Innlent

Með heiminn í vasanum og Hungurleikarnir verðlaunaðar

Margrét Örnólfsdóttir
Margrét Örnólfsdóttir
Barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur voru afhent í 40. sinn í dag. Tvær unglingasögur voru verðlaunaðar í þetta sinn: Með heiminn í vasanum eftir Margréti Örnólfsdóttur og Hungurleikarnir eftir Suzanne Collins í þýðingu Magneu J. Matthíasdóttur.

Valnefnd hrósaði Margréti fyrir skýra persónusköpun í bók sinni. Þá er lesandinn leiddur inn í spennandi frásögn úr ólíkum heimum barna og unglinga með hlýju og kímni. Drifkraftur sögunnar er baráttan fyrir betra lífi og þrá sögupersóna eftir því að vera samvistum við þá sem þær elska. Í sögunni er tekið á málefnum sem koma okkur öllum við; afleiðingum græðgi, barnaþrælkunar og mannréttindabrota.

Þýðing Magneu J. Matthíasdóttur á Hungurleikunum þykir frumlaus og laus við tilgerð. „Í sögunni hverfur lesandinn inn í heim sem er fjarlægur en samt svo nálægur, þökk sé vel heppnaðri þýðingu Magneu."

Með heiminn í vasanum eftir Margréti Örnólfsdóttur.
Verðlaunin voru afhent í Höfða við hátíðlega athöfn. Jón Gnarr, borgarstjóri, og Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs afhentu verðlaunin.

„Markviss lestur fyrir börn og með börnum er þeim veganesti sem kennir þeim gildi þess að vera manneskja og gefa af sér - gildi þess að halda sagnakeðjunni lifandi," sagði Jón við afhendinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×