Erlent

Sprengja í nærbuxum: Ætlaði að granda flugvél

Mynd/AP
Bandarískum leyniþjónustumönnum tókst nýverið að koma í veg fyrir að meðlimi hryðjuverkasamtakanna Al-Kaída í Yemen tækist að sprengja sig í loft upp um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna.

Sprengjan er nú í höndum Bandaríkjamanna og í rannsókn en áætlunin mun hafa verið nokkuð skammt á veg komin. Að sögn BBC hafði hryðjuverkamaðurinn ekki keypt flugmiða þegar málið komst upp.

Engar fregnir hafa borist af manninum, hvar hann sé niðurkominn eða hvort hann sé yfir höfuð í haldi. Sprengjan er sögð líkjast þeirri sem hryðjuverkamaðurinn Umar Farouk var með í nærbuxum sínum þegar hann reyndi að komast um borð í flugvél sem var á leið til Detroit um jólin árið 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×