömul saga og ný að það er ómögulegt að lifa einungis á námslánum frá Lánasjóði Íslenskra námsmanna. Þetta segir Sara Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs, en í dag birtist frétt á mbl.is um að einstaklingum á námslánum séu ætlaðar 1.321 króna á dag til matar- og drykkjarkaupa.

"Frekar epískt að selja Emmu Watson bíómiða“

"Það var frekar epískt að selja Emmu Watson bíómiða," segir Hildur Ólafsdóttir afgreiðslustúlka í Háskólabíó sem afgreiddi stórstjörnuna þegar hún kom að horfa á kvikmyndina To Rome with love klukkan hálf sex í dag.

Myndband frá kertafleytingunni

Hin árlega kertafleyting til minningar um fórnarlömb kjarnorkusprengjanna í Hírósíma og Nagasakí í ágúst 1945 var haldin við Tjörnina í Reykjavík í gækvöldi. Inosúke Hayasakí átta tíu og eins árs gamall Japani sem lifði af kjarnorkusprenginguna í Nakasakí flutti ávarp en hann var staddur í um eins kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem sprengjan féll. Fjöldi fólks fleytti síðan kertum til minningar um fórnarlömbin eins og myndbandið sem sjá má hér að ofan ber með sér. Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður tók myndirnar í gærkvöldi.

Þyrla sótti eina og sjúkrabíll aðra

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konu sem féll af hestbaki í Húsadal í Þórsmörk í dag. Konan handleggs- og axlarbrotnaði að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Konan var með hóp í hestaferð þegar óhappi átti sér stað. Konan er nú komin undir læknishendur á Landspítalanum í Fossvogi.

Mun ódýrara að leyfa fötluðum að velja aðstoðarfólk

Notendastýrð persónuleg aðstoð fyrir fatlaða á ekki aðeins eftir að breyta lífi margra þeirra sem koma til með njóta þeirrar þjónustu, en hún gæti einnig sparað sveitarfélögum stórfé ef marka má reynslu nágrannaþjóða. Andri Ólafsson kannaði málið.

Akureyringar þurfa að spara vatnið

Akureyringar glíma nú við vatnsskort, mitt í veðurblíðu. Forstjóri Norðurorku segir að íbúar hafi tekið tilmælum fyrirtækisins vel um að fara sparlega með vatn, en sér fram á að staðan batni strax um helgina.

Óverjandi að börnum skuldugra sé vísað af frístundaheimilum

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri Grænna, skrifar á bloggi sínu um fréttir síðustu daga þess efnis að börn eigi á hættu að vera vísað af frístundaheimilum sveitarfélaga eða af leikskólum ef foreldrar þeirra greiða ekki skuldir sínar við sveitarfélagið. Hún segir slíkt með öllu óverjandi.

Sumarhúsaeigendur í hár við Orkuveituna

Sumarbústaðaeigendur við Elliðavatn og Helluvatn hafa myndað félag og ætla að verjast Orkuveitu Reykjavíkur sem vill þá af landi sínu og hefur rift samningum.

Sjá næstu 50 fréttir