Innlent

Leituðu að ungum stúlkum í Kópavogi

Kópavogur
Kópavogur mynd/stefán
Tvær ungar stúlkur, fimm og sex ára fóru heldur langt frá heimili sínu í Kópavoginum í dag, eftir fjörugan leik í garðinum. Eftir þó nokkra leit með aðstoð nágranna, vina og vandamanna auk lögreglu fundust stúlkurnar heilar á húfi. Höfðu þær brugðið sér á skólalóð þó nokkuð frá. Lögreglan segir að þetta sé ágæt áminnig fyrir forráðamenn að kenna börnum sínum eða minna á mikilvægi þess að láta vita hvar þau ætla vera og eftir atvikum hvert þau ætla að fara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×