Innlent

Nauðlending á Reykjavíkurflugvelli

mynd/VAlli
Brotlending átti sér stað á Reykjavíkurflugvelli nú fyrir skömmu. Litil flugvél af gerðinni American Champion 7ECA nauðlenti á flugvellinum með þeim afleiðingum að stélhjólið brotnaði.

Tveir menn voru um borð í vélinni og varð þeim ekki meint.

Slökkvilið og lögregla er nú á flugvellinum.

Vélin var að lenda frá austri til vestur þegar virðist sem að hún hafi misst stjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×