Innlent

Með kannabisræktun í kjallaranum

Mynd úr safni
Mynd úr safni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur í dag. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust 115 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Geymslurými í kjallara hússins hafði verið innréttað og útbúið til ræktunarinnar. Karl á fertugsaldri, íbúi í húsinu, var yfirheyrður á vettvangi og játaði hann aðild sína að málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×