Innlent

Ragnar dæmdur fyrir meiðyrði

Ragnar 
önundarson
Ragnar önundarson
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Ragnar Önundarson viðskiptafræðing sekan um meiðyrði í garð fjárfestanna Árna Haukssonar og Friðriks Hallbjörns Karlssonar.

Ragnar er dæmdur til að greiða tvímenningunum 300 þúsund krónur hvorum í miskabætur, samtals 200 þúsund krónur til að kosta birtingu dómsins í dagblaði og samtals 600 þúsund krónur í málskostnað.

Ástæður málshöfðunarinnar eru tvær greinar sem Ragnar skrifaði í Morgunblaðið um kaup viðskiptafélaganna á Húsasmiðjunni. Þar kallaði hann þá ítrekað „féfletta“ og sakaði þá um að hafa haft fé af fyrirtækinu í viðskiptunum.

Dómarinn fellst á þessar röksemdir. Líta verði til þess að Ragnar sé viðskiptafræðingur og fyrrverandi bankamaður. Engin gögn styðji fullyrðingar hans um svik og ummælin séu „algerlega tilhæfulaus, óviðurkvæmileg og ærumeiðandi“, „móðgandi og meiðandi“ og feli í sér aðdróttanir.

Tvímenningarnir kröfðust þess jafnframt að Ragnar yrði dæmdur til refsingar, en dómari taldi rökin fyrir því „næsta knöpp“ og niðurstaðan er sú að „ekki þykja alveg næg efni“ til að fallast á það.- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×