Fleiri fréttir Eigum kolefnin í trjánum okkar Félag skógareigenda á Suðurlandi segir að í frumvarpi um loftslagsmál sé gert ráð fyrir að kolefnisbinding í skógum verði eign ríkisins. „Skógareigendur telja að þar sé vegið nærri eignarréttinum og ekki gefið að það standist stjórnarskrá.“ segir í ályktun félagsins sem einnig hefur athugasemdir við lagafrumvarp um mat á umhverfisáhrifum. „Sá kostnaðarauki sem frumvarpið hefur í för með sér getur hæglega valdið því að aðeins sterkefnaðir aðilar hafi tök á að hefja nytjaskógrækt.“- gar 9.5.2012 11:00 Ákærðir fyrir óhlýðni við hafnarstjóra Sýslumaðurinn á Akureyri hefur ákært tvo menn fyrir að óhlýðnast ítrekað fyrirmælum hafnarstjórans á Oddeyrarbryggju á Akureyri og starfrækja þar í óleyfi rútuþjónustu fyrir farþega skemmtiferðaskips dag einn í ágúst 2010. Annar mannanna er Björn Mikaelsson, sem um árabil gegndi stöðu yfirlögregluþjóns á Sauðárkróki. 9.5.2012 08:30 Tíu stiga frost á Þingvöllum í nótt Enn var næturfrost víðast hvar á landinu og ekki er spáð nema tveggja til átta stiga hita í dag. Tíu stiga frost mældist á Þingvöllum í nótt, en liðlega þriggja stiga hiti var í Vestmannaeyjabæ. Spáð er hægri breytilegri átt í dag með skúrum sunnanlands og á Vestfjörðum. 9.5.2012 08:01 Aldrei fleiri Erasmus-nemar Meira en 230 þúsund manns nýttu sér Eramus, háskólaáætlun Evrópusambandsins, á síðasta skólaári, fleiri en nokkru sinni fyrr. 9.5.2012 07:30 Ætlar að kynna hagvaxtarleið Francois Hollande, nýkjörinn forseti Frakklands, hefur boðað leiðtoga Evrópusambandsríkjanna á óformlegan fund með sér þann 23. maí, þar sem hann ætlar að kynna þeim hugmyndir sínar um það hvernig koma eigi hagvexti í gang í Evrópu. 9.5.2012 06:45 Áhrif netsins á lýðræði skoðuð Vaxandi áhrif netsins á lýðræðið er eitt umfjöllunarefna í opnum fyrirlestri Hauks Arnþórssonar, stjórnsýslufræðings og sérfræðings í rafrænni stjórnsýslu, í Lögbergi Háskóla Íslands í hádeginu í dag. 9.5.2012 06:00 Segist hætt við hungurverkfall Júlía Timosjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, er hætt í hungurverkfalli. Í dag verður hún flutt úr fangelsi á sjúkrahús, þar sem hlúð verður að henni. 9.5.2012 05:30 Styrkja skólabókasöfn til bókakaupa Fjörutíu skólabókasöfn fá í dag afhenta styrki til bókakaupa úr Skólabókasjóði, en styrkur þessi er hluti af verkefninu Ávísun á lestur sem Félag íslenskra bókaútgefenda stendur fyrir. 9.5.2012 04:00 Netanjahú styrkir óvænt stöðu sína Forsætisráðherra Ísraels hætti í gær við að flýta þingkosningum eftir að samkomulag tókst við Kadimaflokkinn um að mynda breiða ríkisstjórn. Þar með missa hinir litlu öfgaflokkar strangtrúargyðinga tangarhald sitt á stjórninni. 9.5.2012 03:15 Lofar að afturkalla niðurskurð „Þetta er söguleg stund fyrir vinstri menn og hreyfingu almennings og mikil ábyrgð lögð á mínar herðar,“ segir Alexis Tsipras, leiðtogi SYRIZA, bandalags róttækra vinstri flokka í Grikklandi. 9.5.2012 00:00 Árétting vegna verðsamanburðar Vegna fréttar sem birtist í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag og á Vísi er fjallaði um verðsamanburð Byko, Húsasmiðjunnar og Bauhaus er rétt að koma eftirfarandi á framfæri. 9.5.2012 17:59 Úr sól í snjó á nokkrum klukkutímum Mörgum íbúum á höfuðborgarsvæðinu brá heldur betur í brún þegar að þeir litu út um gluggann í kvöld og sáu snjó falla til jarðar. Það verður að teljast fremur óvenjulegt svona miðað við sólina og bláa himininn síðustu daga. 8.5.2012 22:17 Leituðu að ungum stúlkum í Kópavogi Tvær ungar stúlkur, fimm og sex ára fóru heldur langt frá heimili sínu í Kópavoginum í dag, eftir fjörugan leik í garðinum. Eftir þó nokkra leit með aðstoð nágranna, vina og vandamanna auk lögreglu fundust stúlkurnar heilar á húfi. Höfðu þær brugðið sér á skólalóð þó nokkuð frá. Lögreglan segir að þetta sé ágæt áminnig fyrir forráðamenn að kenna börnum sínum eða minna á mikilvægi þess að láta vita hvar þau ætla vera og eftir atvikum hvert þau ætla að fara. 8.5.2012 23:02 Náðu að forða sér út sekúndum fyrir árekstur Það hlýtur að vera ógnvekjandi að vera fastur í stórum vöruflutningabíl á lestarteinum. Hvað þá þegar þú sérð að lest er að koma inn í hliðina á þér á ógnarhraða. 8.5.2012 21:59 Tólf ára strákur telur sig hafa fæðst í röngum líkama "Ég er kannski ekkert öðruvísi því við erum öll eins,“ segir Michael Magnús De Leon, tólf ára strákur sem telur sig hafa fæðst í röngum líkama. Móðir hans sem fyrst vakti athygli á börnum í kynáttunarvanda hér á landi hefur nú skrifað barnabók í samvinnu við son sinn um hvað það er að vera öðruvísi, í þeim tilgangi að draga úr fordómum og auka fræðslu. 8.5.2012 20:35 Sex ára drengur varð vitni að morðtilræði við móður sína Karlmaður sem sakaður er um að hafa reynt að bana eiginkonu föður síns þann 1. apríl síðastliðinn mun sæta gæsluvarðhaldi til 30. maí næstkomandi. Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í dag. 8.5.2012 19:34 Með kannabisræktun í kjallaranum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur í dag. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust 115 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Geymslurými í kjallara hússins hafði verið innréttað og útbúið til ræktunarinnar. Karl á fertugsaldri, íbúi í húsinu, var yfirheyrður á vettvangi og játaði hann aðild sína að málinu. 8.5.2012 20:44 Ungbarnaeftirlitið til fyrirmyndar Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra felldi tár yfir bágri stöðu mæðra og kvenna í Gíneu-Bissá og þykir lán að hafa fengið að ganga með tvíburastráka sína hér á landi. Það er engin furða þar sem íslensk börn og mæður þeirra hafa það einna best samkvæmt ársskýrslu Barnaheilla. 8.5.2012 19:03 Hestar og börn sigldu út í Viðey Það var mikið um á vera á Skarfabakkanum í dag þegar leikskólabörn og ferfætlingar lögðu upp í sjóferð. 8.5.2012 18:45 Tveir framhaldsskólar með enga íþróttakennara Engir íþróttakennarar eru starfandi við tvo framhaldsskóla á landinu en skólarnir senda nemendurna þess í stað líkamsræktarstöðvar. Prófessor í íþrótta- og heilsufræði segir þetta skelfilega þróun. 8.5.2012 18:36 Fjöldi einstæðra foreldra í vanda Hátt í fimmtungur einstæðra foreldra var í alvarlegum vanskilum um síðustu mánaðarmót. Einstæðir foreldrar eru um helmingur þeirra sem þiggja mataraðstoð frá Hjálparstarfi kirkjunnar. 8.5.2012 18:30 Stuðningur vegna Ólympíuleika aukinn um 15 milljónir Á fundi ríkisstjórnar Íslands á Egilsstöðum í dag var samþykkt að auka stuðning ríkisins við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands vegna undirbúnings og þáttöku íslenskra íþróttamanna á Ólympíuleikunum í London um 15 milljónir króna. 8.5.2012 15:58 Myndir af Maddie notaðar til að auglýsa sumarfrí Hjónin Kate og Gerry McCann upplifðu hrylling þegar þau áttuðu sig á því að síðasta myndin sem tekin var af Madeleine, dóttur þeirra, hafði verið notuð til að auglýsa sumarfrí í Portúgal. Það var ferðaskrifstofan lowcostholidays.com sem auglýsti ferðirnar á vefsíðunni VoucherDigg. 8.5.2012 15:30 Reyndi að reykja búnt af sígarettum og kveikti í svölunum Nokkrir unglingspiltar í Reykjavík voru að fikta með sígarettur á trésvölum í íbúðarhúsi á dögunum samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni. Einn þeirra gekk þó lengra en hinn venjulegi reykingamaður, því sá batt saman allnokkrar sígarettur og hugðist reykja þær allar í einu. 8.5.2012 14:29 Ámælisvert hjá stjórnmálaflokkum á þingi að skila upplýsingum of seint Sveinn Arason ríkisendurskoðandi telur það ámælisvert að stjórnmálahreyfingar skili ekki upplýsingum um fjármál innan settra tímafresta. Þannig skiluðu þrír stjórnmálaflokkar á Alþingi upplýsingum um fjármál flokkanna of seint, eða eftir 1. október 2011. 8.5.2012 14:25 Bandaríkjamenn sinna loftrýmisgæslu Sveit frá bandaríska flughernum mun sinna loftrýmisgæslu NATO á Íslandi næsta mánuðinn. Það er stefna NATO að aðildarríki NATO sjái um loftrýmisgæslu á Íslandi til þess að tryggja loftrými aðildarríkjanna. 8.5.2012 14:19 Markmiðum um sjálfbæra uppbyggingu stefnt í hættu Þingsályktunartillaga um vernd og orkunýtingu landsvæða sem nú liggur fyrir Alþingi stefnir markmiðum um sjálfbæra uppbyggingu raforkuframleiðslunnar í hættu. Þetta er mat Orkustofnunar sem hefur sent Alþingi umsögn um tillöguna. Í umsögninni er bent á að við undirbúningsvinnu við áætlun um vernd og orkunýtingu sat orkumálastjóri í verkefnisstjórn um rammaáæltun um nýtingu vatnsafls og jarðavrma sem iðnaðarráðherra skipaði í samráði við umhverfisráðherra í ágúst 2007. 8.5.2012 14:00 Ráðist á forsætisráðuneytið í Líbíu Byssumenn hafa ráðist á höfuðstöðvar forsætisráðherrans í Líbíu en samkvæmt frétt BBC er talið að þarna séu á ferð fyrrverandi uppreisnarmenn sem krefjast borgunar fyrir að hafa tekið þátt í uppreisninni gegn Muammar Gaddaffi. 8.5.2012 13:57 Íslenskur hagfræðingur tekur þátt í Ólympíuleikunum "Ég veit ekki alveg hvað ég er að fara að gera, það er enn mikil leynd í kringum þetta,“ segir einn óvæntasti þátttakandi Íslendinga í Ólympíuleikunum, en hagfræðingurinn Þóra Helgadóttir mun þó ekki keppa fyrir hönd Íslands, hún mun dansa í lokaathöfninni á Ólympíuleiknum í ágúst næstkomandi. 8.5.2012 13:33 Borgarafundur með sendiherra ESB í Iðnó Evrópustofa efnir til borgarafundar í dag í Iðnó með sendiherra ESB á Íslandi, Timo Summa. Fundurinn hefst klukkan fimm og stendur í klukkustund. Í tilkynningu kemur fram að fundurinn sé liður í Evrópuviku sem Evrópustofa stendur fyrir í tilefni af Evrópudeginum 9. maí. Hann verður túlkaður í heild sinni, bæði inngangserindi sendiherrans sem og umræður í kjölfar þess. Boðið verður upp á kaffi og kleinur. 8.5.2012 13:02 Jón Gnarr fékk forláta hatt að gjöf Jón Gnarr fékk forláta hatt að gjöf þegar hann tók á móti borgarstjóranum í Denver í Höfða nú í hádeginu. Borgarstjórinn er staddur hér á landi í tilefni þess að á fimmtudaginn hefur Icelandair áætlunarflug á milli Denver og Keflavíkur. Borgarstjórinn fer ekki tómhentur heim því að hann fékk sjálfur lopapeysu að gjöf frá borgarstjóranum okkar. 8.5.2012 13:00 Bílnum var stolið af Söndru Það voru óprúttnir aðilar sem brutust inn til Söndru Ýr Dungal þegar hún var sofandi inni í svefnherbergi íbúðar sinnar á sunnudagsmorguninn. Það eina sem var tekið úr íbúðinni var handtaskan hennar. Í handtöskunni voru meðal annars bíllyklar. Þegar Sandra leit svo útum gluggann tók hún eftir því að bíllinn hennar var horfinn. Sandra biður því fólk um að hafa augun opin ef Volkswagen Fox 2008 með bílnúmerinu ZIF 14 verður á vegi þeirra. Það má hafa samband við lögregluna í síma 444 1000. 8.5.2012 12:53 Santorum lýsir stuðningi við Romney Rick Santorum, repúplikaninn sem atti kappi við Mitt Romney um að hljóta útnefningu flokksins í komandi forsetakosningum, hefur nú formlega lýst stuðningi við keppinaut sinn. 8.5.2012 11:57 Google prófar sjálfstýrða bíla Tölvurisinn Google hefur í fyrsta sinn fengið leyfi til þess að prófa sjálfstýrðan bíl í almennri umferð í Bandaríkjunum. Bíllinn, sem er af Toyota Prius gerð, notast við GPS og radartækni til þess fara á milli staða og án þess að bílstjóri komi nokkuð nærri. 8.5.2012 11:54 Fréttakona Al-Jazeera rekin frá Kína Arabíska fréttastöðin Al-Jazeera segist hafa neyðst til að loka útibúi sínu í Kína eftir að fréttakona á þeirra vegum var rekin úr landinu. Fréttakonunni Melissu Chan var vísað úr landi og blaðamannapassi hennar ógiltur en þetta er í fyrsta sinn í mörg ár sem Kínverjar grípa til svo harkalegra aðgerða gegn erlendum blaðamanni. 8.5.2012 11:50 Herdís Þorgeirsdóttir segir lýðræðið vera í hættu "Lýðræðið er í hættu,“ skrifar Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi á heimasíðu sinni og bætir við að þeir einu sem geta komið lýðræðinu til bjargar séu almennir borgarar. 8.5.2012 11:47 Sigurrós á Airwaves - stórtónleikar í nýju Laugardalshöll Hljómsveitin Sigur Rós verður aðalnúmerið á Iceland Airwaves hátíðinni í ár. Ellefu ár eru síðan sveitin kom síðast fram á Airwaves og fjögur ár eru liðin frá síðustu tónleikum hennar hér á landi. 8.5.2012 11:46 Einstæðir feður í mestum vanda vegna alvarlegra vanskila Þann 1.maí 2012 voru alls 26.376 einstaklingar í alvarlegum vanskilum samkvæmt upplýsingum Creditinfo um þróun alvarlegra vanskila einstaklinga. 8.5.2012 11:16 Ágreiningur í Árborg um Skólaskrifstofu Suðurlands "Það er engin úlfúð í þessu máli,“ segir365, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Árborg en hún leggst alfarið gegn hugmyndum sveitarfélagsins um að segja sig úr Skólaskrifstofu Suðurlands. Sjálfstæðisflokkurinn er með hreinan meirihluta í bænum en fjórir bæjarfulltrúar hið minnsta eru sammála ákvörðun fræðslunefndar Árborgar um að segja sveitarfélagið úr Skólaskrifstofum Suðurlands. 8.5.2012 10:50 Katrín mætti með tvíburana á fund Barnaheilla Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Bjarni Bjarnason eiginmaður hennar mættu með tvíburana sína á fund Barnaheilla - Save the Children þegar skýrsla samtakanna um stöðu mæðra í heiminum 2012 var kynnt í morgun. Katrín er sem kunnugt er í barneignaleyfi. Hún varð önnur ráðherra til þess að eignast barn, en nafna hennar Katrín Júlíusdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ól barn í júní í fyrra. Samkvæmt skýrslu barnaheilla er best að vera móðir á Norðurlöndunum. Norskar mæður hafa það best, en íslenskar mæður eru í öðru sæti. 8.5.2012 10:41 Karlmaður sakar Travolta um kynferðislega áreitni Stórleikarinn John Travolta er sakaður um kynferðislega áreitni. Nuddari sem ber Travolta sökunum hefur stefnt honum og krefst þess að fá greiddar tvær milljónir bandaríkjadala, eða um 250 milljónir króna, fyrir að hafa áreitt sig þegar Travolta var í nuddi á hóteli í Beverly Hills í janúar síðastliðnum. Samkvæmt málskjölum virðist nuddarinn vera karlmaður en hann hefur ekki verið nafngreindur, eftir því sem fram kemur á fréttavef Daily Telegraph. Travolta er sakaður um að hafa nuddað fótlegg hans, snert kynfæri hans og reynt að fá hann til kynmaka. 8.5.2012 09:52 Íslenskar mæður hafa það gott Ísland lendir í öðru sæti þegar kannað er hvar mæður hafa það best í heiminum. Samtökin Save the Children, eða Barnaheill eins og þau kallast hér á landi, hafa gefið út árlega skýrslu sína þar sem kannað er hvar best sé að vera í móðurhlutverkinu en þetta er í þrettánda sinn sem skýrslan er gerð. 8.5.2012 09:22 Svissneskir höfrungar á heróíni Rannsókn er nú lokið á dularfullum dauðdaga tveggja höfrunga sem drápust í laug sinni í dýragarði í Sviss fyrir nokkrum mánuðum. Dýrin drápust stuttu eftir að fjölmenn danstónlistarhátíð hafði farið fram í garðinum. 8.5.2012 09:02 Sprengja í nærbuxum: Ætlaði að granda flugvél Bandarískum leyniþjónustumönnum tókst nýverið að koma í veg fyrir að meðlimi hryðjuverkasamtakanna Al-Kaída í Yemen tækist að sprengja sig í loft upp um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna. 8.5.2012 09:00 Hættir við boðaðar kosningar Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels hefur dregið til baka ákvörðun sína um að blása óvænt til kosninga en í gær samþykkti hann að mynda stjórn með helsta stjórnarandstöðuflokki landsins. 8.5.2012 08:55 Sjá næstu 50 fréttir
Eigum kolefnin í trjánum okkar Félag skógareigenda á Suðurlandi segir að í frumvarpi um loftslagsmál sé gert ráð fyrir að kolefnisbinding í skógum verði eign ríkisins. „Skógareigendur telja að þar sé vegið nærri eignarréttinum og ekki gefið að það standist stjórnarskrá.“ segir í ályktun félagsins sem einnig hefur athugasemdir við lagafrumvarp um mat á umhverfisáhrifum. „Sá kostnaðarauki sem frumvarpið hefur í för með sér getur hæglega valdið því að aðeins sterkefnaðir aðilar hafi tök á að hefja nytjaskógrækt.“- gar 9.5.2012 11:00
Ákærðir fyrir óhlýðni við hafnarstjóra Sýslumaðurinn á Akureyri hefur ákært tvo menn fyrir að óhlýðnast ítrekað fyrirmælum hafnarstjórans á Oddeyrarbryggju á Akureyri og starfrækja þar í óleyfi rútuþjónustu fyrir farþega skemmtiferðaskips dag einn í ágúst 2010. Annar mannanna er Björn Mikaelsson, sem um árabil gegndi stöðu yfirlögregluþjóns á Sauðárkróki. 9.5.2012 08:30
Tíu stiga frost á Þingvöllum í nótt Enn var næturfrost víðast hvar á landinu og ekki er spáð nema tveggja til átta stiga hita í dag. Tíu stiga frost mældist á Þingvöllum í nótt, en liðlega þriggja stiga hiti var í Vestmannaeyjabæ. Spáð er hægri breytilegri átt í dag með skúrum sunnanlands og á Vestfjörðum. 9.5.2012 08:01
Aldrei fleiri Erasmus-nemar Meira en 230 þúsund manns nýttu sér Eramus, háskólaáætlun Evrópusambandsins, á síðasta skólaári, fleiri en nokkru sinni fyrr. 9.5.2012 07:30
Ætlar að kynna hagvaxtarleið Francois Hollande, nýkjörinn forseti Frakklands, hefur boðað leiðtoga Evrópusambandsríkjanna á óformlegan fund með sér þann 23. maí, þar sem hann ætlar að kynna þeim hugmyndir sínar um það hvernig koma eigi hagvexti í gang í Evrópu. 9.5.2012 06:45
Áhrif netsins á lýðræði skoðuð Vaxandi áhrif netsins á lýðræðið er eitt umfjöllunarefna í opnum fyrirlestri Hauks Arnþórssonar, stjórnsýslufræðings og sérfræðings í rafrænni stjórnsýslu, í Lögbergi Háskóla Íslands í hádeginu í dag. 9.5.2012 06:00
Segist hætt við hungurverkfall Júlía Timosjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, er hætt í hungurverkfalli. Í dag verður hún flutt úr fangelsi á sjúkrahús, þar sem hlúð verður að henni. 9.5.2012 05:30
Styrkja skólabókasöfn til bókakaupa Fjörutíu skólabókasöfn fá í dag afhenta styrki til bókakaupa úr Skólabókasjóði, en styrkur þessi er hluti af verkefninu Ávísun á lestur sem Félag íslenskra bókaútgefenda stendur fyrir. 9.5.2012 04:00
Netanjahú styrkir óvænt stöðu sína Forsætisráðherra Ísraels hætti í gær við að flýta þingkosningum eftir að samkomulag tókst við Kadimaflokkinn um að mynda breiða ríkisstjórn. Þar með missa hinir litlu öfgaflokkar strangtrúargyðinga tangarhald sitt á stjórninni. 9.5.2012 03:15
Lofar að afturkalla niðurskurð „Þetta er söguleg stund fyrir vinstri menn og hreyfingu almennings og mikil ábyrgð lögð á mínar herðar,“ segir Alexis Tsipras, leiðtogi SYRIZA, bandalags róttækra vinstri flokka í Grikklandi. 9.5.2012 00:00
Árétting vegna verðsamanburðar Vegna fréttar sem birtist í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag og á Vísi er fjallaði um verðsamanburð Byko, Húsasmiðjunnar og Bauhaus er rétt að koma eftirfarandi á framfæri. 9.5.2012 17:59
Úr sól í snjó á nokkrum klukkutímum Mörgum íbúum á höfuðborgarsvæðinu brá heldur betur í brún þegar að þeir litu út um gluggann í kvöld og sáu snjó falla til jarðar. Það verður að teljast fremur óvenjulegt svona miðað við sólina og bláa himininn síðustu daga. 8.5.2012 22:17
Leituðu að ungum stúlkum í Kópavogi Tvær ungar stúlkur, fimm og sex ára fóru heldur langt frá heimili sínu í Kópavoginum í dag, eftir fjörugan leik í garðinum. Eftir þó nokkra leit með aðstoð nágranna, vina og vandamanna auk lögreglu fundust stúlkurnar heilar á húfi. Höfðu þær brugðið sér á skólalóð þó nokkuð frá. Lögreglan segir að þetta sé ágæt áminnig fyrir forráðamenn að kenna börnum sínum eða minna á mikilvægi þess að láta vita hvar þau ætla vera og eftir atvikum hvert þau ætla að fara. 8.5.2012 23:02
Náðu að forða sér út sekúndum fyrir árekstur Það hlýtur að vera ógnvekjandi að vera fastur í stórum vöruflutningabíl á lestarteinum. Hvað þá þegar þú sérð að lest er að koma inn í hliðina á þér á ógnarhraða. 8.5.2012 21:59
Tólf ára strákur telur sig hafa fæðst í röngum líkama "Ég er kannski ekkert öðruvísi því við erum öll eins,“ segir Michael Magnús De Leon, tólf ára strákur sem telur sig hafa fæðst í röngum líkama. Móðir hans sem fyrst vakti athygli á börnum í kynáttunarvanda hér á landi hefur nú skrifað barnabók í samvinnu við son sinn um hvað það er að vera öðruvísi, í þeim tilgangi að draga úr fordómum og auka fræðslu. 8.5.2012 20:35
Sex ára drengur varð vitni að morðtilræði við móður sína Karlmaður sem sakaður er um að hafa reynt að bana eiginkonu föður síns þann 1. apríl síðastliðinn mun sæta gæsluvarðhaldi til 30. maí næstkomandi. Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í dag. 8.5.2012 19:34
Með kannabisræktun í kjallaranum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur í dag. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust 115 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Geymslurými í kjallara hússins hafði verið innréttað og útbúið til ræktunarinnar. Karl á fertugsaldri, íbúi í húsinu, var yfirheyrður á vettvangi og játaði hann aðild sína að málinu. 8.5.2012 20:44
Ungbarnaeftirlitið til fyrirmyndar Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra felldi tár yfir bágri stöðu mæðra og kvenna í Gíneu-Bissá og þykir lán að hafa fengið að ganga með tvíburastráka sína hér á landi. Það er engin furða þar sem íslensk börn og mæður þeirra hafa það einna best samkvæmt ársskýrslu Barnaheilla. 8.5.2012 19:03
Hestar og börn sigldu út í Viðey Það var mikið um á vera á Skarfabakkanum í dag þegar leikskólabörn og ferfætlingar lögðu upp í sjóferð. 8.5.2012 18:45
Tveir framhaldsskólar með enga íþróttakennara Engir íþróttakennarar eru starfandi við tvo framhaldsskóla á landinu en skólarnir senda nemendurna þess í stað líkamsræktarstöðvar. Prófessor í íþrótta- og heilsufræði segir þetta skelfilega þróun. 8.5.2012 18:36
Fjöldi einstæðra foreldra í vanda Hátt í fimmtungur einstæðra foreldra var í alvarlegum vanskilum um síðustu mánaðarmót. Einstæðir foreldrar eru um helmingur þeirra sem þiggja mataraðstoð frá Hjálparstarfi kirkjunnar. 8.5.2012 18:30
Stuðningur vegna Ólympíuleika aukinn um 15 milljónir Á fundi ríkisstjórnar Íslands á Egilsstöðum í dag var samþykkt að auka stuðning ríkisins við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands vegna undirbúnings og þáttöku íslenskra íþróttamanna á Ólympíuleikunum í London um 15 milljónir króna. 8.5.2012 15:58
Myndir af Maddie notaðar til að auglýsa sumarfrí Hjónin Kate og Gerry McCann upplifðu hrylling þegar þau áttuðu sig á því að síðasta myndin sem tekin var af Madeleine, dóttur þeirra, hafði verið notuð til að auglýsa sumarfrí í Portúgal. Það var ferðaskrifstofan lowcostholidays.com sem auglýsti ferðirnar á vefsíðunni VoucherDigg. 8.5.2012 15:30
Reyndi að reykja búnt af sígarettum og kveikti í svölunum Nokkrir unglingspiltar í Reykjavík voru að fikta með sígarettur á trésvölum í íbúðarhúsi á dögunum samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni. Einn þeirra gekk þó lengra en hinn venjulegi reykingamaður, því sá batt saman allnokkrar sígarettur og hugðist reykja þær allar í einu. 8.5.2012 14:29
Ámælisvert hjá stjórnmálaflokkum á þingi að skila upplýsingum of seint Sveinn Arason ríkisendurskoðandi telur það ámælisvert að stjórnmálahreyfingar skili ekki upplýsingum um fjármál innan settra tímafresta. Þannig skiluðu þrír stjórnmálaflokkar á Alþingi upplýsingum um fjármál flokkanna of seint, eða eftir 1. október 2011. 8.5.2012 14:25
Bandaríkjamenn sinna loftrýmisgæslu Sveit frá bandaríska flughernum mun sinna loftrýmisgæslu NATO á Íslandi næsta mánuðinn. Það er stefna NATO að aðildarríki NATO sjái um loftrýmisgæslu á Íslandi til þess að tryggja loftrými aðildarríkjanna. 8.5.2012 14:19
Markmiðum um sjálfbæra uppbyggingu stefnt í hættu Þingsályktunartillaga um vernd og orkunýtingu landsvæða sem nú liggur fyrir Alþingi stefnir markmiðum um sjálfbæra uppbyggingu raforkuframleiðslunnar í hættu. Þetta er mat Orkustofnunar sem hefur sent Alþingi umsögn um tillöguna. Í umsögninni er bent á að við undirbúningsvinnu við áætlun um vernd og orkunýtingu sat orkumálastjóri í verkefnisstjórn um rammaáæltun um nýtingu vatnsafls og jarðavrma sem iðnaðarráðherra skipaði í samráði við umhverfisráðherra í ágúst 2007. 8.5.2012 14:00
Ráðist á forsætisráðuneytið í Líbíu Byssumenn hafa ráðist á höfuðstöðvar forsætisráðherrans í Líbíu en samkvæmt frétt BBC er talið að þarna séu á ferð fyrrverandi uppreisnarmenn sem krefjast borgunar fyrir að hafa tekið þátt í uppreisninni gegn Muammar Gaddaffi. 8.5.2012 13:57
Íslenskur hagfræðingur tekur þátt í Ólympíuleikunum "Ég veit ekki alveg hvað ég er að fara að gera, það er enn mikil leynd í kringum þetta,“ segir einn óvæntasti þátttakandi Íslendinga í Ólympíuleikunum, en hagfræðingurinn Þóra Helgadóttir mun þó ekki keppa fyrir hönd Íslands, hún mun dansa í lokaathöfninni á Ólympíuleiknum í ágúst næstkomandi. 8.5.2012 13:33
Borgarafundur með sendiherra ESB í Iðnó Evrópustofa efnir til borgarafundar í dag í Iðnó með sendiherra ESB á Íslandi, Timo Summa. Fundurinn hefst klukkan fimm og stendur í klukkustund. Í tilkynningu kemur fram að fundurinn sé liður í Evrópuviku sem Evrópustofa stendur fyrir í tilefni af Evrópudeginum 9. maí. Hann verður túlkaður í heild sinni, bæði inngangserindi sendiherrans sem og umræður í kjölfar þess. Boðið verður upp á kaffi og kleinur. 8.5.2012 13:02
Jón Gnarr fékk forláta hatt að gjöf Jón Gnarr fékk forláta hatt að gjöf þegar hann tók á móti borgarstjóranum í Denver í Höfða nú í hádeginu. Borgarstjórinn er staddur hér á landi í tilefni þess að á fimmtudaginn hefur Icelandair áætlunarflug á milli Denver og Keflavíkur. Borgarstjórinn fer ekki tómhentur heim því að hann fékk sjálfur lopapeysu að gjöf frá borgarstjóranum okkar. 8.5.2012 13:00
Bílnum var stolið af Söndru Það voru óprúttnir aðilar sem brutust inn til Söndru Ýr Dungal þegar hún var sofandi inni í svefnherbergi íbúðar sinnar á sunnudagsmorguninn. Það eina sem var tekið úr íbúðinni var handtaskan hennar. Í handtöskunni voru meðal annars bíllyklar. Þegar Sandra leit svo útum gluggann tók hún eftir því að bíllinn hennar var horfinn. Sandra biður því fólk um að hafa augun opin ef Volkswagen Fox 2008 með bílnúmerinu ZIF 14 verður á vegi þeirra. Það má hafa samband við lögregluna í síma 444 1000. 8.5.2012 12:53
Santorum lýsir stuðningi við Romney Rick Santorum, repúplikaninn sem atti kappi við Mitt Romney um að hljóta útnefningu flokksins í komandi forsetakosningum, hefur nú formlega lýst stuðningi við keppinaut sinn. 8.5.2012 11:57
Google prófar sjálfstýrða bíla Tölvurisinn Google hefur í fyrsta sinn fengið leyfi til þess að prófa sjálfstýrðan bíl í almennri umferð í Bandaríkjunum. Bíllinn, sem er af Toyota Prius gerð, notast við GPS og radartækni til þess fara á milli staða og án þess að bílstjóri komi nokkuð nærri. 8.5.2012 11:54
Fréttakona Al-Jazeera rekin frá Kína Arabíska fréttastöðin Al-Jazeera segist hafa neyðst til að loka útibúi sínu í Kína eftir að fréttakona á þeirra vegum var rekin úr landinu. Fréttakonunni Melissu Chan var vísað úr landi og blaðamannapassi hennar ógiltur en þetta er í fyrsta sinn í mörg ár sem Kínverjar grípa til svo harkalegra aðgerða gegn erlendum blaðamanni. 8.5.2012 11:50
Herdís Þorgeirsdóttir segir lýðræðið vera í hættu "Lýðræðið er í hættu,“ skrifar Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi á heimasíðu sinni og bætir við að þeir einu sem geta komið lýðræðinu til bjargar séu almennir borgarar. 8.5.2012 11:47
Sigurrós á Airwaves - stórtónleikar í nýju Laugardalshöll Hljómsveitin Sigur Rós verður aðalnúmerið á Iceland Airwaves hátíðinni í ár. Ellefu ár eru síðan sveitin kom síðast fram á Airwaves og fjögur ár eru liðin frá síðustu tónleikum hennar hér á landi. 8.5.2012 11:46
Einstæðir feður í mestum vanda vegna alvarlegra vanskila Þann 1.maí 2012 voru alls 26.376 einstaklingar í alvarlegum vanskilum samkvæmt upplýsingum Creditinfo um þróun alvarlegra vanskila einstaklinga. 8.5.2012 11:16
Ágreiningur í Árborg um Skólaskrifstofu Suðurlands "Það er engin úlfúð í þessu máli,“ segir365, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Árborg en hún leggst alfarið gegn hugmyndum sveitarfélagsins um að segja sig úr Skólaskrifstofu Suðurlands. Sjálfstæðisflokkurinn er með hreinan meirihluta í bænum en fjórir bæjarfulltrúar hið minnsta eru sammála ákvörðun fræðslunefndar Árborgar um að segja sveitarfélagið úr Skólaskrifstofum Suðurlands. 8.5.2012 10:50
Katrín mætti með tvíburana á fund Barnaheilla Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Bjarni Bjarnason eiginmaður hennar mættu með tvíburana sína á fund Barnaheilla - Save the Children þegar skýrsla samtakanna um stöðu mæðra í heiminum 2012 var kynnt í morgun. Katrín er sem kunnugt er í barneignaleyfi. Hún varð önnur ráðherra til þess að eignast barn, en nafna hennar Katrín Júlíusdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ól barn í júní í fyrra. Samkvæmt skýrslu barnaheilla er best að vera móðir á Norðurlöndunum. Norskar mæður hafa það best, en íslenskar mæður eru í öðru sæti. 8.5.2012 10:41
Karlmaður sakar Travolta um kynferðislega áreitni Stórleikarinn John Travolta er sakaður um kynferðislega áreitni. Nuddari sem ber Travolta sökunum hefur stefnt honum og krefst þess að fá greiddar tvær milljónir bandaríkjadala, eða um 250 milljónir króna, fyrir að hafa áreitt sig þegar Travolta var í nuddi á hóteli í Beverly Hills í janúar síðastliðnum. Samkvæmt málskjölum virðist nuddarinn vera karlmaður en hann hefur ekki verið nafngreindur, eftir því sem fram kemur á fréttavef Daily Telegraph. Travolta er sakaður um að hafa nuddað fótlegg hans, snert kynfæri hans og reynt að fá hann til kynmaka. 8.5.2012 09:52
Íslenskar mæður hafa það gott Ísland lendir í öðru sæti þegar kannað er hvar mæður hafa það best í heiminum. Samtökin Save the Children, eða Barnaheill eins og þau kallast hér á landi, hafa gefið út árlega skýrslu sína þar sem kannað er hvar best sé að vera í móðurhlutverkinu en þetta er í þrettánda sinn sem skýrslan er gerð. 8.5.2012 09:22
Svissneskir höfrungar á heróíni Rannsókn er nú lokið á dularfullum dauðdaga tveggja höfrunga sem drápust í laug sinni í dýragarði í Sviss fyrir nokkrum mánuðum. Dýrin drápust stuttu eftir að fjölmenn danstónlistarhátíð hafði farið fram í garðinum. 8.5.2012 09:02
Sprengja í nærbuxum: Ætlaði að granda flugvél Bandarískum leyniþjónustumönnum tókst nýverið að koma í veg fyrir að meðlimi hryðjuverkasamtakanna Al-Kaída í Yemen tækist að sprengja sig í loft upp um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna. 8.5.2012 09:00
Hættir við boðaðar kosningar Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels hefur dregið til baka ákvörðun sína um að blása óvænt til kosninga en í gær samþykkti hann að mynda stjórn með helsta stjórnarandstöðuflokki landsins. 8.5.2012 08:55