Erlent

Sex féllu í Afganistan

mynd/AFP
Þrír bandarískir hermenn voru í gærkvöldi skotnir til bana af afgönskum verkamanni í herstöð í Gamsir-héraði í suðurhluta landsins.

Reuters fréttaveitan greinir frá því að verkamaðurinn, sem myrti hermennina þrjá í gærkvöldi, hafi ekki klæðst einkennisbúningi og ekki liggur ljóst fyrir hvernig hann komst yfir skotvopnið.

Aðeins þremur tímum fyrr voru þrír aðrir bandarískir hermenn skotnir af afgönskum lögreglumönnum sem höfðu boðað þá á fund til að ræða öryggismál, en lögreglumennirnir virðast hafa siglt undir fölsku flaggi.

Árásin í gærkvöldi var þriðja árásin á aðeins fjórum dögum. Talsmaður herafla NATO segir að árásirnar endurspegli ekki raunverulegt ástand í Afganistan.

Frá janúar á þessu ári hafa Afganir, lögreglumenn og aðrir, gert 26 óvæntar árásir af þessu tagi gegn hermönnum frá Vesturlöndum. 34 hafa fallið í þessum árásum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×