Fleiri fréttir Dómur yfir Pussy Riot kveðinn 17. ágúst Málflutningi í máli þriggja meðlima pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot er lokið. Stúlkurnar þrjár voru ákærðar fyrir guðlast eftir að þær stóðu fyrir svokallaðri pönkbæn í dómkirkju í Moskvu í febrúar. 8.8.2012 14:00 Ögmundur afhjúpar nýtt minnismerki um Hrafna-Flóka Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, mun á laugardaginn vígja nýjan minnisvarða um Hrafna Flóka sem nam land á milli Reykjarhóls og Flókadalsár í Fljótum. Minnisvarðinn stendur á mótum Siglufjarðarvegar og Flókadalsvegar vestari. Það er hópur áhugamanna um uppbyggingu í Fljótum sem stendur að gerð minnisvarðans um þennan fræga landnámsmann sem gaf landinu nafnið Ísland. Hönnuður minnisvarðans er Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson. 8.8.2012 13:57 Ölvaður maður sparkaði óvart í bíl Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið kærður til lögreglunnar á Suðurnesjum fyrir að sparka í bíl og skemma hann fyrir utan skemmtistað í Reykjanesbæ. Maðurinn játaði verknaðinn fyrir lögreglu en taldi sér það til afsökunar að hann hefði ætlað að sparka í dekk bílsins en sökum ölvunar hefði hann ekki hitt það heldur sparkað óvart í bílinn sjálfan með fyrrgreindum afleiðingum. Hann kvaðst hafa orðið pirraður á farþegum bílsins sem legið hefðu á flautunni í tíma og ótíma. 8.8.2012 13:48 Pia hverfur á braut Formannsskipti eru í danska Þjóðarflokknum í dag, en Kristian Thulesen Dahl verður formaður í stað Pia Kjærsgaard. Danskir fjölmiðlar hafa varla fjallað um annað en formannsskiptin í allan morgun. Vefur Berlingske Tidende talar meðal annars við Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, sem nú er framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Hann fer fögrum orðum um fráfarandi formann, en Þjóðarflokkurinn studdi ríkisstjórn Anders Fogh þegar hann var forsætisráðherra. 8.8.2012 13:26 Íslendingar bera sig vel þrátt fyrir tapið Viðbrögð Íslendinga við útslitum í átta liða úrslitum voru að sjálfsögðu vonbrigði. Eins og venja er lýstu margir þeirra hugsunum sínum á facebook- og twittersíðum sínum á meðan að á leiknum stóð og skömmu eftir hann. 8.8.2012 13:00 Þarf að skoða þjálfun sundlaugarvarða Herdís Storgaard verkefnastjóri barnaslysavarna segir áhyggjuefni að í langflestum tilfellum komi gestir sundlauga börnum til bjargar sem hafa nærri drukknað en ekki starfsmenn lauganna. Skoða þurfi vandlega öryggisráðstafanir sundlauga og þjálfun sundlaugarvarða. 8.8.2012 12:32 Framsóknarmenn vilja Fréttatímann Aðilar tengdir Framsóknarflokknum og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni hans, vilja kaupa vikublaðið Fréttatímann, að því er DV fullyrðir. Fullyrt er að menn tengdir útgáfufélagi Tímans, sem um tíma rak vefsvæðið timinn.is, hafi gert tvö tilboð í blaðið. 8.8.2012 11:39 Slökkviliðið kallað að mannlausum fiskibát Slökkvilið Húsavíkur var kallað út seint í gærklvöldi að mannlausum fiskibáti, sem þar var í höfn, eftir að svo virtist sem reyk legði upp af honum. Í ljós kom að slökkvikerfi þar um borð hafði farið í gang og sprautað einskonar dufti vítt og breitt, meðal annars um vélarrúmið. Svona kerfi á ekki að geta farið sjálfkrafa í gang, því duftið étur upp súrefni og getur því reynst mönnum lífshættulegt. Eigendur bátsins unnu að hreinsun um borð í alla nótt og farið verður yfir kerfið áður en haldið verður úr höfn. - 8.8.2012 11:15 Læknir fyrstur á vettvang eftir slys á Dettifossvegi Það var lán í óláni hjá tveimur erlendum ferðamönnum, sem kenndu sér meins eftir útafakstur af Dettifossvegi í gærkvöldi, að maður í fyrsta bíl sem bar að, var erlendur læknir. Hann hlúði þegar að fólkinu og íslendingur sem kom svo á vettvang, túlkaði allar upplýsingar hans um líðan fólksins til starfmanna Neyðarlínunnar, sem ráðfærðu sig við lækna á Húsavík. Sjúkrabíll var sendur eftir fólkinu og flutti það á sjúkrahúsið á Akureyri. 8.8.2012 11:11 Sumarhúsin seljast vel en fá eru byggð Velta á nýjum kaupsamningum vegna sumarhúsa er að aukast á ný en byggingarframkvæmdir vegna nýrra húsa hafa dregist saman. Ný hús eru að meðaltali tvöfalt stærri í dag en fyrir tuttugu árum. Velta vegna kaupsamninga var 2,1 milljarður í fyrra eins og árið 2006, en var 4,2 milljarðar árið 2007. 8.8.2012 10:53 Blackwater semur um sekt vegna vopnasölu Dómsátt hefur náðst í máli öryggisfyrirtækisins Academi LLC, áður þekkt sem Blackwater, gegn ákæruvaldinu í Bandaríkjunum. Fyrirtækið var ákært fyrir að hafa selt hergögn til erlendra ríkisstjórna ásamt því að hafa þjálfað hersveitir þeirra án heimildar yfirvalda í Bandaríkjunum. 8.8.2012 10:11 Þéttholda piltur vekur aðdáun eftir auglýsingu Nýjasta auglýsing Nike hefur vakið mikla athygli síðustu daga. Þar má sjá þéttholda ungan pilt sem skokkar niður afskekktan vegarkafla. 8.8.2012 09:38 Russell Crowe hjólaði í Bláa lónið Leikarar myndarinnar Noah eru enn staddir hér á landi. Ekki ber á öðru en að aðalleikarinn, Russell Crowe, nýti frítíma sinn vel í að halda sér í góðu líkamlegu formi. Hann greinir ítarlega frá æfingum sínum á Twittersíðu sinni. Í gær sagði hann til dæmis frá því að hann hefði hjólað 50 kílómetra þegar hann fór úr Fossvoginum í Bláa lónið. Í gær hélt hann svo æfingum áfram með lyftingum. Leikstjóri myndarinnar Darren Aronofsky er aftur á móti meira með hugann við myndina en hann hefur þegar birt nokkrar myndir úr fjörunni í Vík, þar sem tökur fóru fram í gær og í fyrradag og víðar. 8.8.2012 09:32 Notkun þungavopna eykst í Sýrlandi Mannréttindasamtökin Amnesty International telja að notkun þungavopna í borginni Aleppo í Sýrlandi færist nú í aukana. 8.8.2012 09:30 Tvær milljónir flýja Haikui Hitabeltisstormurinn Haikui náði landi austur af Kína í dag. Talið er að vindhraðinn hafi náð rúmlega 110 kílómetra hraða. 8.8.2012 08:50 Átök á Sínaískaga Að minnsta kosti 20 létust í árás öryggissveita Egyptalands á múslímska vígamenn á Sínaískaga í nótt. 8.8.2012 08:05 Fifty Shades of Grey vinsælasta skáldsaga Bretlands Svo virðist sem að Bretar fái ekki nóg af erótísku skáldsögunni Fifty Shades of Grey. Bókin hefur selst í bílförmum víða um heim en hvergi annars staðar en í Bretlandi hafa vinsældir hennar náð slíkum hæðum. 8.8.2012 08:00 Geimstolt Rússa bíður hnekki Geimferðastofnun Rússlands tilkynnti í gær að eldflaugaskot stofnunarinnar í Kasakstan hefði farið úrskeiðis. Stuttu eftir að eldflaugin hóf sig á loft aðfaranótt þriðjudags varð bilun í tölvukerfi. 8.8.2012 07:30 Setja saman viðbragðsáætlanir vegna sólgosa Búist er við að Sólin muni ná næsta sólblettahámarki í maí 2013. Innan tveggja ára mun síðan tíu ára skeiði sólvirkni ljúka. Sólblettir eru virk svæði á Sólinni þar sem segulsviðið er afar sterkt. Mikil orka hleðst upp við blettina, þegar hún losnar úr læðingi verður sólgos til. Þá þeytast hlaðnar agnir út í alheiminn og skella öðru hverju á Jörðinni. 8.8.2012 06:58 Læsa ruslatunnum matvöruverslana Yfirvöld í borginni Geroa tilkynntu í gær að lásar yrði nú settir á ruslatunnur við matvöruverslanir. Margir hafa verið staðnir að því að róta í ruslinu undanfarið. Engar vísbendingar eru um að efnahagsástandið á Spáni muni skána á næstunni. 8.8.2012 06:56 Iceland Express flýgur ekki til Berlínar í vetur Iceland Express er hætt við að fljúga reglulega til Berlínar í vetur, eins og stefnt var að. Flugið er fellt niður þar sem eftirspurn stóðst ekki væntingar. 8.8.2012 06:48 Þyrla mögulega kölluð til vegna jarðelda Verið er að kanna möguleika á að senda þyrlu Landhelgisæslunnar til að taka þátt í slökkvistarfi vegna jarðelda í Laugardal í Súðavíkurhreppi við Ísafjarðardjúp. 8.8.2012 06:46 Þó nokkur skjálftavirkni í nótt Fjölmargir jarðskjálftar urðu í gær og í nótt víða um land, en engin mældist þó yfir þremur á Richter. Þó nokkrir urðu á Hengilssvæðinu á Suðurlandi, nokkrir í Mýrdalsjökli og aðrir í norðanverðum Vatnajökli. 8.8.2012 06:42 Skipverji fékk hjartaáfall Skipverji á skemmtiferðaskipinu Saga Sapphire fékk hjartaáfall þegar skipið var statt út af Langanesi í gærkvöldi á leið sinni frá Seyðisfirði til Akureyr 8.8.2012 06:40 Loughner játar Hinn 23 ára Jared Loughner hefur játað að hafa myrt sex manns í skotárás í Tuscon á síðasta ári. Þrettán særðust í árásinni, margir lífshættulega en á meðal þeirra var bandaríska þingkonan Gabrielle Giffords. 8.8.2012 06:37 Sjö Ólympíufarar frá Kamerún horfnir Svo virðist sem að sjö Ólympíufarar frá Kamerún hafi hlaupist á brott. Íþróttamennina er nú hvergi að finna en grunur leikur á að þeir hafi ákveðið að verða eftir í Bretlandi enda er efnahagsástandið í heimalandinu ekki upp á marga fiska. 8.8.2012 06:35 Hvað er tilapía? Tilapía, sem einnig hefur verið nefndur beitifiskur eða Hekluborri, er hlýsjávarfiskur upprunninn í Afríku. Hefur hann stundum verið kallaður "kjúklingur hafsins“ þar sem kjötið minnir frekar á kjúkling en fisk. Hann er fjórði vinsælasti fiskurinn hjá neytendum í Bandaríkjunum og verður sífellt vinsælli í Evrópu. Íslensk matorka undirbýr nú umfangsmikið eldi á þessum fiski á Suðurnesjum. 8.8.2012 05:15 Kaupfélagið sem má ekki heita Kaupfélag „Það var bara hálfgerð sveitaballastemning við opnunina,“ segir Andrea Vigfúsdóttir en hún opnaði ásamt eiginmanni sínum, Jóni Eysteini Bjarnasyni, verslun á Óspakseyri við Bitrufjörð í síðustu viku. 8.8.2012 03:15 Ferðalag í anda Indiana Jones Hópurinn sem stefnir á að leggja land undir fót og ferðast frá Reykjavík til Höfðaborgar í Suður-Afríku kallar sig Vikings Across Africa. 8.8.2012 20:30 Gistinóttum fjölgar mikið Gistinóttum á hótelum í júní fjölgaði um 13 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Alls voru þær 202.500 í ár, en 178.800 í fyrra, að því er kemur fram í gögnum Hagstofu Íslands. Með gistinóttum er átt við útleigu á herbergjum í eina nótt. Erlendir gestir eru 86 prósent þeirra sem gista á hótelum, en innlendum sem erlendum gestum fjölgaði um þrettán prósent. 8.8.2012 07:00 Eftirlifandi flytur ávarp Árleg kertafleyting íslenskra friðarsinna í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírosíma og Nagasakí 6. og 9. ágúst 1945 fer fram annað kvöld í Reykjavík og á Akureyri. 8.8.2012 06:45 Rannsakar áfram þrjár nauðganir í Eyjum Rannsókn stendur enn yfir á þremur nauðgunum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um liðna verslunarmannahelgi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Eyjum voru brotin öll framin í Herjólfsdal. Einn var handtekinn í tengslum við eina nauðgunina en honum var sleppt að yfirheyrslum loknum. 8.8.2012 06:30 Gönguljósin færð austar Gangbraut yfir Hringbraut við Þjóðminjasafn Íslands verður færð nokkrum metrum austar svo hún tengist aðliggjandi gönguleiðum betur. Framkvæmdir hefjast klukkan átta í kvöld og standa fram eftir nóttu þar sem gönguljós og merkingar verða færð til. 8.8.2012 06:15 Ferðamenn prjóna þríhyrnur Norræn prjónaráðstefna er nú haldin í Hjálmakletti í Borgarnesi en eigendur blaðsins Lopa og bands standa að viðburðinum. 8.8.2012 05:45 Sjö Kamerúnar á Ólympíuleikunum horfnir Sjö íþróttamenn frá Kamerún hafa horfið úr Ólympíuþorpinu í London. Leikur grunur á að íþróttamennirnir hafi ákveðið að hlaupast á brott með það fyrir augum að dvelja ólöglega í Bretlandi til langframa. 8.8.2012 05:30 Átök í Sýrlandi magnast áfram Ríflega 1.300 Sýrlendingar flúðu frá landinu til Tyrklands í skjóli nætur aðfaranótt þriðjudags. Stöðugur straumur flóttamanna hefur verið frá Sýrlandi síðustu mánuði eftir því sem borgarastríðið þar í landi hefur færst í aukana. 8.8.2012 05:00 Fossinn Hverfandi birtist á ný Hálslón hefur náð yfirfallshæð og er nú 625 metrum yfir sjávarmáli. Vatn úr lóninu mun því á næstunni renna á yfirfalli niður í farveg Jökulsár á Dal. Við það myndast fossinn Hverfandi við vestari enda Kárahnjúkastíflu niður að gljúfurbarminum og steypist þar hátt í 100 metra niður í Hafrahvammagljúfur. 8.8.2012 04:45 Iceland Express ekki til Berlínar Iceland Express mun ekki fljúga til Berlínar allan ársins hring eins og auglýst hefur verið. Flugfélagið hefur verið í markaðsátaki í Þýskalandi í sumar en mun þó ekki fljúga til Berlínar í vetur. Flogið verður fram í október en ekkert þar til næsta vor. 8.8.2012 04:15 Níu látnir í flóðum í Maníla Helmingur Maníla, höfuðborgar Filippseyja, er umflotinn vatni vegna vægðarlausra rigninga undanfarna daga. Níu manns létust í aurskriðu vegna flóðanna og björgunarlið á erfitt með að ná til tugþúsunda íbúa sem þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. 8.8.2012 04:00 Fluttu og skildu hundinn eftir Íbúar í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði fluttu þaðan út um verslunarmannahelgina án þess að taka hundinn sinn með. Ábendingar um þetta bárust lögreglu höfuðborgarsvæðisins í fyrrakvöld. 8.8.2012 03:45 Romney ræðst á velferðarkerfi Baracks Obama Mitt Romney, forsetaefni Repúblikana í kjöri um forsetaembætti Bandaríkjanna í vetur, sakar Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, um að velferðarkerfi hans geri þegna ríkisins háða kerfinu. Romney freistar þess að gera velferðarkerfisáform Obama að stóru kosningamáli í komandi kosningum. 8.8.2012 03:00 Grunur um íkveikju í báti Lögreglan á Selfossi hefur til rannsóknar bruna sem varð í dragnótabátnum Arnari ÁR-55 í Þorlákshöfn á mánudagsmorgun. 8.8.2012 02:45 Vill ræða kynlífsvélmenni í barnastærðum Formaður dönsku siðanefndarinnar, Jakob Birkler, segir mikilvægt að ræða hvort veita eigi barnaníðingum aðgang að vélmennum sem líkjast börnum. Hann bendir á að nú þegar sé hægt að fá vélmenni í fullorðinsstærð og að í Bandaríkjunum sé hægt að kaupa barnslegar kynlífsdúkkur. 8.8.2012 02:30 Norska stúlkan enn ófundin Norska stúlkan, Sigrid Giskegjerde Schjetne, sem leitað hefur verið að í Ósló síðan á aðfaranótt sunnudags er enn ófundin. 8.8.2012 02:15 Brynjar er búinn undir fjaðrafok vegna umsóknarinnar Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, er undir það búinn að umræða blossi upp í samfélaginu um mögulega skipun hans í embætti Hæstaréttardómara. Menn muni kalla hann umdeildan og hafa áhyggjur af að með skipun hans verði traust dómstóla fyrir borð borið. 7.8.2012 23:00 Sjá næstu 50 fréttir
Dómur yfir Pussy Riot kveðinn 17. ágúst Málflutningi í máli þriggja meðlima pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot er lokið. Stúlkurnar þrjár voru ákærðar fyrir guðlast eftir að þær stóðu fyrir svokallaðri pönkbæn í dómkirkju í Moskvu í febrúar. 8.8.2012 14:00
Ögmundur afhjúpar nýtt minnismerki um Hrafna-Flóka Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, mun á laugardaginn vígja nýjan minnisvarða um Hrafna Flóka sem nam land á milli Reykjarhóls og Flókadalsár í Fljótum. Minnisvarðinn stendur á mótum Siglufjarðarvegar og Flókadalsvegar vestari. Það er hópur áhugamanna um uppbyggingu í Fljótum sem stendur að gerð minnisvarðans um þennan fræga landnámsmann sem gaf landinu nafnið Ísland. Hönnuður minnisvarðans er Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson. 8.8.2012 13:57
Ölvaður maður sparkaði óvart í bíl Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið kærður til lögreglunnar á Suðurnesjum fyrir að sparka í bíl og skemma hann fyrir utan skemmtistað í Reykjanesbæ. Maðurinn játaði verknaðinn fyrir lögreglu en taldi sér það til afsökunar að hann hefði ætlað að sparka í dekk bílsins en sökum ölvunar hefði hann ekki hitt það heldur sparkað óvart í bílinn sjálfan með fyrrgreindum afleiðingum. Hann kvaðst hafa orðið pirraður á farþegum bílsins sem legið hefðu á flautunni í tíma og ótíma. 8.8.2012 13:48
Pia hverfur á braut Formannsskipti eru í danska Þjóðarflokknum í dag, en Kristian Thulesen Dahl verður formaður í stað Pia Kjærsgaard. Danskir fjölmiðlar hafa varla fjallað um annað en formannsskiptin í allan morgun. Vefur Berlingske Tidende talar meðal annars við Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, sem nú er framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Hann fer fögrum orðum um fráfarandi formann, en Þjóðarflokkurinn studdi ríkisstjórn Anders Fogh þegar hann var forsætisráðherra. 8.8.2012 13:26
Íslendingar bera sig vel þrátt fyrir tapið Viðbrögð Íslendinga við útslitum í átta liða úrslitum voru að sjálfsögðu vonbrigði. Eins og venja er lýstu margir þeirra hugsunum sínum á facebook- og twittersíðum sínum á meðan að á leiknum stóð og skömmu eftir hann. 8.8.2012 13:00
Þarf að skoða þjálfun sundlaugarvarða Herdís Storgaard verkefnastjóri barnaslysavarna segir áhyggjuefni að í langflestum tilfellum komi gestir sundlauga börnum til bjargar sem hafa nærri drukknað en ekki starfsmenn lauganna. Skoða þurfi vandlega öryggisráðstafanir sundlauga og þjálfun sundlaugarvarða. 8.8.2012 12:32
Framsóknarmenn vilja Fréttatímann Aðilar tengdir Framsóknarflokknum og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni hans, vilja kaupa vikublaðið Fréttatímann, að því er DV fullyrðir. Fullyrt er að menn tengdir útgáfufélagi Tímans, sem um tíma rak vefsvæðið timinn.is, hafi gert tvö tilboð í blaðið. 8.8.2012 11:39
Slökkviliðið kallað að mannlausum fiskibát Slökkvilið Húsavíkur var kallað út seint í gærklvöldi að mannlausum fiskibáti, sem þar var í höfn, eftir að svo virtist sem reyk legði upp af honum. Í ljós kom að slökkvikerfi þar um borð hafði farið í gang og sprautað einskonar dufti vítt og breitt, meðal annars um vélarrúmið. Svona kerfi á ekki að geta farið sjálfkrafa í gang, því duftið étur upp súrefni og getur því reynst mönnum lífshættulegt. Eigendur bátsins unnu að hreinsun um borð í alla nótt og farið verður yfir kerfið áður en haldið verður úr höfn. - 8.8.2012 11:15
Læknir fyrstur á vettvang eftir slys á Dettifossvegi Það var lán í óláni hjá tveimur erlendum ferðamönnum, sem kenndu sér meins eftir útafakstur af Dettifossvegi í gærkvöldi, að maður í fyrsta bíl sem bar að, var erlendur læknir. Hann hlúði þegar að fólkinu og íslendingur sem kom svo á vettvang, túlkaði allar upplýsingar hans um líðan fólksins til starfmanna Neyðarlínunnar, sem ráðfærðu sig við lækna á Húsavík. Sjúkrabíll var sendur eftir fólkinu og flutti það á sjúkrahúsið á Akureyri. 8.8.2012 11:11
Sumarhúsin seljast vel en fá eru byggð Velta á nýjum kaupsamningum vegna sumarhúsa er að aukast á ný en byggingarframkvæmdir vegna nýrra húsa hafa dregist saman. Ný hús eru að meðaltali tvöfalt stærri í dag en fyrir tuttugu árum. Velta vegna kaupsamninga var 2,1 milljarður í fyrra eins og árið 2006, en var 4,2 milljarðar árið 2007. 8.8.2012 10:53
Blackwater semur um sekt vegna vopnasölu Dómsátt hefur náðst í máli öryggisfyrirtækisins Academi LLC, áður þekkt sem Blackwater, gegn ákæruvaldinu í Bandaríkjunum. Fyrirtækið var ákært fyrir að hafa selt hergögn til erlendra ríkisstjórna ásamt því að hafa þjálfað hersveitir þeirra án heimildar yfirvalda í Bandaríkjunum. 8.8.2012 10:11
Þéttholda piltur vekur aðdáun eftir auglýsingu Nýjasta auglýsing Nike hefur vakið mikla athygli síðustu daga. Þar má sjá þéttholda ungan pilt sem skokkar niður afskekktan vegarkafla. 8.8.2012 09:38
Russell Crowe hjólaði í Bláa lónið Leikarar myndarinnar Noah eru enn staddir hér á landi. Ekki ber á öðru en að aðalleikarinn, Russell Crowe, nýti frítíma sinn vel í að halda sér í góðu líkamlegu formi. Hann greinir ítarlega frá æfingum sínum á Twittersíðu sinni. Í gær sagði hann til dæmis frá því að hann hefði hjólað 50 kílómetra þegar hann fór úr Fossvoginum í Bláa lónið. Í gær hélt hann svo æfingum áfram með lyftingum. Leikstjóri myndarinnar Darren Aronofsky er aftur á móti meira með hugann við myndina en hann hefur þegar birt nokkrar myndir úr fjörunni í Vík, þar sem tökur fóru fram í gær og í fyrradag og víðar. 8.8.2012 09:32
Notkun þungavopna eykst í Sýrlandi Mannréttindasamtökin Amnesty International telja að notkun þungavopna í borginni Aleppo í Sýrlandi færist nú í aukana. 8.8.2012 09:30
Tvær milljónir flýja Haikui Hitabeltisstormurinn Haikui náði landi austur af Kína í dag. Talið er að vindhraðinn hafi náð rúmlega 110 kílómetra hraða. 8.8.2012 08:50
Átök á Sínaískaga Að minnsta kosti 20 létust í árás öryggissveita Egyptalands á múslímska vígamenn á Sínaískaga í nótt. 8.8.2012 08:05
Fifty Shades of Grey vinsælasta skáldsaga Bretlands Svo virðist sem að Bretar fái ekki nóg af erótísku skáldsögunni Fifty Shades of Grey. Bókin hefur selst í bílförmum víða um heim en hvergi annars staðar en í Bretlandi hafa vinsældir hennar náð slíkum hæðum. 8.8.2012 08:00
Geimstolt Rússa bíður hnekki Geimferðastofnun Rússlands tilkynnti í gær að eldflaugaskot stofnunarinnar í Kasakstan hefði farið úrskeiðis. Stuttu eftir að eldflaugin hóf sig á loft aðfaranótt þriðjudags varð bilun í tölvukerfi. 8.8.2012 07:30
Setja saman viðbragðsáætlanir vegna sólgosa Búist er við að Sólin muni ná næsta sólblettahámarki í maí 2013. Innan tveggja ára mun síðan tíu ára skeiði sólvirkni ljúka. Sólblettir eru virk svæði á Sólinni þar sem segulsviðið er afar sterkt. Mikil orka hleðst upp við blettina, þegar hún losnar úr læðingi verður sólgos til. Þá þeytast hlaðnar agnir út í alheiminn og skella öðru hverju á Jörðinni. 8.8.2012 06:58
Læsa ruslatunnum matvöruverslana Yfirvöld í borginni Geroa tilkynntu í gær að lásar yrði nú settir á ruslatunnur við matvöruverslanir. Margir hafa verið staðnir að því að róta í ruslinu undanfarið. Engar vísbendingar eru um að efnahagsástandið á Spáni muni skána á næstunni. 8.8.2012 06:56
Iceland Express flýgur ekki til Berlínar í vetur Iceland Express er hætt við að fljúga reglulega til Berlínar í vetur, eins og stefnt var að. Flugið er fellt niður þar sem eftirspurn stóðst ekki væntingar. 8.8.2012 06:48
Þyrla mögulega kölluð til vegna jarðelda Verið er að kanna möguleika á að senda þyrlu Landhelgisæslunnar til að taka þátt í slökkvistarfi vegna jarðelda í Laugardal í Súðavíkurhreppi við Ísafjarðardjúp. 8.8.2012 06:46
Þó nokkur skjálftavirkni í nótt Fjölmargir jarðskjálftar urðu í gær og í nótt víða um land, en engin mældist þó yfir þremur á Richter. Þó nokkrir urðu á Hengilssvæðinu á Suðurlandi, nokkrir í Mýrdalsjökli og aðrir í norðanverðum Vatnajökli. 8.8.2012 06:42
Skipverji fékk hjartaáfall Skipverji á skemmtiferðaskipinu Saga Sapphire fékk hjartaáfall þegar skipið var statt út af Langanesi í gærkvöldi á leið sinni frá Seyðisfirði til Akureyr 8.8.2012 06:40
Loughner játar Hinn 23 ára Jared Loughner hefur játað að hafa myrt sex manns í skotárás í Tuscon á síðasta ári. Þrettán særðust í árásinni, margir lífshættulega en á meðal þeirra var bandaríska þingkonan Gabrielle Giffords. 8.8.2012 06:37
Sjö Ólympíufarar frá Kamerún horfnir Svo virðist sem að sjö Ólympíufarar frá Kamerún hafi hlaupist á brott. Íþróttamennina er nú hvergi að finna en grunur leikur á að þeir hafi ákveðið að verða eftir í Bretlandi enda er efnahagsástandið í heimalandinu ekki upp á marga fiska. 8.8.2012 06:35
Hvað er tilapía? Tilapía, sem einnig hefur verið nefndur beitifiskur eða Hekluborri, er hlýsjávarfiskur upprunninn í Afríku. Hefur hann stundum verið kallaður "kjúklingur hafsins“ þar sem kjötið minnir frekar á kjúkling en fisk. Hann er fjórði vinsælasti fiskurinn hjá neytendum í Bandaríkjunum og verður sífellt vinsælli í Evrópu. Íslensk matorka undirbýr nú umfangsmikið eldi á þessum fiski á Suðurnesjum. 8.8.2012 05:15
Kaupfélagið sem má ekki heita Kaupfélag „Það var bara hálfgerð sveitaballastemning við opnunina,“ segir Andrea Vigfúsdóttir en hún opnaði ásamt eiginmanni sínum, Jóni Eysteini Bjarnasyni, verslun á Óspakseyri við Bitrufjörð í síðustu viku. 8.8.2012 03:15
Ferðalag í anda Indiana Jones Hópurinn sem stefnir á að leggja land undir fót og ferðast frá Reykjavík til Höfðaborgar í Suður-Afríku kallar sig Vikings Across Africa. 8.8.2012 20:30
Gistinóttum fjölgar mikið Gistinóttum á hótelum í júní fjölgaði um 13 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Alls voru þær 202.500 í ár, en 178.800 í fyrra, að því er kemur fram í gögnum Hagstofu Íslands. Með gistinóttum er átt við útleigu á herbergjum í eina nótt. Erlendir gestir eru 86 prósent þeirra sem gista á hótelum, en innlendum sem erlendum gestum fjölgaði um þrettán prósent. 8.8.2012 07:00
Eftirlifandi flytur ávarp Árleg kertafleyting íslenskra friðarsinna í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírosíma og Nagasakí 6. og 9. ágúst 1945 fer fram annað kvöld í Reykjavík og á Akureyri. 8.8.2012 06:45
Rannsakar áfram þrjár nauðganir í Eyjum Rannsókn stendur enn yfir á þremur nauðgunum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um liðna verslunarmannahelgi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Eyjum voru brotin öll framin í Herjólfsdal. Einn var handtekinn í tengslum við eina nauðgunina en honum var sleppt að yfirheyrslum loknum. 8.8.2012 06:30
Gönguljósin færð austar Gangbraut yfir Hringbraut við Þjóðminjasafn Íslands verður færð nokkrum metrum austar svo hún tengist aðliggjandi gönguleiðum betur. Framkvæmdir hefjast klukkan átta í kvöld og standa fram eftir nóttu þar sem gönguljós og merkingar verða færð til. 8.8.2012 06:15
Ferðamenn prjóna þríhyrnur Norræn prjónaráðstefna er nú haldin í Hjálmakletti í Borgarnesi en eigendur blaðsins Lopa og bands standa að viðburðinum. 8.8.2012 05:45
Sjö Kamerúnar á Ólympíuleikunum horfnir Sjö íþróttamenn frá Kamerún hafa horfið úr Ólympíuþorpinu í London. Leikur grunur á að íþróttamennirnir hafi ákveðið að hlaupast á brott með það fyrir augum að dvelja ólöglega í Bretlandi til langframa. 8.8.2012 05:30
Átök í Sýrlandi magnast áfram Ríflega 1.300 Sýrlendingar flúðu frá landinu til Tyrklands í skjóli nætur aðfaranótt þriðjudags. Stöðugur straumur flóttamanna hefur verið frá Sýrlandi síðustu mánuði eftir því sem borgarastríðið þar í landi hefur færst í aukana. 8.8.2012 05:00
Fossinn Hverfandi birtist á ný Hálslón hefur náð yfirfallshæð og er nú 625 metrum yfir sjávarmáli. Vatn úr lóninu mun því á næstunni renna á yfirfalli niður í farveg Jökulsár á Dal. Við það myndast fossinn Hverfandi við vestari enda Kárahnjúkastíflu niður að gljúfurbarminum og steypist þar hátt í 100 metra niður í Hafrahvammagljúfur. 8.8.2012 04:45
Iceland Express ekki til Berlínar Iceland Express mun ekki fljúga til Berlínar allan ársins hring eins og auglýst hefur verið. Flugfélagið hefur verið í markaðsátaki í Þýskalandi í sumar en mun þó ekki fljúga til Berlínar í vetur. Flogið verður fram í október en ekkert þar til næsta vor. 8.8.2012 04:15
Níu látnir í flóðum í Maníla Helmingur Maníla, höfuðborgar Filippseyja, er umflotinn vatni vegna vægðarlausra rigninga undanfarna daga. Níu manns létust í aurskriðu vegna flóðanna og björgunarlið á erfitt með að ná til tugþúsunda íbúa sem þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. 8.8.2012 04:00
Fluttu og skildu hundinn eftir Íbúar í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði fluttu þaðan út um verslunarmannahelgina án þess að taka hundinn sinn með. Ábendingar um þetta bárust lögreglu höfuðborgarsvæðisins í fyrrakvöld. 8.8.2012 03:45
Romney ræðst á velferðarkerfi Baracks Obama Mitt Romney, forsetaefni Repúblikana í kjöri um forsetaembætti Bandaríkjanna í vetur, sakar Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, um að velferðarkerfi hans geri þegna ríkisins háða kerfinu. Romney freistar þess að gera velferðarkerfisáform Obama að stóru kosningamáli í komandi kosningum. 8.8.2012 03:00
Grunur um íkveikju í báti Lögreglan á Selfossi hefur til rannsóknar bruna sem varð í dragnótabátnum Arnari ÁR-55 í Þorlákshöfn á mánudagsmorgun. 8.8.2012 02:45
Vill ræða kynlífsvélmenni í barnastærðum Formaður dönsku siðanefndarinnar, Jakob Birkler, segir mikilvægt að ræða hvort veita eigi barnaníðingum aðgang að vélmennum sem líkjast börnum. Hann bendir á að nú þegar sé hægt að fá vélmenni í fullorðinsstærð og að í Bandaríkjunum sé hægt að kaupa barnslegar kynlífsdúkkur. 8.8.2012 02:30
Norska stúlkan enn ófundin Norska stúlkan, Sigrid Giskegjerde Schjetne, sem leitað hefur verið að í Ósló síðan á aðfaranótt sunnudags er enn ófundin. 8.8.2012 02:15
Brynjar er búinn undir fjaðrafok vegna umsóknarinnar Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, er undir það búinn að umræða blossi upp í samfélaginu um mögulega skipun hans í embætti Hæstaréttardómara. Menn muni kalla hann umdeildan og hafa áhyggjur af að með skipun hans verði traust dómstóla fyrir borð borið. 7.8.2012 23:00