Innlent

Fallið frá styttingu hringvegarins

Hreinn Haraldsson
Hreinn Haraldsson
Vegamálastjóri hefur greint sveitarstjórnum í sveitarfélaginu Skagafirði, Blönduósbæ og Húnavatnshreppi frá því að ekki verði áfram unnið að tillögum um styttingu hringvegarins á þeirra umráðasvæði. Vegagerðin dregur því til baka kröfur um að hugsanlegar veglínur verði sýndar á aðalskipulagi sveitarfélaganna.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fór fram á það bréfleiðis við vegamálastjóra 13. þessa mánaðar að hann sendi sveitarfélögunum erindi.

„Fyrir liggur að ég hef tekið ákvörðun er varðar innanríkisráðuneytið og stofnanir þess í samráði við sveitarfélögin á þessu svæði um að ekki verði gerðar tillögur um flutning á hringveginum frá Blönduósi yfir á nýja Svínvetningabraut né flutning hans til suðurs frá Varmahlíð,“ segir í bréfinu til vegamálastjóra, sem svo aftur sendi sveitarstjórnunum erindi sitt í byrjun þessarar viku.

„Það er bara eins og gengur að ekki er alltaf farið eftir því sem við vildum helst,“ segir vegamálastjóri. - óká / sjá síðu 10




Fleiri fréttir

Sjá meira


×