Innlent

Njála er með þekktari vörumerkjum

Heimamenn í Rangárþingi segja Njálu þekktustu fornsöguna og að það þurfi þeir að nýta betur til að laða gesti að Sögusetrinu.
Heimamenn í Rangárþingi segja Njálu þekktustu fornsöguna og að það þurfi þeir að nýta betur til að laða gesti að Sögusetrinu. Fréttablaðið/Stefán
Sveitarstjórnarmenn í Rangárþingi eystra ætla að stuðla að eflingu Sögusetursins á Hvolsvelli. Um þetta hefur minnihluti sjálfstæðismanna í sveitarstjórn gert tillögu sem fulltrúar meirihlutans segja efnislega samhljóða tillögum menningarnefndar frá því í febrúar.

Í greinargerð með tillögu sjálfstæðismanna segir að mikið brautryðjendaverk hafi verið unnið þegar Sögusetrið var sett á laggirnar. „Síðan eru liðin mörg ár og samkeppnin einungis farið vaxandi með tilkomu margra glæsilegra sýninga í öðrum landshlutum sem tengjast sögulegri arfleifð okkar Íslendinga,“ segir í greinargerðinni. Ljóst sé að gera þurfi umtalsverðar endurbætur svo Sögusetrið laði fleiri að.

„Öflugt Sögusetur er lyftistöng fyrir orðstír sveitarfélagsins og verkar til styrktar aðilum í verslun og þjónustu í héraði. Því má ekki gleyma að Njála er með þekktari „vörumerkjum“, hún er án efa þekktasta fornsagan, innan lands sem utan, og persónur hennar víðfrægar. Það þurfum við í Rangárþingi eystra að nýta okkur með mun markvissari hætti heldur en nú er,“ segir með tillögunni. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×