Innlent

Jón Gnarr fékk forláta hatt að gjöf

HJH og JHH skrifar
Hatturinn fer nokkuð vel á borgarstjóranum.
Hatturinn fer nokkuð vel á borgarstjóranum. mynd/ hjh.
Jón Gnarr fékk forláta hatt að gjöf þegar hann tók á móti borgarstjóranum í Denver í Höfða nú í hádeginu. Borgarstjórinn er staddur hér á landi í tilefni þess að á fimmtudaginn hefur Icelandair áætlunarflug á milli Denver og Keflavíkur. Borgarstjórinn fer ekki tómhentur heim því að hann fékk sjálfur lopapeysu að gjöf frá borgarstjóranum okkar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×