Ríkið hefur ávaxtað fé sitt í bönkunum 19. apríl 2012 09:30 Ríkið er langstærsti eigandi Landsbankans með 81,3% eignarhlut. Í samantektinni kemur fram að ríkið gæti tekið 10,6 milljarða króna út úr bankanum án þess að eigið fé hans færi undir 20%. fréttablaðið/valli Hlutur ríkissjóðs í eiginfé stóru bankanna þriggja var 48 milljörðum krónum hærri um síðustu áramót en hlutafjárframlag hans. Talið að ríkið geti greitt sér út 12,1 milljarð króna án þess að eiginfjárhlutfall þeirra fari undir 20%. Áætlað er að hlutdeild ríkissjóðs í eiginfé Landsbanka, Íslandsbanka og Arion banka sé 183 milljarðar króna. Það er 48 milljörðum krónum meira en 135 milljarða króna hlutafjárframlag sem ríkið lagði þeim til á grundvelli samninga um endurfjármögnun þeirra í kjölfar yfirtöku Fjármálaeftirlitsins (FME) í október 2008. Þetta kemur fram í samantekt á stöðu á hlutdeild ríkissjóðs í eiginfé bankanna þriggja í árslok 2011 sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Til viðbótar við hlutafjárframlagið lánaði ríkið Arion banka og Íslandsbanka 55 milljarða króna í formi víkjandi lána. Í samantektinni kemur fram að munurinn á eiginfé bankanna þriggja, eins og það stendur núna, og þeirri fjárhæð sem myndi samrýmast lágmarki FME, sem er 16%, sé tæplega 113 milljarðar króna. Þar af er Landsbankinn með eigið fé umfram lágmark upp á 50,4 milljarða króna, Íslandsbanki með 35,9 milljarða króna og Arion banki með 27,1 milljarð króna. Áætluð hlutdeild ríkissjóðs í umframeiginfé bankanna er 46,3 milljarðar króna. Þar af nemur hlutdeild ríkissjóðs í umframeiginfé Landsbankans um 41 milljarði króna. Í samantektinni er þó tekið fram að óráðlegt sé að líta á fé umfram 16% eiginfjárlágmarks FME sem yfirfjármögnun sem hægt yrði að greiða út sem arð til eigenda, enda mætti lítið út af bregða í rekstri bankanna ef eiginfjárhlutfall þeirra væri við eða nálægt lágmarkinu. Ef yfirfjármögnun er í staðinn miðuð við 20% eiginfjárhlutfall yrði hún um 33,4 milljarðar króna. Ríkissjóður á, í ljósi eignarhlutar síns í bönkunum þremur um síðustu áramót, að geta gert tilkall til 12,1 milljarðs króna af þeirri upphæð. Heimildir Fréttablaðsins herma að sú hlutdeild hafi verið nær 50 milljörðum króna fyrir gengislánadóm Hæstaréttar í febrúar, sem varð til þess að bankarnir þrír framkvæmdu 64 milljarða króna varúðarniðurfærslu á eignum sínum. Vilji er til þess að greiða út umrædda upphæð í haust og nýta hana í verkefni á borð við hækkun barnabóta. Fréttablaðið sagði frá því í gær að til standi að hækka þær bætur til að bregðast við þeim skuldavanda sem barnafjölskyldur standa frammi fyrir. thordur@frettabladid.is Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
Hlutur ríkissjóðs í eiginfé stóru bankanna þriggja var 48 milljörðum krónum hærri um síðustu áramót en hlutafjárframlag hans. Talið að ríkið geti greitt sér út 12,1 milljarð króna án þess að eiginfjárhlutfall þeirra fari undir 20%. Áætlað er að hlutdeild ríkissjóðs í eiginfé Landsbanka, Íslandsbanka og Arion banka sé 183 milljarðar króna. Það er 48 milljörðum krónum meira en 135 milljarða króna hlutafjárframlag sem ríkið lagði þeim til á grundvelli samninga um endurfjármögnun þeirra í kjölfar yfirtöku Fjármálaeftirlitsins (FME) í október 2008. Þetta kemur fram í samantekt á stöðu á hlutdeild ríkissjóðs í eiginfé bankanna þriggja í árslok 2011 sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Til viðbótar við hlutafjárframlagið lánaði ríkið Arion banka og Íslandsbanka 55 milljarða króna í formi víkjandi lána. Í samantektinni kemur fram að munurinn á eiginfé bankanna þriggja, eins og það stendur núna, og þeirri fjárhæð sem myndi samrýmast lágmarki FME, sem er 16%, sé tæplega 113 milljarðar króna. Þar af er Landsbankinn með eigið fé umfram lágmark upp á 50,4 milljarða króna, Íslandsbanki með 35,9 milljarða króna og Arion banki með 27,1 milljarð króna. Áætluð hlutdeild ríkissjóðs í umframeiginfé bankanna er 46,3 milljarðar króna. Þar af nemur hlutdeild ríkissjóðs í umframeiginfé Landsbankans um 41 milljarði króna. Í samantektinni er þó tekið fram að óráðlegt sé að líta á fé umfram 16% eiginfjárlágmarks FME sem yfirfjármögnun sem hægt yrði að greiða út sem arð til eigenda, enda mætti lítið út af bregða í rekstri bankanna ef eiginfjárhlutfall þeirra væri við eða nálægt lágmarkinu. Ef yfirfjármögnun er í staðinn miðuð við 20% eiginfjárhlutfall yrði hún um 33,4 milljarðar króna. Ríkissjóður á, í ljósi eignarhlutar síns í bönkunum þremur um síðustu áramót, að geta gert tilkall til 12,1 milljarðs króna af þeirri upphæð. Heimildir Fréttablaðsins herma að sú hlutdeild hafi verið nær 50 milljörðum króna fyrir gengislánadóm Hæstaréttar í febrúar, sem varð til þess að bankarnir þrír framkvæmdu 64 milljarða króna varúðarniðurfærslu á eignum sínum. Vilji er til þess að greiða út umrædda upphæð í haust og nýta hana í verkefni á borð við hækkun barnabóta. Fréttablaðið sagði frá því í gær að til standi að hækka þær bætur til að bregðast við þeim skuldavanda sem barnafjölskyldur standa frammi fyrir. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira