Eins og forystumenn Samfylkingar "hafi ekki aðgang að internetinu" Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. ágúst 2012 13:34 Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ef Ísland væri aðili að Evrópusambandinu og Evrópska myntbandalaginu með evru mætti gera ráð fyrir að ábyrgðir íslenska ríkisins vegna björgunarsjóðs evrunnar væru um 115 milljarðar króna. Þetta segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins en hann byggir þetta á útreikningum sem hann hefur tekið saman. Þetta jafngildir rúmlega 362 þúsund krónum á hvern einstakling eða rúmlega 1,4 milljónum króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Þetta kemur fram í útreikningum sem Guðlaugur Þór tók saman með aðstoð upplýsingaþjónstu Alþingis, en frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Guðlaugur Þór segir einnig að Ísland þyrfti að borga um níu til ellefu milljarða króna á ári í sameiginleg fjárlög Evrópusambandsins. Þessi fjárhæð er fundin út með samanburði við Möltu, sem er ESB-ríki, þar sem íbúafjöldi er svipaður og hér, en Malta greiðir 1 prósent þjóðartekna sinn í fjárlög ESB, eða um 55 milljónir evra.Heppin að vera ekki með evru „Það er enginn vafi á því að við erum mjög heppin að vera ekki í Evrópska myntbandalaginu núna og ég furða mig mikið á þessari umræðu sem hefur verið í íslenskum fjölmiðlum. Sérstaklega furða ég mig á ummælum ýmissa forystumanna Samfylkingarinnar en það er hreinlega eins og þessir aðilar hafi ekki aðgang að internetinu. Alls staðar er umræðan þannig að það er augljóst að um mjög stóran vanda er að ræða. Meðal annars því menn fóru í þetta myntsamstarf án þess það væru efnahagslegar forsendur fyrir því, en voru fyrst og fremst að gera þetta til að auka samrunann í álfunni og vilja núna taka á þessum vanda með enn meiri samruna og miðstýringu," segir Guðlaugur Þór. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir flokkinn í vikulegum pistli í Fréttablaðinu í dag og segir að „Sjálfstæðisflokkurinn (þurfi) að sýna skýrari áætlun um hvernig ná á Íslandi út úr pólitískri blindgötu stjórnarflokkanna í efnahagsmálum og (koma með) trúverðugri hugmyndir um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu til lengri tíma." Þurfið þið sjálfstæðismenn ekki að koma með einhverja stefnu í peningamálum? Eða er það stefna flokksins að það sé best að vera með krónuna áfram? „Það er alveg ljóst að eitt af stóru málunum er breytt peningastefna, en ég vil vekja athygli á því að efnhagstillögur Sjálfstæðisflokksins hafa ekki fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Ef umræðan mun snúast um að flokkarnir muni takast á um mismunandi hugmyndir, þá er það vel. Það er alveg ljóst að sú peningastefna sem nú er í gangi, hún gengur ekki upp. Það er líka ljóst að það er ekki hægt að bjóða fólki upp á að segja að evran og ESB sé lausn á okkar vanda og eitthvað himnaríki á jörðu. Því fer víðs fjarri og menn verða að ræða þessi mál út frá staðreyndum," segir Guðlaugur Þór. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki kynnt breytta stefnu í peningamálum og hefur því ekki lagt áherslu á annað en að íslenska krónan sé framtíðargjaldmiðill Íslands. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Ef Ísland væri aðili að Evrópusambandinu og Evrópska myntbandalaginu með evru mætti gera ráð fyrir að ábyrgðir íslenska ríkisins vegna björgunarsjóðs evrunnar væru um 115 milljarðar króna. Þetta segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins en hann byggir þetta á útreikningum sem hann hefur tekið saman. Þetta jafngildir rúmlega 362 þúsund krónum á hvern einstakling eða rúmlega 1,4 milljónum króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Þetta kemur fram í útreikningum sem Guðlaugur Þór tók saman með aðstoð upplýsingaþjónstu Alþingis, en frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Guðlaugur Þór segir einnig að Ísland þyrfti að borga um níu til ellefu milljarða króna á ári í sameiginleg fjárlög Evrópusambandsins. Þessi fjárhæð er fundin út með samanburði við Möltu, sem er ESB-ríki, þar sem íbúafjöldi er svipaður og hér, en Malta greiðir 1 prósent þjóðartekna sinn í fjárlög ESB, eða um 55 milljónir evra.Heppin að vera ekki með evru „Það er enginn vafi á því að við erum mjög heppin að vera ekki í Evrópska myntbandalaginu núna og ég furða mig mikið á þessari umræðu sem hefur verið í íslenskum fjölmiðlum. Sérstaklega furða ég mig á ummælum ýmissa forystumanna Samfylkingarinnar en það er hreinlega eins og þessir aðilar hafi ekki aðgang að internetinu. Alls staðar er umræðan þannig að það er augljóst að um mjög stóran vanda er að ræða. Meðal annars því menn fóru í þetta myntsamstarf án þess það væru efnahagslegar forsendur fyrir því, en voru fyrst og fremst að gera þetta til að auka samrunann í álfunni og vilja núna taka á þessum vanda með enn meiri samruna og miðstýringu," segir Guðlaugur Þór. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir flokkinn í vikulegum pistli í Fréttablaðinu í dag og segir að „Sjálfstæðisflokkurinn (þurfi) að sýna skýrari áætlun um hvernig ná á Íslandi út úr pólitískri blindgötu stjórnarflokkanna í efnahagsmálum og (koma með) trúverðugri hugmyndir um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu til lengri tíma." Þurfið þið sjálfstæðismenn ekki að koma með einhverja stefnu í peningamálum? Eða er það stefna flokksins að það sé best að vera með krónuna áfram? „Það er alveg ljóst að eitt af stóru málunum er breytt peningastefna, en ég vil vekja athygli á því að efnhagstillögur Sjálfstæðisflokksins hafa ekki fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Ef umræðan mun snúast um að flokkarnir muni takast á um mismunandi hugmyndir, þá er það vel. Það er alveg ljóst að sú peningastefna sem nú er í gangi, hún gengur ekki upp. Það er líka ljóst að það er ekki hægt að bjóða fólki upp á að segja að evran og ESB sé lausn á okkar vanda og eitthvað himnaríki á jörðu. Því fer víðs fjarri og menn verða að ræða þessi mál út frá staðreyndum," segir Guðlaugur Þór. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki kynnt breytta stefnu í peningamálum og hefur því ekki lagt áherslu á annað en að íslenska krónan sé framtíðargjaldmiðill Íslands. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira